Ritstjóri segir lögmann fara vísvitandi með rangfærslur Jakob Bjarnar skrifar 10. desember 2015 16:34 Þær Steinunn Ólína og Kristrún Elsa eru ekki á eitt sáttar og vísar sú fyrrnefnda gagnrýni hinnar síðarnefndu til föðurhúsanna. Kristrún Elsa Harðardóttir skammast í Kvennablaðinu vegna umfjöllunar um albönsku fjölskylduna á Facebooksíðu sinni. Kristrún Elsa er héraðsdómslögmaður hjá Land og lögmenn og eigandi íslensku skjalagerðarinnar en hún vill meina að umfjöllun Kvennablaðsins undir fyrirsögninni „Myrkraverk Útlendingastofnunar náðist á myndband“, um flutning albanskrar fjölskyldu af landi brott sé óvægin, ófagmannleg og beinlínis röng. Fréttavefurinn mbl.is gerir sér mat úr Facebook-færslu lögmannsins. En þar kemur fram að Kristrún Elsa hafi starfað sem lögmaður hjá Útlendingastofnun við vinnslu hælismála og sé nú, sem sjálfstætt starfandi lögmaður, talsmaður hælisleitenda. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er ritstjóri Kvennablaðsins og henni er ekki skemmt. „Kristrún skilur ekki íslensku – „myrkraverk“ eru framin í skjóli nætur og í umfjöllun Kvennablaðsins er ekki orði minnst á að lögreglan sé „vond“ enda er lögreglan að fylgja fyrirmælum útlendingastofnunnar og finnur þetta ekki upp hjá sjálfri sér. Þannig að gagnrýni Kristrúnar er rugl,“ segir Steinunn Ólína í samtali við Vísi. Hún segir jafnframt að aðgerðir Útlendingastofnunar séu óvægnar, ófagmannlegar og rangar og vill skila því til föðurhúsanna; gagnrýni Kristrúnar Elsu sé ekki á rökum reist. Og Steinunn furðar sig jafnframt á því að þarna fari talsmaður hælisleitenda. „Ég sendi henni skilaboð sem ég vona að hún fái, svohljóðandi: Sæl Kristrún, í umfjöllun Kvennablaðsins sem þú gagnrýnir á mbl.is er ekki orði hallað á störf lögreglu í þessu tiltekna máli þannig að það er ekki ljóst hvað þér gengur til annað en að fara vísvitandi með rangfærslur sem varla er héraðsdómslögmanni sæmandi.“Mikið er þetta óvægin, ófagmannleg og beinlínis röng umfjöllun. Sjálf hef ég starfað beggja megin við borðið. Áður sem l...Posted by Kristrún Elsa Harðardóttir on 10. desember 2015 Flóttamenn Tengdar fréttir Segir albönsku fjölskylduna ekki hafa getað annað en unað niðurstöðunni „Svo átti hann ekkert að fá læknisþjónustu áfram nema að borga fyrir það á fullu verði,“ segir vinnuveitandi og vinur albanska fjölskylduföðursins sem sendur var úr landi í nótt með fjölskyldu sinni og langveikum syni. 10. desember 2015 14:31 Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnar Ólöf Nordal og ríkisstjórnin öll fordæmd vegna brottrekstrar barnafólks af landinu. 10. desember 2015 09:26 Albönsku fjölskyldurnar ákváðu að una niðurstöðu Útlendingastofnunar Drógu kærur sínar til kærunefndar útlendingamála til baka og báðu um flutning til baka til Albaníu. 10. desember 2015 12:58 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Kristrún Elsa Harðardóttir skammast í Kvennablaðinu vegna umfjöllunar um albönsku fjölskylduna á Facebooksíðu sinni. Kristrún Elsa er héraðsdómslögmaður hjá Land og lögmenn og eigandi íslensku skjalagerðarinnar en hún vill meina að umfjöllun Kvennablaðsins undir fyrirsögninni „Myrkraverk Útlendingastofnunar náðist á myndband“, um flutning albanskrar fjölskyldu af landi brott sé óvægin, ófagmannleg og beinlínis röng. Fréttavefurinn mbl.is gerir sér mat úr Facebook-færslu lögmannsins. En þar kemur fram að Kristrún Elsa hafi starfað sem lögmaður hjá Útlendingastofnun við vinnslu hælismála og sé nú, sem sjálfstætt starfandi lögmaður, talsmaður hælisleitenda. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er ritstjóri Kvennablaðsins og henni er ekki skemmt. „Kristrún skilur ekki íslensku – „myrkraverk“ eru framin í skjóli nætur og í umfjöllun Kvennablaðsins er ekki orði minnst á að lögreglan sé „vond“ enda er lögreglan að fylgja fyrirmælum útlendingastofnunnar og finnur þetta ekki upp hjá sjálfri sér. Þannig að gagnrýni Kristrúnar er rugl,“ segir Steinunn Ólína í samtali við Vísi. Hún segir jafnframt að aðgerðir Útlendingastofnunar séu óvægnar, ófagmannlegar og rangar og vill skila því til föðurhúsanna; gagnrýni Kristrúnar Elsu sé ekki á rökum reist. Og Steinunn furðar sig jafnframt á því að þarna fari talsmaður hælisleitenda. „Ég sendi henni skilaboð sem ég vona að hún fái, svohljóðandi: Sæl Kristrún, í umfjöllun Kvennablaðsins sem þú gagnrýnir á mbl.is er ekki orði hallað á störf lögreglu í þessu tiltekna máli þannig að það er ekki ljóst hvað þér gengur til annað en að fara vísvitandi með rangfærslur sem varla er héraðsdómslögmanni sæmandi.“Mikið er þetta óvægin, ófagmannleg og beinlínis röng umfjöllun. Sjálf hef ég starfað beggja megin við borðið. Áður sem l...Posted by Kristrún Elsa Harðardóttir on 10. desember 2015
Flóttamenn Tengdar fréttir Segir albönsku fjölskylduna ekki hafa getað annað en unað niðurstöðunni „Svo átti hann ekkert að fá læknisþjónustu áfram nema að borga fyrir það á fullu verði,“ segir vinnuveitandi og vinur albanska fjölskylduföðursins sem sendur var úr landi í nótt með fjölskyldu sinni og langveikum syni. 10. desember 2015 14:31 Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnar Ólöf Nordal og ríkisstjórnin öll fordæmd vegna brottrekstrar barnafólks af landinu. 10. desember 2015 09:26 Albönsku fjölskyldurnar ákváðu að una niðurstöðu Útlendingastofnunar Drógu kærur sínar til kærunefndar útlendingamála til baka og báðu um flutning til baka til Albaníu. 10. desember 2015 12:58 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Segir albönsku fjölskylduna ekki hafa getað annað en unað niðurstöðunni „Svo átti hann ekkert að fá læknisþjónustu áfram nema að borga fyrir það á fullu verði,“ segir vinnuveitandi og vinur albanska fjölskylduföðursins sem sendur var úr landi í nótt með fjölskyldu sinni og langveikum syni. 10. desember 2015 14:31
Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnar Ólöf Nordal og ríkisstjórnin öll fordæmd vegna brottrekstrar barnafólks af landinu. 10. desember 2015 09:26
Albönsku fjölskyldurnar ákváðu að una niðurstöðu Útlendingastofnunar Drógu kærur sínar til kærunefndar útlendingamála til baka og báðu um flutning til baka til Albaníu. 10. desember 2015 12:58
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent