„Ég er birtingarmynd málsins“ Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2015 18:15 „Ég held að fólk haldi greinilega að ég hafi miklu meiri aðkomu að málinu en ég hef og kannski af því að það er svo stutt síðan ráðuneytið hafði úrskurðarvaldið, sem það hefur ekki lengur. Þannig að ég er birtingarmynd málsins, jafnvel þótt að ég hafi ekki getað haft nein áhrif á það.“ Þetta segir Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, um þá ákvörðun Útlendingastofnunar að vísa 27 einstaklingum frá Íslandi í nótt og í morgun. Um var að ræða fimm fjölskyldur; þrjár frá Makedóníu og tvær frá Albaníu. Fjölskyldurnar frá Albaníu hafa vakið hvað mesta athygli, en í báðum þeirra eru veik börn. Ólöf segist ekki hafa haft beina aðkomu að málinu og það hafi ekki farið fyrir kærunefnd útlendingamála.Sjá einnig: Albönsku fjölskyldurnar ákváðu að una niðurstöðu Útlendingastofnunar „Það sem ég get gert er að fara yfir það hvort að með einhverjum hætti sé hægt að bæta úr framkvæmdinni. Svo getum við alltaf rætt það hvort að reglurnar séu eins og þær eigi að vera og svo framvegis.“ Báðar albönsku fjölskyldurnar sem voru sendar úr landi í nótt höfðu ákveðið að una við ákvörðun Útlendingastofnunar um synjun á hæli og höfðu dregið til baka kærur sínar til kærunefndar útlendingamála.Sjá einnig: Segir albönsku fjölskylduna ekki hafa getað annað en unað niðurstöðunni „Ég hef ekki beina aðkomu að málinu og ég held að það hafi verið samstaða um það að það sé ekki æskilegt að stjórnmálamenn séu með tilviljanakenndum ákvörðunum að gera það.“Erfiðar ákvarðanir Ólöf hefur ekki séð rökstuðning Útlendingastofnunar í málum veiku barnanna tveggja sem voru flutt af landi brott í nótt. Hún segist hafa fylgst með þessu máli í fréttum og hún geri sér grein fyrir því að þetta séu ekki auðveldar ákvarðanir fyrir starfsmenn Útlendingastofnunar að taka. „Ég held að það skipti máli að koma því til skila að þetta eru erfið mál fyrir alla. Þetta eru einstaklingar í viðkvæmri stöðu og við skiljum það öll.“ Lögfræðingar fjölskyldnanna hafa bent á að þau hefðu alveg eins átt von á því að þær fengju dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Ólöf segist ekki geta sagt til um það með afgerandi hætti hvort það hafi reynt á það gagnvart börnunum. Þar sem þessi mál koma ekki inn á hennar borð og hún þekkir þau ekki til hlítar.Undirskriftasöfnun hefur verið sett af stað þar sem farið er fram á að Ólöf Nordal segi af sér vegna málsins. Þegar þetta er skrifað hafa tæplega 4.500 manns skrifað undir hana.Stutt síðan ráðuneytið hafði úrskurðarvaldið „Ég held að fólk haldi greinilega að ég hafi miklu meiri aðkomu að málinu en ég hef og kannski af því að það er svo stutt síðan ráðuneytið hafði úrskurðarvaldið, sem það hefur ekki lengur. Þannig að ég er birtingarmynd málsins, jafnvel þótt að ég hafi ekki getað haft nein áhrif á það.“ Ólöf segist skilja þessar tilfinningar. „Við erum öll manneskjur og ég skil það. Mér finnst vont að lesa það að ég sé ómanneskjuleg og að ég hafi engar tilfinningar gagnvart þessu fólki. Það er ekki þannig. Við verðum samt að gera hlutina með réttum hætti.“ Hún ætlar að skoða þetta mál nánar og segir að eflaust megi læra af því. „Ég held að við þurfum að gera betur í því að byggja upp traust á milli þeirra stofnana sem að taka þessar þungu ákvarðanir og síðan almennings sem að horfir á og verður óttasleginn og finnur til með fólkinu. Við þurfum að gera betur þarna. Ég sé það og tek undir það.“ Flóttamenn Tengdar fréttir „Lögin heimila fólki ekki að koma hingað og leita að betra lífi“ Minnst 23 voru fluttir til Albaníu og Makedóníu í nótt. 10. desember 2015 11:17 Fleiri hælisleitendur frá Albaníu en Sýrlandi Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að mál albönsku fjölskyldunnar þurfi að fá sína meðferð í kerfinu. 