Úlfúð á Pírataspjallinu: Stofnendur nenna vart lengur að taka þátt í umræðum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. desember 2015 15:36 Smári McCarthy við hlið skjáskotsins sem virðist hafa hleypt öllu í bál og brand. „Við höfum skapað samfélag þar sem allir geta tuðað út í eitt ef þeir vilja, en það er ekki þar með sagt að það eigi að gera það. Á Pírataspjallinu og í öðrum spjallhópum er orðið mjög lágt „signal to noise ratio“: Mikill hávaði, lítil merking. Skynsemi drukknar í fávitaskap. Það er til skammar,“ skrifar Smári McCarthy, tölvuhakkari og Pírati, á Pírataspjallið. Tilefni skrifa Smára er að síðustu daga hafa átt sér stað líflegar umræður inn á Facebook-hópnum sem er óformlegur vettvangur Pírata, og annarra, til að ræða allt milli himins og jarðar. Í lýsingu hópsins er sérstaklega tekið fram að skoðanir þær sem á spjallinu birtast þurfi ekki að vera tengdar formlegri stefnu Pírata. Meðal þeirra mála sem mikið var rætt, og það sem virðist hafa komið öllu saman af stað, er hópurinn Femínískir píratar en hávær hópur notenda spjallsins var ósáttur með að vera meinuð vera í hópnum. Á Pírataspjallinu má meðal annars sjá skjáskot af umræðum úr hópnum en skjáskotið var sett þrisvar inn í hópinn. „Þú ert andfeministi. Mér leiðast andfeministar. Sérstaklega þegar þeir koma á umræðuvettvang sem eiga að „circle jerk“ um femínisma fyrir feminista og hvernig þeir upplifa feminisma. Þú átt ekki heima í þessari grúppu, þú ættir frekar heima í „Andfeminískir Píratar“ heldur en hér,“ ritar þingmaðurinn Ásta Guðrún Helgadóttir á þræðinum sem virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn hjá mörgum. Í hvert sinn sem skjáskotunum úr femíníska hópnum var deilt inn í hópinn, sköpuðust miklar umræður á þráðunum. Líkt og áður segir var því deilt þrisvar en fyrri tveimur þráðunum var að endingu eytt. Einhverjir notendur hlupu þá til sökuðu stjórnendur hópsins um „ritstjórnartilburði“ og að „vega að tjáningarfrelsi þeirra.“ „Margir stofnendur og upprunalegir meðlimir Pírata eru hættir að nenna að taka þátt í umræðum eða bölva því þegar þeir leiðast út í þær. Þegar reynt hefur verið að benda á hversu alvarlegt það er ganga menn fram með nöldri um að "flokkseigandafélagið" vilji stjórna öllu,“ ritar Smári og heldur áfram; „Þetta er kjaftæði. Að biðja um að samskipti fari fram með heilbrigðum og uppbyggilegum hætti er ekki ritskoðun. Það er kurteisileg beiðni um að fullorðið fólk sýni að lágmarki þann þroska sem gerð er krafa um í öllum leikskólum landsins, eða hypji sig öðrum kosti.“Rætt um mögulegar leiðir til að bæta spjallið Umræðurnar, sem hafa staðið yfir með hléum frá aðfangadegi, snerust meðal annars um það að hluti notenda spjallsins töldu að allir hópar tengdir Píratapartíinu á einhvern hátt ættu að vera öllum opnir. Það væri í samræmi við „Píratakóðann“ og fólki bæri að virða hann. Aðrir benda hins vegar á að engar reglur gildi um meðferð tillögu áður en hún er lögð fram. Það er ekki fyrr en eftir að hún sé formlega lögð fram að reglurnar gildi um hana en á þetta bendir Björn Leví Gunnarson varaþingmaður flokksins. Svo virðist sem margir af meðlimum spjallsins séu orðnir leiðir á þeim endalausa kýtingi og persónuárásum sem einkennt hafa spjallið síðustu daga. Ýmsir notendur þess hafa til að mynda lent í því að Facebook-síður þeirra eru tilkynntar og einhverjum hefur í kjölfarið verið hent út af