Blatter ætlar að áfrýja: Finn til með fótboltanum og finn til með FIFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2015 10:34 Sepp Blatter, forseti FIFA. Vísir/Getty Sepp Blatter, forseti FIFA, sem var í morgun dæmdur í átta ára bann frá knattspyrnu, hélt blaðamannafund í höfuðstöðvum FIFA en hann heldur enn fram sakleysi sínu. Sepp Blatter og Michel Platini mega hvorugur koma nálægt knattspyrnumálum til ársins 2023 eftir að hafa verið dæmdir sekir af siðanefnd FIFA fyrir mútugreiðslu frá Blatter til Platini skömmu fyrir endurkjör Blatter sem forseta FIFA árið 2011. „Að segja að þetta sé góður dagur fyrir mig og FIFA væri algjörlega rangt," sagði Sepp Blatter í upphafi blaðamannafundarins og talaði jafnframt um það að hann hafi frétt af dómnum í gegnum fjölmiðla. Hann talaði líka um að það væri bara tveir sem stæðu með honum í salnum, dóttir hans og einn annar sem hann nefndi ekki.Sjá einnig:Sepp Blatter og Michel Platini dæmdir í átta ára bann „Ég biðst afsökunar. Ég biðst afsökunar á því að ég skuli ennþá vera boxpúði. Ég sem foreti FIFA er boxpúði. Ég finn til með fótboltanum og ég finn til með FIFA. Ég hef þjónað FIFA meira en 40 ár. Ég finn til með meira en 400 manns sem vinna fyrir FIFA," sagði Blatter. Blatter sagðist hafa haldið þennan blaðamannfund af því að hann hafi verið viss um það að sannfært siðanefndina um sakleysi sitt í málinu. Sepp Blatter talaði um að Michel Platini hafi gert munnlegt samkomulag við Michel Platini og að þetta hafi verið svokallað heiðursmannasamkomulag. „Við sömdum um þetta 1998, skömmu eftir HM í Frakklandi. Herra Platini sagði að hann vildi frá að vinna fyrir FIFA. Ég sagði að það væri yndislegt. Hann sagði að hann vildi frá eina milljón franka fyrir. Ég sagði honum að við gætum borgað hinum hluta núna og hluta síðar," sagði Blatter.Sjá einnig:Blatter mætti fjölmiðlum heimsins með plástur á kinninni „Það sem ég furða mig á er að siðanefnd FIFA skulu afneita því að svona samkomulag hafi verið gert. Við staðfestum þetta samkomulagt tvisvar sinnum, fyrst í Svíþjóð og svo aftur Zürich 1998," sagði Blatter. Sepp Blatter ætlar að áfrýja dóminum, bæði til Alþjóðlega íþróttadómstólsins og til svissneskra dómstóla. „Þetta snýst ekki um siðareglur. Þetta snýst um stjórnun og fjármálalegu hliðina," sagði Blatter. „Þeir eru að kalla mig og Herra Platini lygara og það er ekki rétt," sagði Blatter. FIFA Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sjá meira
Sepp Blatter, forseti FIFA, sem var í morgun dæmdur í átta ára bann frá knattspyrnu, hélt blaðamannafund í höfuðstöðvum FIFA en hann heldur enn fram sakleysi sínu. Sepp Blatter og Michel Platini mega hvorugur koma nálægt knattspyrnumálum til ársins 2023 eftir að hafa verið dæmdir sekir af siðanefnd FIFA fyrir mútugreiðslu frá Blatter til Platini skömmu fyrir endurkjör Blatter sem forseta FIFA árið 2011. „Að segja að þetta sé góður dagur fyrir mig og FIFA væri algjörlega rangt," sagði Sepp Blatter í upphafi blaðamannafundarins og talaði jafnframt um það að hann hafi frétt af dómnum í gegnum fjölmiðla. Hann talaði líka um að það væri bara tveir sem stæðu með honum í salnum, dóttir hans og einn annar sem hann nefndi ekki.Sjá einnig:Sepp Blatter og Michel Platini dæmdir í átta ára bann „Ég biðst afsökunar. Ég biðst afsökunar á því að ég skuli ennþá vera boxpúði. Ég sem foreti FIFA er boxpúði. Ég finn til með fótboltanum og ég finn til með FIFA. Ég hef þjónað FIFA meira en 40 ár. Ég finn til með meira en 400 manns sem vinna fyrir FIFA," sagði Blatter. Blatter sagðist hafa haldið þennan blaðamannfund af því að hann hafi verið viss um það að sannfært siðanefndina um sakleysi sitt í málinu. Sepp Blatter talaði um að Michel Platini hafi gert munnlegt samkomulag við Michel Platini og að þetta hafi verið svokallað heiðursmannasamkomulag. „Við sömdum um þetta 1998, skömmu eftir HM í Frakklandi. Herra Platini sagði að hann vildi frá að vinna fyrir FIFA. Ég sagði að það væri yndislegt. Hann sagði að hann vildi frá eina milljón franka fyrir. Ég sagði honum að við gætum borgað hinum hluta núna og hluta síðar," sagði Blatter.Sjá einnig:Blatter mætti fjölmiðlum heimsins með plástur á kinninni „Það sem ég furða mig á er að siðanefnd FIFA skulu afneita því að svona samkomulag hafi verið gert. Við staðfestum þetta samkomulagt tvisvar sinnum, fyrst í Svíþjóð og svo aftur Zürich 1998," sagði Blatter. Sepp Blatter ætlar að áfrýja dóminum, bæði til Alþjóðlega íþróttadómstólsins og til svissneskra dómstóla. „Þetta snýst ekki um siðareglur. Þetta snýst um stjórnun og fjármálalegu hliðina," sagði Blatter. „Þeir eru að kalla mig og Herra Platini lygara og það er ekki rétt," sagði Blatter.
FIFA Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sjá meira