21. október 2015 19:11 Lítill drengur með alvarlegan hjartagalla sendur aftur til Albaníu Hjón með þriggja ára dóttur og ársgamlan son með alvarlegan hjartagalla eru í hópi Albana og fólks frá Makedóníu sem Útlendingastofnun ætlar að senda úr landi annað kvöld. 9. desember 2015 20:15 Ritstjóri segir lögmann fara vísvitandi með rangfærslur Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir vísar gagnrýni Kristrúnar Elsu Harðardóttur til föðurhúsanna og telur málflutning hennar ekki sæmandi. 10. desember 2015 16:34 Segir albönsku fjölskylduna ekki hafa getað annað en unað niðurstöðunni „Svo átti hann ekkert að fá læknisþjónustu áfram nema að borga fyrir það á fullu verði,“ segir vinnuveitandi og vinur albanska fjölskylduföðursins sem sendur var úr landi í nótt með fjölskyldu sinni og langveikum syni. 10. desember 2015 14:31 Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnar Ólöf Nordal og ríkisstjórnin öll fordæmd vegna brottrekstrar barnafólks af landinu. 10. desember 2015 09:26 Albönsku fjölskyldurnar ákváðu að una niðurstöðu Útlendingastofnunar Drógu kærur sínar til kærunefndar útlendingamála til baka og báðu um flutning til baka til Albaníu. 10. desember 2015 12:58 Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
„Ég held að fólk haldi greinilega að ég hafi miklu meiri aðkomu að málinu en ég hef og kannski af því að það er svo stutt síðan ráðuneytið hafði úrskurðarvaldið, sem það hefur ekki lengur. Þannig að ég er birtingarmynd málsins, jafnvel þótt að ég hafi ekki getað haft nein áhrif á það.“ Þetta segir Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, um þá ákvörðun Útlendingastofnunar að vísa 27 einstaklingum frá Íslandi í nótt og í morgun. Um var að ræða fimm fjölskyldur; þrjár frá Makedóníu og tvær frá Albaníu. Fjölskyldurnar frá Albaníu hafa vakið hvað mesta athygli, en í báðum þeirra eru veik börn. Ólöf segist ekki hafa haft beina aðkomu að málinu og það hafi ekki farið fyrir kærunefnd útlendingamála.Sjá einnig: Albönsku fjölskyldurnar ákváðu að una niðurstöðu Útlendingastofnunar „Það sem ég get gert er að fara yfir það hvort að með einhverjum hætti sé hægt að bæta úr framkvæmdinni. Svo getum við alltaf rætt það hvort að reglurnar séu eins og þær eigi að vera og svo framvegis.“ Báðar albönsku fjölskyldurnar sem voru sendar úr landi í nótt höfðu ákveðið að una við ákvörðun Útlendingastofnunar um synjun á hæli og höfðu dregið til baka kærur sínar til kærunefndar útlendingamála.Sjá einnig: Segir albönsku fjölskylduna ekki hafa getað annað en unað niðurstöðunni „Ég hef ekki beina aðkomu að málinu og ég held að það hafi verið samstaða um það að það sé ekki æskilegt að stjórnmálamenn séu með tilviljanakenndum ákvörðunum að gera það.“Erfiðar ákvarðanir Ólöf hefur ekki séð rökstuðning Útlendingastofnunar í málum veiku barnanna tveggja sem voru flutt af landi brott í nótt. Hún segist hafa fylgst með þessu máli í fréttum og hún geri sér grein fyrir því að þetta séu ekki auðveldar ákvarðanir fyrir starfsmenn Útlendingastofnunar að taka. „Ég held að það skipti máli að koma því til skila að þetta eru erfið mál fyrir alla. Þetta eru einstaklingar í viðkvæmri stöðu og við skiljum það öll.“ Lögfræðingar fjölskyldnanna hafa bent á að þau hefðu alveg eins átt von á því að þær fengju dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Ólöf segist ekki geta sagt til um það með afgerandi hætti hvort það hafi reynt á það gagnvart börnunum. Þar sem þessi mál koma ekki inn á hennar borð og hún þekkir þau ekki til hlítar.Undirskriftasöfnun hefur verið sett af stað þar sem farið er fram á að Ólöf Nordal segi af sér vegna málsins. Þegar þetta er skrifað hafa tæplega 4.500 manns skrifað undir hana.Stutt síðan ráðuneytið hafði úrskurðarvaldið „Ég held að fólk haldi greinilega að ég hafi miklu meiri aðkomu að málinu en ég hef og kannski af því að það er svo stutt síðan ráðuneytið hafði úrskurðarvaldið, sem það hefur ekki lengur. Þannig að ég er birtingarmynd málsins, jafnvel þótt að ég hafi ekki getað haft nein áhrif á það.