Handbolti

Fimm mörk frá Bjarka er Refirnir komust aftur á sigurbraut

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Bjarki Már Elísson er vanalega pottþéttur á vítalínunni.
Bjarki Már Elísson er vanalega pottþéttur á vítalínunni. vísir/afp
Erlingur Richardsson og lærisveinar hans í Füchse Berlín unnu auðveldan útsigur á nýliðum Stuttgart, 33-23, í þýsku 1. deildinni í handbolta í kvöld.

Með því komust Berlínarrefirnir aftur á sigurbraut en þeir voru búnir að tapa tveimur leikjum í röð gegn Hamburg og Flensburg.

Berlínarliðið var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 15-11, og sigldi hægt og bítandi meira fram úr í seinni hálfleiknum og vann á endanum tíu marka sigur.

Bjarki Már Elísson hafði hægt um sig framan af en skoraði fimm mörk, þar af þrjú úr vítaköstum. Sænski kollegi hans í hægra horninu, Matthias Zachrisson, var markahæstur gestanna með sjö mörk.

Með sigrinum skaust Fücshe Berlín upp úr áttunda sætinu og í það sjötta, upp fyrir Wetzlar og Göppingen sem eiga þó leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×