Guðbjörg aftur til Djurgården Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. desember 2015 16:49 Guðbjörg er byrjunarliðsmarkvörður íslenska landsliðsins. vísir/getty Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í fótbolta, er gengin í raðir Djurgården í Svíþjóð öðru sinni en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Guðbjörg kemur til Svíþjóðar frá norska liðinu Lilleström, en með því varð íslenski landsliðsmarkvörðurinn bæði Noregs- og bikarmeistari í ár. „Auk þess að vera frábær markvörður er Guðbjörg mikill baráttuhundur. Hún hefur öðlast mikla reynslu og verður frábær viðbót fyrir okkur í úrvalsdeildinni,“ segir yfirmaður íþróttamála hjá félaginu, Christian Kinnunen. Guðbjörg þekkir vel til hjá Djurgården en hún spilaði með liðinu í fjögur ár frá 2009-2012 á fyrstu árum sínum í atvinnumennsku. Hún nú þegar að baki 81 leik fyrir félagið.Happy to announce my comeback to Djurgården and Damallsvenskan. Looking forward to this new challenge in my career!@DIFDam@DIF_Fotboll — Gudbjörg Gunnarsd. (@GuggaGunnars) December 21, 2015 Djurgården spilaði í næst efstu deild á síðustu leiktíð en tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni með því að hafna í öðru sæti B-deildarinnar. Guðbjörg er þriðji öflugi leikmaðurinn sem Djurgården fær til sín en það ætlar sér stóra hluti á næsta ári í úrvalsdeildinni. „Mér leið vel þegar ég var síðast hjá Djurgården þannig ég er mjög ánægð með að vera komin aftur. Djurgården ætlar að koma sér aftur á kortið og er búið að fá tvo sterka miðjumenn,“ segir Guðbjörg aá vef Djurgården. Guðbjörg fær samkeppni um aðalmarkvarðarstöðuna hjá sænska félaginu en þar er fyrir Sussanne Nilsson, landsliðsmarkvörður Serbíu. „Ég hef verið í mikilli samkeppni hjá síðustu þremur félögum sem ég hef verið hjá þannig það hvetur mig bara áfram,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjá meira
Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í fótbolta, er gengin í raðir Djurgården í Svíþjóð öðru sinni en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Guðbjörg kemur til Svíþjóðar frá norska liðinu Lilleström, en með því varð íslenski landsliðsmarkvörðurinn bæði Noregs- og bikarmeistari í ár. „Auk þess að vera frábær markvörður er Guðbjörg mikill baráttuhundur. Hún hefur öðlast mikla reynslu og verður frábær viðbót fyrir okkur í úrvalsdeildinni,“ segir yfirmaður íþróttamála hjá félaginu, Christian Kinnunen. Guðbjörg þekkir vel til hjá Djurgården en hún spilaði með liðinu í fjögur ár frá 2009-2012 á fyrstu árum sínum í atvinnumennsku. Hún nú þegar að baki 81 leik fyrir félagið.Happy to announce my comeback to Djurgården and Damallsvenskan. Looking forward to this new challenge in my career!@DIFDam@DIF_Fotboll — Gudbjörg Gunnarsd. (@GuggaGunnars) December 21, 2015 Djurgården spilaði í næst efstu deild á síðustu leiktíð en tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni með því að hafna í öðru sæti B-deildarinnar. Guðbjörg er þriðji öflugi leikmaðurinn sem Djurgården fær til sín en það ætlar sér stóra hluti á næsta ári í úrvalsdeildinni. „Mér leið vel þegar ég var síðast hjá Djurgården þannig ég er mjög ánægð með að vera komin aftur. Djurgården ætlar að koma sér aftur á kortið og er búið að fá tvo sterka miðjumenn,“ segir Guðbjörg aá vef Djurgården. Guðbjörg fær samkeppni um aðalmarkvarðarstöðuna hjá sænska félaginu en þar er fyrir Sussanne Nilsson, landsliðsmarkvörður Serbíu. „Ég hef verið í mikilli samkeppni hjá síðustu þremur félögum sem ég hef verið hjá þannig það hvetur mig bara áfram,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjá meira