Framleiðslu McLaren P1 lokið Finnur Thorlacius skrifar 11. desember 2015 09:59 McLaren P1 er enginn venjulegur gripur. Breski sportbílaframleiðandinn McLaren hefur framleitt alla þá 375 McLaren P1 bíla sem upphaflega stóð til að framleiða. Allir þessir 375 bílar voru seldir áður en að framleiðslu þeirra kom árið 2013 og nú er verið að afhenda síðustu bílana af þessari gerð. McLaren P1 er enginn venjulegur bíll heldur sannkallaður ofurbíll. Hann er bæði knúinn brunavél og rafmótorum og það ekki af minni gerðinni því samtals skilar þessi aflrás 903 hestöflum. Það dugar þessum bíl að komast í 100 á 2,8 sekúndum og 200 á 6,8 sekúndum. McLaren P1 er heldur ekki sérlega ódýr bíll því hann kostar 1.030.000 evrur, eða um 146 milljónir króna. Því hafa kaupendur þessara 375 bíla greitt McLaren 55 milljarða króna og líklega talsvert meira þar sem flestir þeirra voru pantaðir með ýmsum aukahlutum og þeir persónugerðir fyrir hvern og einn kaupanda. Engir tveir af þessum 375 bílum eru eins, allir kaupendur þeirra létu McLaren breyta sínu eintaki eftir eigin höfði. Flestir af þessum 375 bílum seldust til N- og S-Ameríku, eða 34% þeirra, en 27% fóru til Asíu, 26% til Evrópu og 13% til miðausturlanda og Afríku. Framleiðsla hvers bíls tók 17 daga og 800 vinnutíma og aðeins einn bíll kláraðist á hverjum degi í verksmiðjum McLaren í Woking í Bretlandi. Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent
Breski sportbílaframleiðandinn McLaren hefur framleitt alla þá 375 McLaren P1 bíla sem upphaflega stóð til að framleiða. Allir þessir 375 bílar voru seldir áður en að framleiðslu þeirra kom árið 2013 og nú er verið að afhenda síðustu bílana af þessari gerð. McLaren P1 er enginn venjulegur bíll heldur sannkallaður ofurbíll. Hann er bæði knúinn brunavél og rafmótorum og það ekki af minni gerðinni því samtals skilar þessi aflrás 903 hestöflum. Það dugar þessum bíl að komast í 100 á 2,8 sekúndum og 200 á 6,8 sekúndum. McLaren P1 er heldur ekki sérlega ódýr bíll því hann kostar 1.030.000 evrur, eða um 146 milljónir króna. Því hafa kaupendur þessara 375 bíla greitt McLaren 55 milljarða króna og líklega talsvert meira þar sem flestir þeirra voru pantaðir með ýmsum aukahlutum og þeir persónugerðir fyrir hvern og einn kaupanda. Engir tveir af þessum 375 bílum eru eins, allir kaupendur þeirra létu McLaren breyta sínu eintaki eftir eigin höfði. Flestir af þessum 375 bílum seldust til N- og S-Ameríku, eða 34% þeirra, en 27% fóru til Asíu, 26% til Evrópu og 13% til miðausturlanda og Afríku. Framleiðsla hvers bíls tók 17 daga og 800 vinnutíma og aðeins einn bíll kláraðist á hverjum degi í verksmiðjum McLaren í Woking í Bretlandi.
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent