Gunnar og Conor náðu vigt í brjálaðri stemningu | Myndband Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. desember 2015 23:45 Gunnar var hrikalega flottur á vigtinni í kvöld. vísir/getty Það var algjörlega geggjuð stemning í MGM Grand Garden Arena í kvöld er Írarnir tóku aftur yfir þennan sögufræga sal. Þá fór vigtun fram fyrir UFC 194 og það er líklega búin að vera loftbrú frá Írlandi til Las Vegas í allan dag því fjöldi Íra margfaldaðist í dag og þeir gjörsamlega áttu húsið í kvöld er þeirra menn, Conor McGregor og Gunnar Nelson, stigu á vigtina. Gunnar Nelson þurfti að missa tæp þrjú kíló í dag og hefur verið í heitu baði og öðru slíku síðan í morgun. Gunnar náði vigtinni rétt eins og venjulega. Bæði hann og Maia voru 77 kg. Conor McGregor er þekktur fyrir að þurfa að missa mörg kíló og er oft ansi ófrýnilegur á þessum degi. Þjálfarinn hans, John Kavanagh, sagði á Twitter í dag að niðurskurðurinn hefði aldrei verið eins auðveldur og núna. Það gekk eftir og allt annað að sjá Conor en á síðustu vigtunum. Þegar kapparnir voru búnir að vigta sig þá þurftu þeir að horfast í augu í síðasta skipti þar til þeir mæta í búrið aðra nótt. Munaði minnstu að Conor og Jose Aldo hæfu bardaginn sinn í kvöld en Dana White, forseti UFC, náði að skilja þá að. Hægt er að horfa á alla vigtunina hér fyrir neðan. Gunnar Nelson kom á undan inn í salinn og hans vigtun hefst eftir 20 mínútur og 50 sekúndur í myndbandinu hér fyrir neðan. MMA Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira
Það var algjörlega geggjuð stemning í MGM Grand Garden Arena í kvöld er Írarnir tóku aftur yfir þennan sögufræga sal. Þá fór vigtun fram fyrir UFC 194 og það er líklega búin að vera loftbrú frá Írlandi til Las Vegas í allan dag því fjöldi Íra margfaldaðist í dag og þeir gjörsamlega áttu húsið í kvöld er þeirra menn, Conor McGregor og Gunnar Nelson, stigu á vigtina. Gunnar Nelson þurfti að missa tæp þrjú kíló í dag og hefur verið í heitu baði og öðru slíku síðan í morgun. Gunnar náði vigtinni rétt eins og venjulega. Bæði hann og Maia voru 77 kg. Conor McGregor er þekktur fyrir að þurfa að missa mörg kíló og er oft ansi ófrýnilegur á þessum degi. Þjálfarinn hans, John Kavanagh, sagði á Twitter í dag að niðurskurðurinn hefði aldrei verið eins auðveldur og núna. Það gekk eftir og allt annað að sjá Conor en á síðustu vigtunum. Þegar kapparnir voru búnir að vigta sig þá þurftu þeir að horfast í augu í síðasta skipti þar til þeir mæta í búrið aðra nótt. Munaði minnstu að Conor og Jose Aldo hæfu bardaginn sinn í kvöld en Dana White, forseti UFC, náði að skilja þá að. Hægt er að horfa á alla vigtunina hér fyrir neðan. Gunnar Nelson kom á undan inn í salinn og hans vigtun hefst eftir 20 mínútur og 50 sekúndur í myndbandinu hér fyrir neðan.
MMA Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum