Ákvæði útlendingalaga alltof þröng og ströng Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 12. desember 2015 07:00 Unnur Brá vonar að frumvarp um ný útlendingalög verði brátt tekin fyrir á þingi. Fréttablaðið/Vilhelm „Þú þarft að vera annaðhvort sérfræðingur eða flóttamaður frá Sýrlandi til að fá hæli hér,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Unnur Brá segir hælisleitendakerfið hafa verið búið til fyrir fólk í neyð. Þeir einstaklingar sem leiti að betra lífi og vilji vinna eigi að geta óskað eftir því að dvelja hér á öðrum grundvelli. „Ákvæði laganna okkar eru alltof þröng.“ Unnur Brá segir þverpólitíska þingmannanefnd skipaða af innanríkisráðherra hafa skilað af sér drögum að frumvarpi til nýrra laga um útlendingamál. Frumvarpið fjölgi þeim leiðum sem hægt er að fara til að sækja um leyfi til dvalar á Íslandi og mannúð verði í fyrirrúmi. „Þetta eru mikilvægar breytingar. Við erum að laga löggjöfina. Neyðarkerfið á að vera fyrir þá sem eru í sárri neyð,“ segir Unnur Brá og bætir við að ekki gangi að hafa stofnanir uppteknar við að afgreiða umsóknir frá fólki sem augljóslega fái neitun. Hún segir fólk hafa aðrar leiðir til að koma til Íslands, en þær séu of strangar. „Leiðirnar til að fá atvinnuleyfi eru til dæmis of þröngar. Það skýrist af ýmsu. Verkalýðshreyfingin hefur verið með mikla fyrirvara á að rýmka ákvæði fyrir fólk sem vill koma hingað til að vinna.“Ólína Þorvarðardóttir segir ekki góðan brag á fjárhagssambandi Útlendingastofnunar og Rauða Krossins.Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gerði málefni flóttamanna að umtalsefni á Alþingi í gær. Hún vill stofnun umboðsmanns flóttamanna. „Það er alveg greinilegt að Útlendingastofnun hefur ekki hagsmuni flóttamanna að leiðarljósi. Hún hefur bara það lögbundna hlutverk að úrskurða í þessum málum,“ segir Ólína og bendir á að Útlendingastofnun greiði Rauða krossinum til að gæta hagsmuna flóttamanna og hælisleitenda. „Og það er ekki nógu góður bragur á því. Það er ekki æskilegt að úrskurðaraðili hafi fjárhagssamband við góðgerðarsamtök. Ég efast þó ekki um þá starfsmenn sem gegna lögmannsstörfum fyrir Rauða krossinn en held það sé einfaldlega til bóta að standa betur að þessum málum. Ég held að ef við ætlum að gera þetta almennilega þá verðum við að hafa hér stofnun sem hefur það eina hlutverk að gæta hagsmuna hælisleitenda og flóttamanna. Það er núna verið að hugsa um móttökustöð, það væri hægt að taka þessa hugmynd með í það starf,“ segir Ólína. Flóttamenn Tengdar fréttir Aðstæður í Albaníu óboðlegar börnum Brottvísun tveggja albanskra fjölskyldna hefur vakið mikla reiði í samfélaginu síðastliðinn sólarhring. Sérstaklega vegna veikinda tveggja ungra drengja. Í annað sinn á hálfu ári er flugvél leigð undir hóp albanskra hælisleitenda til að senda þá úr landi. 11. desember 2015 14:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Þú þarft að vera annaðhvort sérfræðingur eða flóttamaður frá Sýrlandi til að fá hæli hér,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Unnur Brá segir hælisleitendakerfið hafa verið búið til fyrir fólk í neyð. Þeir einstaklingar sem leiti að betra lífi og vilji vinna eigi að geta óskað eftir því að dvelja hér á öðrum grundvelli. „Ákvæði laganna okkar eru alltof þröng.“ Unnur Brá segir þverpólitíska þingmannanefnd skipaða af innanríkisráðherra hafa skilað af sér drögum að frumvarpi til nýrra laga um útlendingamál. Frumvarpið fjölgi þeim leiðum sem hægt er að fara til að sækja um leyfi til dvalar á Íslandi og mannúð verði í fyrirrúmi. „Þetta eru mikilvægar breytingar. Við erum að laga löggjöfina. Neyðarkerfið á að vera fyrir þá sem eru í sárri neyð,“ segir Unnur Brá og bætir við að ekki gangi að hafa stofnanir uppteknar við að afgreiða umsóknir frá fólki sem augljóslega fái neitun. Hún segir fólk hafa aðrar leiðir til að koma til Íslands, en þær séu of strangar. „Leiðirnar til að fá atvinnuleyfi eru til dæmis of þröngar. Það skýrist af ýmsu. Verkalýðshreyfingin hefur verið með mikla fyrirvara á að rýmka ákvæði fyrir fólk sem vill koma hingað til að vinna.“Ólína Þorvarðardóttir segir ekki góðan brag á fjárhagssambandi Útlendingastofnunar og Rauða Krossins.Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gerði málefni flóttamanna að umtalsefni á Alþingi í gær. Hún vill stofnun umboðsmanns flóttamanna. „Það er alveg greinilegt að Útlendingastofnun hefur ekki hagsmuni flóttamanna að leiðarljósi. Hún hefur bara það lögbundna hlutverk að úrskurða í þessum málum,“ segir Ólína og bendir á að Útlendingastofnun greiði Rauða krossinum til að gæta hagsmuna flóttamanna og hælisleitenda. „Og það er ekki nógu góður bragur á því. Það er ekki æskilegt að úrskurðaraðili hafi fjárhagssamband við góðgerðarsamtök. Ég efast þó ekki um þá starfsmenn sem gegna lögmannsstörfum fyrir Rauða krossinn en held það sé einfaldlega til bóta að standa betur að þessum málum. Ég held að ef við ætlum að gera þetta almennilega þá verðum við að hafa hér stofnun sem hefur það eina hlutverk að gæta hagsmuna hælisleitenda og flóttamanna. Það er núna verið að hugsa um móttökustöð, það væri hægt að taka þessa hugmynd með í það starf,“ segir Ólína.
Flóttamenn Tengdar fréttir Aðstæður í Albaníu óboðlegar börnum Brottvísun tveggja albanskra fjölskyldna hefur vakið mikla reiði í samfélaginu síðastliðinn sólarhring. Sérstaklega vegna veikinda tveggja ungra drengja. Í annað sinn á hálfu ári er flugvél leigð undir hóp albanskra hælisleitenda til að senda þá úr landi. 11. desember 2015 14:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Aðstæður í Albaníu óboðlegar börnum Brottvísun tveggja albanskra fjölskyldna hefur vakið mikla reiði í samfélaginu síðastliðinn sólarhring. Sérstaklega vegna veikinda tveggja ungra drengja. Í annað sinn á hálfu ári er flugvél leigð undir hóp albanskra hælisleitenda til að senda þá úr landi. 11. desember 2015 14:00