Hreint Ísland Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. desember 2015 07:00 Að undanförnu hef ég spáð í að stofna framboð fyrir næstu þingkosningar. Pólítískt bakland „Hreins Íslands“ yrði á svipuðum slóðum og bakland Le Pen, Svíþjóðardemókrata og líklegs forsetaframbjóðanda sem nú þegar strýkur boga sínum yfir strengi fordóma, útlendingahaturs og hræðslu við hið óþekkta. Fólki af erlendum uppruna og Samfóistum yrði vísað úr landi eftir að eigur þeirra hefðu verið gerðar upptækar. Hið sama mun gilda um fólk með afbrigðileg nöfn samþykkt af mannanafnanefnd. Flugvallarlausir kaupstaðir skulu fá flugvelli í miðbæinn og allt gamalt verður friðað. Ímyndið ykkur þægindin sem felast í að lenda í Borgarnesi eða á Selfossi og fara beint í sund eða í Pulló. Til að tryggja lýðheilsu landsmanna yrði bannað að flytja inn erlend matvæli. Ísland fengi nýja stjórnarskrá þar sem önnur trúarbrögð en hin evangelíska lútherska kirkja yrðu bönnuð. Núverandi réttarkerfi yrði lagt niður og talsmenn feðraveldisins yrðu dómarar. Kosningaréttur og kjörgengi annarra en aldraðra og öryrkja yrði afnuminn. Ólafur Ragnar Grímsson yrði útnefndur eilífðarforseti. Þingmenn eftir andlát hans hefðu eingöngu það verkefni að túlka eldri ræður og yfirlýsingar leiðtogans til að leiða vilja hans í ljós. Óumflýjanlega hefði það í för með sér að lög yrðu sett á mánudegi, afnumin á þriðjudegi og á miðvikudegi myndi þingið neita því að hafa sett lög yfirhöfuð. Þegar kjörstaðir loka yrði rýtingurinn dreginn fram og rekinn í bak virkra í athugasemdum. Eftir að hafa sogað til sín allt rasistafylgi landsins yrði Hreint Ísland lagt niður. Hinir ungu þingmenn þess verða óháðir og leggja sitt af mörkum til að Ísland verði víðsýnt samfélag þar sem alls konar þrífst. Þannig kæru kjósendur, þegar fram sprettur popúlískt, þjóðernissinnað framboð að rúmu ári liðnu eru allar líkur að þar sé á ferð gangandi grínframboð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Óli Eiðsson Mannanöfn Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun
Að undanförnu hef ég spáð í að stofna framboð fyrir næstu þingkosningar. Pólítískt bakland „Hreins Íslands“ yrði á svipuðum slóðum og bakland Le Pen, Svíþjóðardemókrata og líklegs forsetaframbjóðanda sem nú þegar strýkur boga sínum yfir strengi fordóma, útlendingahaturs og hræðslu við hið óþekkta. Fólki af erlendum uppruna og Samfóistum yrði vísað úr landi eftir að eigur þeirra hefðu verið gerðar upptækar. Hið sama mun gilda um fólk með afbrigðileg nöfn samþykkt af mannanafnanefnd. Flugvallarlausir kaupstaðir skulu fá flugvelli í miðbæinn og allt gamalt verður friðað. Ímyndið ykkur þægindin sem felast í að lenda í Borgarnesi eða á Selfossi og fara beint í sund eða í Pulló. Til að tryggja lýðheilsu landsmanna yrði bannað að flytja inn erlend matvæli. Ísland fengi nýja stjórnarskrá þar sem önnur trúarbrögð en hin evangelíska lútherska kirkja yrðu bönnuð. Núverandi réttarkerfi yrði lagt niður og talsmenn feðraveldisins yrðu dómarar. Kosningaréttur og kjörgengi annarra en aldraðra og öryrkja yrði afnuminn. Ólafur Ragnar Grímsson yrði útnefndur eilífðarforseti. Þingmenn eftir andlát hans hefðu eingöngu það verkefni að túlka eldri ræður og yfirlýsingar leiðtogans til að leiða vilja hans í ljós. Óumflýjanlega hefði það í för með sér að lög yrðu sett á mánudegi, afnumin á þriðjudegi og á miðvikudegi myndi þingið neita því að hafa sett lög yfirhöfuð. Þegar kjörstaðir loka yrði rýtingurinn dreginn fram og rekinn í bak virkra í athugasemdum. Eftir að hafa sogað til sín allt rasistafylgi landsins yrði Hreint Ísland lagt niður. Hinir ungu þingmenn þess verða óháðir og leggja sitt af mörkum til að Ísland verði víðsýnt samfélag þar sem alls konar þrífst. Þannig kæru kjósendur, þegar fram sprettur popúlískt, þjóðernissinnað framboð að rúmu ári liðnu eru allar líkur að þar sé á ferð gangandi grínframboð.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun