Körfubolti

Einhentur körfuboltamaður skoraði í bandaríska háskólaboltanum | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zach Hodskins.
Zach Hodskins. Vísir/Getty
Fyrstu körfu Zach Hodskins á háskólaferlinum var vel fagnað, bæði af áhorfendumog liðsfélögum hans, þótt að hún hafi ekki skipt mikli máli í mjög öruggum sigri Florida á Jacksonville.

Ástæðan er að það vantar annan framhandlegginn á Zach Hodskins og hann getur því bara notað aðra höndina þegar hann spilar körfubolta.

Zach Hodskins fæddist svona en hefur ekki látið fötlun sína stoppa sig. Hann mætti á æfingu hjá Florida-skólanum og vann sér sæti í liðinu.

Fyrsta karfa Zach Hodskins kom síðan í nótt þegar hann hann kláraði fallega hreyfingu með því að leggja boltann í körfuna.

Zach Hodskins var líka með liðinu á síðasta tímabili en hefur ekki fengið mörg tækifæri. Hann hefur þannig aðeins spilað sjö mínútur samtals á þessu tímabili.

Þjálfarinn ákvað hinsvegar að leyfa honum að spila á móti Jacksonville og Zach Hodskins nýtti tækifærið vel eins og sjá má í myndböndunum hér fyrir neðan.

Florida-skólinn birti þau á twitter-síðu skólaliðsins og þar þessi laglega hreyfing hans bæði á eðlilegum hraða og á mjög hægum hraða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×