Körfubolti

Sjáið Jón Arnór tala spænskuna reiprennandi | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson.
Jón Arnór Stefánsson. Mynd/Heimasíða Valencia
Jón Arnór Stefánsson gekk í dag frá samningi við spænska liðið Valencia út þetta tímabil en hann gerði fyrst þriggja mánaða samning við félagið eftir Evrópumótið í haust.

Jón Arnór var í viðtali á heimasíðu Valencia í dag þar sem hann talar um ánægju sína með að fá að klára tímabilið með liðinu. Það er hægt að lesa það viðtal hér fyrir þá sem kunna spænskuna.

Jón Arnór er að standa sig vel þann tíma sem hann spilar enda frábær liðsmaður og mjög góður varnarmaður. Jón Arnór er líka kominn með mikla reynslu af því að spila í spænsku deildinni.

Valencia hefur unnið alla átján leiki tímabilsins, níu í spænsku deildinni og níu í Evrópukeppninni. Það er því ekki hægt að kvarta mikið yfir fyrstu mánuðum íslenska landsliðsmannsins hjá Valencia Basket.

Jón Arnór hefur skorað 7 stig að meðaltali á 13 mínútum í leik í spænsku deildinni og er með 6,4 stig og 2,1 stoðsendingu að meðaltali á 17,3 mínútum í Evrópukeppninni.

Næsti leikur Valencia er í spænsku deildinni á móti Montakit Fuenlabrada á laugardaginn.

Jón Arnór er búinn að spila á Spáni í sjö ár og hann er farinn að tala spænskuna vel og hér fyrir neðan má sjá viðtal sem var tekið við hann í tilefni af samningnum.

JON STEFANSSONCAS | “Quería continuar luchando por estos colores”http://bit.ly/1OTdhVLVAL | “Volia continuar...

Posted by Valencia Basket Club on 10. desember 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×