Jenson Button skilinn Finnur Thorlacius skrifar 28. desember 2015 10:47 Jenson Button og Jessica Michibata meðan allt lék í lyndi. Formúlu 1 ökuþórinn Jenson Button hefur sagt skilið við eiginkonu sína, fyrirsætuna Jessica Michibata. Button og Michibata hafa ruglað saman reitum frá árinu 2009, en giftu sig þó ekki fyrr en í desember í fyrra. Það hjónaband dugði því ekki nema í eitt ár. Jessica Michibata er 31 árs og á ættir sínar bæði að rekja til Argentínu og Japan. Þetta ár hefur ekki verið Jenson Button gjöfult en allt keppnistímabilið í ár skilaði honum aðeins 16 stigum samtals á McLaren-Honda bílnum sem hann keppir á í Formúlu 1. Síðan varð Button fyrir því að brotist var inná heimili hans í sumar þar sem þjófar létu greipar sópa um eigur hans. Það er óskandi að komandi ár verði þessum breska ökuþór gjöfulla en það sem er nú að líða. Áður en Jenson Button kynntist Jessica Michibata var hann í tygjum við söngkonuna Louise Griffiths. Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent
Formúlu 1 ökuþórinn Jenson Button hefur sagt skilið við eiginkonu sína, fyrirsætuna Jessica Michibata. Button og Michibata hafa ruglað saman reitum frá árinu 2009, en giftu sig þó ekki fyrr en í desember í fyrra. Það hjónaband dugði því ekki nema í eitt ár. Jessica Michibata er 31 árs og á ættir sínar bæði að rekja til Argentínu og Japan. Þetta ár hefur ekki verið Jenson Button gjöfult en allt keppnistímabilið í ár skilaði honum aðeins 16 stigum samtals á McLaren-Honda bílnum sem hann keppir á í Formúlu 1. Síðan varð Button fyrir því að brotist var inná heimili hans í sumar þar sem þjófar létu greipar sópa um eigur hans. Það er óskandi að komandi ár verði þessum breska ökuþór gjöfulla en það sem er nú að líða. Áður en Jenson Button kynntist Jessica Michibata var hann í tygjum við söngkonuna Louise Griffiths.
Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent