Mazda MX-5 valinn bíll ársins í Japan Finnur Thorlacius skrifar 10. desember 2015 12:11 Mazda MX-5. Mazda MX-5 hefur verið valinn Bíll ársins í Japan 2015-2016. Mazda MX-5 er sjötta módelið af nýrri kynslóð Mazda bíla sem eru búnir hinni margverðlaunuðu SkyActiv vélartækni og hannaðir eftir KODO – Soul of Motion hugmyndafræðinni. Þessi létti og lipri, tveggja sæta sportbíll er með drif á afturhjólunum. Við endurhönnun Mazda MX-5 var lögð áhersla á akstursánægju en um leið tókst hönnuðum Mazda að létta bílinn um heil 100 kg. Í forgangi var þó jafnframt að aðgengi væri auðvelt og bíllinn væri praktískur fyrir daglegt líf. „Við erum afar stolt og þakklát og það er sannur heiður að Mazda MX-5 skuli hljóta þessi virtu verðlaun. Þessi verðlaun eru frábær innblástur til þess að halda áfram á þeirri braut sem við erum komin á. Við munum halda áfram að búa til bíla með frábæra aksturseiginleika og stefnan tekin á að verða hinn eini sanni bíll fyrir okkar viðskiptavini og að þeir muni leita aftur og aftur til okkar.“ sagði Masamichi Kogai, forstjóri Mazda við afhendingu verðlaunanna. Fréttir ársins 2015 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent
Mazda MX-5 hefur verið valinn Bíll ársins í Japan 2015-2016. Mazda MX-5 er sjötta módelið af nýrri kynslóð Mazda bíla sem eru búnir hinni margverðlaunuðu SkyActiv vélartækni og hannaðir eftir KODO – Soul of Motion hugmyndafræðinni. Þessi létti og lipri, tveggja sæta sportbíll er með drif á afturhjólunum. Við endurhönnun Mazda MX-5 var lögð áhersla á akstursánægju en um leið tókst hönnuðum Mazda að létta bílinn um heil 100 kg. Í forgangi var þó jafnframt að aðgengi væri auðvelt og bíllinn væri praktískur fyrir daglegt líf. „Við erum afar stolt og þakklát og það er sannur heiður að Mazda MX-5 skuli hljóta þessi virtu verðlaun. Þessi verðlaun eru frábær innblástur til þess að halda áfram á þeirri braut sem við erum komin á. Við munum halda áfram að búa til bíla með frábæra aksturseiginleika og stefnan tekin á að verða hinn eini sanni bíll fyrir okkar viðskiptavini og að þeir muni leita aftur og aftur til okkar.“ sagði Masamichi Kogai, forstjóri Mazda við afhendingu verðlaunanna.
Fréttir ársins 2015 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent