Handknattleiksdómarinn sem var skotinn niður: Enn eins og hann sé staddur í Herjólfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2015 07:45 Gunnar Óli Gústafsson. Vísir/Ernir Handknattleiksdómarinn Gunnar Óli Gústafsson hefur ekkert dæmt síðan að hann var skotinn niður í leik Vals og FH í Olís-deild karla í handbolta 10. desember síðastliðinn. Gunnar Óli ræðir við Ívar Benediktsson í Morgunblaðinu en þar kemur meðal annars fram að hann er enn með svima og ógleði og óvinnufær nú meira en tíu dögum síðar. Skot eins leikmanna hafnaði í stönginni og fór þaðan af miklu afli í höfðuð Gunnars. Atvikið gerðist í fyrri hálfleik en hann kláraði að dæma hálfleikinn. Gunnar Óli kastaði hinsvegar upp inn í klefa og gat ekki haldið áfram. Bjarki Bóasson dæmdi seinni hálfleikinn því einn en Gunnar Óli fór í læknisskoðun. „Mér var sagt af lækni að taka því rólega fyrstu vikuna og fara eftir það hægt og rólega af stað en því miður líður mér ekkert mikið betur. Ég bíð enn eftir bata," sagði Gunnar Óli í viðtalinu við Ívar. „Að mörgu leyti má segja að ég standi í sömu sporum og daginn eftir að ég varð fyrir högginu. Og það sem verra er, þá veit ég ekki hvað til bragðs á að taka. Þetta er allt annað en ef vöðvi tognar. Þá leitar maður sér meðferðar við því," sagði Gunnar Óli. Gunnar Óli er í veikindaleyfi frá starfi sínu hjá ja.is og verður það fram yfir áramótin. „Mér líður eins og ég sé staddur í Herjólfi og það er slæmt í sjóinn. Ég er valtur á fótum og líður eins og ég sé sjóveikur. Tilfinningin er undarleg . Ástandið er frekar slæmt," sagði Gunnar Óli. Á meðan Gunnar Óli er frá þá dæmi Bjarki Bóasson heldur ekki neitt því handboltadómarar starfa í pörum. Þeir missa væntanlega af möguleikanum að fara á námskeið til Svíþjóðar sem átti að vera liður fyrir þá að öðlast alþjóðleg dómararéttindi. Það er því ljóst að þetta stangarskot fyrir ellefu dögum er að hafa mikil áhrif á bæði daglegt líf og dómaraferil Gunnars Óla. Olís-deild karla Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Sjá meira
Handknattleiksdómarinn Gunnar Óli Gústafsson hefur ekkert dæmt síðan að hann var skotinn niður í leik Vals og FH í Olís-deild karla í handbolta 10. desember síðastliðinn. Gunnar Óli ræðir við Ívar Benediktsson í Morgunblaðinu en þar kemur meðal annars fram að hann er enn með svima og ógleði og óvinnufær nú meira en tíu dögum síðar. Skot eins leikmanna hafnaði í stönginni og fór þaðan af miklu afli í höfðuð Gunnars. Atvikið gerðist í fyrri hálfleik en hann kláraði að dæma hálfleikinn. Gunnar Óli kastaði hinsvegar upp inn í klefa og gat ekki haldið áfram. Bjarki Bóasson dæmdi seinni hálfleikinn því einn en Gunnar Óli fór í læknisskoðun. „Mér var sagt af lækni að taka því rólega fyrstu vikuna og fara eftir það hægt og rólega af stað en því miður líður mér ekkert mikið betur. Ég bíð enn eftir bata," sagði Gunnar Óli í viðtalinu við Ívar. „Að mörgu leyti má segja að ég standi í sömu sporum og daginn eftir að ég varð fyrir högginu. Og það sem verra er, þá veit ég ekki hvað til bragðs á að taka. Þetta er allt annað en ef vöðvi tognar. Þá leitar maður sér meðferðar við því," sagði Gunnar Óli. Gunnar Óli er í veikindaleyfi frá starfi sínu hjá ja.is og verður það fram yfir áramótin. „Mér líður eins og ég sé staddur í Herjólfi og það er slæmt í sjóinn. Ég er valtur á fótum og líður eins og ég sé sjóveikur. Tilfinningin er undarleg . Ástandið er frekar slæmt," sagði Gunnar Óli. Á meðan Gunnar Óli er frá þá dæmi Bjarki Bóasson heldur ekki neitt því handboltadómarar starfa í pörum. Þeir missa væntanlega af möguleikanum að fara á námskeið til Svíþjóðar sem átti að vera liður fyrir þá að öðlast alþjóðleg dómararéttindi. Það er því ljóst að þetta stangarskot fyrir ellefu dögum er að hafa mikil áhrif á bæði daglegt líf og dómaraferil Gunnars Óla.
Olís-deild karla Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Sjá meira