vefnum, tímabundið hið minnsta. Stjórnendur síðunnar bentu einnig á að undanförnu hafa fleiri þræðir og ummæli verið tilkynnt sem óviðeigandi. „Spyrja má hvort einhverjir hafi það markmið að eyðileggja. Það er alveg hugsanlegt, þótt ég vilji helst ekki trúa því upp á neinn. „Skrímsladeildir“ eru sennilega draugasögur. Fólk hefur ýmsar ástæður fyrir að eyðileggja, frá því að vera stuðningsmenn annarra flokka yfir í að vera með ómeðhöndlaða geðröskun. Þetta má laga, en vilji fólk skemma er fátt hægt að gera,“ skrifar Smári og veltir upp mögulegum hugmyndum sem gætu lagað spjallið. Einn möguleiki gæti verið að loka spjallinu eða takmarka aðgengi að því og annar væri að setja skýrari reglur um hvers konar hegðun teljist ásættanleg. Smára finnst hvorugur kosturinn fýsilegur og leggur til að fólk leyfi „tröllum“ ekki að fá sínu framgengt. „Hafi fólk raunverulegan áhuga á því að bæta stjórnmálamenningu Íslands, og bæta svo Ísland sjálft, hjálpið mér þá við að tækla þetta. Hundsum tröllin, hefjum umræðurnar upp á annað stig, minnkum hávaðan. Verum kurteis við fólk en gagnrýnin á hugmyndir. Höfnum tröllum og tilraunir til að eyðileggja,“ skrifar Smári í niðurlagi innleggs síns. Alþingi Tengdar fréttir Ekkert lát á vinsældum Pírata Mælast stærstir níunda mánuðinn í röð í nýrri könnun MMR. Framsókn bætir við sig fylgi. 14. desember 2015 11:16 Ásta Guðrún: „Að stjórna internetinu eins og að smala köttum“ Þingmaður Pírata gerði orð Eyglóar Harðardóttur ráðherra um að ræða þurfi takmörkun tjáningarfrelsisins umtalsefni á þingi í morgun. 27. nóvember 2015 11:16 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira
„Við höfum skapað samfélag þar sem allir geta tuðað út í eitt ef þeir vilja, en það er ekki þar með sagt að það eigi að gera það. Á Pírataspjallinu og í öðrum spjallhópum er orðið mjög lágt „signal to noise ratio“: Mikill hávaði, lítil merking. Skynsemi drukknar í fávitaskap. Það er til skammar,“ skrifar Smári McCarthy, tölvuhakkari og Pírati, á Pírataspjallið. Tilefni skrifa Smára er að síðustu daga hafa átt sér stað líflegar umræður inn á Facebook-hópnum sem er óformlegur vettvangur Pírata, og annarra, til að ræða allt milli himins og jarðar. Í lýsingu hópsins er sérstaklega tekið fram að skoðanir þær sem á spjallinu birtast þurfi ekki að vera tengdar formlegri stefnu Pírata. Meðal þeirra mála sem mikið var rætt, og það sem virðist hafa komið öllu saman af stað, er hópurinn Femínískir píratar en hávær hópur notenda spjallsins var ósáttur með að vera meinuð vera í hópnum. Á Pírataspjallinu má meðal annars sjá skjáskot af umræðum úr hópnum en skjáskotið var sett þrisvar inn í hópinn. „Þú ert andfeministi. Mér leiðast andfeministar. Sérstaklega þegar þeir koma á umræðuvettvang sem eiga að „circle jerk“ um femínisma fyrir feminista og hvernig þeir upplifa feminisma. Þú átt ekki heima í þessari grúppu, þú ættir frekar heima í „Andfeminískir Píratar“ heldur en hér,“ ritar þingmaðurinn Ásta Guðrún Helgadóttir á þræðinum sem virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn hjá mörgum. Í hvert sinn sem skjáskotunum úr femíníska hópnum var deilt inn í hópinn, sköpuðust miklar umræður á þráðunum. Líkt og áður segir var því deilt þrisvar en fyrri tveimur þráðunum var að endingu eytt. Einhverjir notendur hlupu þá til sökuðu stjórnendur hópsins um „ritstjórnartilburði“ og að „vega að tjáningarfrelsi þeirra.