“ Ólöf segist skilja þessar tilfinningar. „Við erum öll manneskjur og ég skil það. Mér finnst vont að lesa það að ég sé ómanneskjuleg og að ég hafi engar tilfinningar gagnvart þessu fólki. Það er ekki þannig. Við verðum samt að gera hlutina með réttum hætti.“ Hún ætlar að skoða þetta mál nánar og segir að eflaust megi læra af því. „Ég held að við þurfum að gera betur í því að byggja upp traust á milli þeirra stofnana sem að taka þessar þungu ákvarðanir og síðan almennings sem að horfir á og verður óttasleginn og finnur til með fólkinu. Við þurfum að gera betur þarna. Ég sé það og tek undir það.“
Flóttamenn Tengdar fréttir „Lögin heimila fólki ekki að koma hingað og leita að betra lífi“ Minnst 23 voru fluttir til Albaníu og Makedóníu í nótt. 10. desember 2015 11:17 Fleiri hælisleitendur frá Albaníu en Sýrlandi Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að mál albönsku fjölskyldunnar þurfi að fá sína meðferð í kerfinu. 21. október 2015 19:11 Lítill drengur með alvarlegan hjartagalla sendur aftur til Albaníu Hjón með þriggja ára dóttur og ársgamlan son með alvarlegan hjartagalla eru í hópi Albana og fólks frá Makedóníu sem Útlendingastofnun ætlar að senda úr landi annað kvöld. 9. desember 2015 20:15 Ritstjóri segir lögmann fara vísvitandi með rangfærslur Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir vísar gagnrýni Kristrúnar Elsu Harðardóttur til föðurhúsanna og telur málflutning hennar ekki sæmandi. 10. desember 2015 16:34 Segir albönsku fjölskylduna ekki hafa getað annað en unað niðurstöðunni „Svo átti hann ekkert að fá læknisþjónustu áfram nema að borga fyrir það á fullu verði,“ segir vinnuveitandi og vinur albanska fjölskylduföðursins sem sendur var úr landi í nótt með fjölskyldu sinni og langveikum syni. 10. desember 2015 14:31 Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnar Ólöf Nordal og ríkisstjórnin öll fordæmd vegna brottrekstrar barnafólks af landinu. 10. desember 2015 09:26 Albönsku fjölskyldurnar ákváðu að una niðurstöðu Útlendingastofnunar Drógu kærur sínar til kærunefndar útlendingamála til baka og báðu um flutning til baka til Albaníu. 10. desember 2015 12:58 Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
„Lögin heimila fólki ekki að koma hingað og leita að betra lífi“ Minnst 23 voru fluttir til Albaníu og Makedóníu í nótt. 10. desember 2015 11:17
Fleiri hælisleitendur frá Albaníu en Sýrlandi Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að mál albönsku fjölskyldunnar þurfi að fá sína meðferð í kerfinu. 21. október 2015 19:11
Lítill drengur með alvarlegan hjartagalla sendur aftur til Albaníu Hjón með þriggja ára dóttur og ársgamlan son með alvarlegan hjartagalla eru í hópi Albana og fólks frá Makedóníu sem Útlendingastofnun ætlar að senda úr landi annað kvöld. 9. desember 2015 20:15
Ritstjóri segir lögmann fara vísvitandi með rangfærslur Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir vísar gagnrýni Kristrúnar Elsu Harðardóttur til föðurhúsanna og telur málflutning hennar ekki sæmandi. 10. desember 2015 16:34
Segir albönsku fjölskylduna ekki hafa getað annað en unað niðurstöðunni „Svo átti hann ekkert að fá læknisþjónustu áfram nema að borga fyrir það á fullu verði,“ segir vinnuveitandi og vinur albanska fjölskylduföðursins sem sendur var úr landi í nótt með fjölskyldu sinni og langveikum syni. 10. desember 2015 14:31
Mikil reiði og örvænting vegna albönsku fjölskyldunnar Ólöf Nordal og ríkisstjórnin öll fordæmd vegna brottrekstrar barnafólks af landinu. 10. desember 2015 09:26
Albönsku fjölskyldurnar ákváðu að una niðurstöðu Útlendingastofnunar Drógu kærur sínar til kærunefndar útlendingamála til baka og báðu um flutning til baka til Albaníu. 10. desember 2015 12:58