“ „Margir stofnendur og upprunalegir meðlimir Pírata eru hættir að nenna að taka þátt í umræðum eða bölva því þegar þeir leiðast út í þær. Þegar reynt hefur verið að benda á hversu alvarlegt það er ganga menn fram með nöldri um að "flokkseigandafélagið" vilji stjórna öllu,“ ritar Smári og heldur áfram; „Þetta er kjaftæði. Að biðja um að samskipti fari fram með heilbrigðum og uppbyggilegum hætti er ekki ritskoðun. Það er kurteisileg beiðni um að fullorðið fólk sýni að lágmarki þann þroska sem gerð er krafa um í öllum leikskólum landsins, eða hypji sig öðrum kosti.“Rætt um mögulegar leiðir til að bæta spjallið Umræðurnar, sem hafa staðið yfir með hléum frá aðfangadegi, snerust meðal annars um það að hluti notenda spjallsins töldu að allir hópar tengdir Píratapartíinu á einhvern hátt ættu að vera öllum opnir. Það væri í samræmi við „Píratakóðann“ og fólki bæri að virða hann. Aðrir benda hins vegar á að engar reglur gildi um meðferð tillögu áður en hún er lögð fram. Það er ekki fyrr en eftir að hún sé formlega lögð fram að reglurnar gildi um hana en á þetta bendir Björn Leví Gunnarson varaþingmaður flokksins. Svo virðist sem margir af meðlimum spjallsins séu orðnir leiðir á þeim endalausa kýtingi og persónuárásum sem einkennt hafa spjallið síðustu daga. Ýmsir notendur þess hafa til að mynda lent í því að Facebook-síður þeirra eru tilkynntar og einhverjum hefur í kjölfarið verið hent út af vefnum, tímabundið hið minnsta. Stjórnendur síðunnar bentu einnig á að undanförnu hafa fleiri þræðir og ummæli verið tilkynnt sem óviðeigandi. „Spyrja má hvort einhverjir hafi það markmið að eyðileggja. Það er alveg hugsanlegt, þótt ég vilji helst ekki trúa því upp á neinn. „Skrímsladeildir“ eru sennilega draugasögur. Fólk hefur ýmsar ástæður fyrir að eyðileggja, frá því að vera stuðningsmenn annarra flokka yfir í að vera með ómeðhöndlaða geðröskun. Þetta má laga, en vilji fólk skemma er fátt hægt að gera,“ skrifar Smári og veltir upp mögulegum hugmyndum sem gætu lagað spjallið. Einn möguleiki gæti verið að loka spjallinu eða takmarka aðgengi að því og annar væri að setja skýrari reglur um hvers konar hegðun teljist ásættanleg. Smára finnst hvorugur kosturinn fýsilegur og leggur til að fólk leyfi „tröllum“ ekki að fá sínu framgengt. „Hafi fólk raunverulegan áhuga á því að bæta stjórnmálamenningu Íslands, og bæta svo Ísland sjálft, hjálpið mér þá við að tækla þetta. Hundsum tröllin, hefjum umræðurnar upp á annað stig, minnkum hávaðan. Verum kurteis við fólk en gagnrýnin á hugmyndir. Höfnum tröllum og tilraunir til að eyðileggja,“ skrifar Smári í niðurlagi innleggs síns.
Alþingi Tengdar fréttir Ekkert lát á vinsældum Pírata Mælast stærstir níunda mánuðinn í röð í nýrri könnun MMR. Framsókn bætir við sig fylgi. 14. desember 2015 11:16 Ásta Guðrún: „Að stjórna internetinu eins og að smala köttum“ Þingmaður Pírata gerði orð Eyglóar Harðardóttur ráðherra um að ræða þurfi takmörkun tjáningarfrelsisins umtalsefni á þingi í morgun. 27. nóvember 2015 11:16 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Sjá meira
Ekkert lát á vinsældum Pírata Mælast stærstir níunda mánuðinn í röð í nýrri könnun MMR. Framsókn bætir við sig fylgi. 14. desember 2015 11:16
Ásta Guðrún: „Að stjórna internetinu eins og að smala köttum“ Þingmaður Pírata gerði orð Eyglóar Harðardóttur ráðherra um að ræða þurfi takmörkun tjáningarfrelsisins umtalsefni á þingi í morgun. 27. nóvember 2015 11:16