Haukar aftur á sigurbraut | Fimmta tap Stjörnunnar í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. desember 2015 18:45 Helena fór fyrir Haukakonum í leiknum gegn Grindavík. vísir/anton Helena Sverrisdóttir var með 26 stig, 12 fráköst, fjórar stoðsendingar og fimm stolna bolta þegar Haukar unnu öruggan sigur á Grindavík, 59-78, í Domino's deild kvenna í körfubolta í dag. Haukar skoruðu alls 11 þriggja stiga körfur í leiknum í dag en Auður Íris Ólafsdóttir gerði fimm þeirra úr aðeins sjö skotum. Á meðan hittu Grindvíkingar aðeins úr fjórum af 15 þriggja stiga tilraunum sínum. Haukum gekk vel að halda Whitney Fraizer niðri en hún þurfti 16 skot til að skora þau 17 stig sem hún endaði með. Grindavík leiddi með einu stigi eftir 1. leikhluta, 16-15, en Haukar tóku völdin í 2. leikhluta þar sem þeir fengu aðeins á sig 11 stig. Sjö stigum munaði á liðunum í hálfleik, 27-34, en Haukararnir kláruðu svo dæmið í 3. leikhluta sem þeir unnu 27-17. Á endanum munaði 19 stigum á liðunum, 59-78. Helena var stigahæst í liði Hauka með 26 stig en hún nýtti átta af 13 skotum sínum utan af velli. Auður Íris kom næst með 15 stig og þá skoraði Pálína Gunnlaugsdóttir 14 stig og tók 13 fráköst. Fraizer skoraði mest fyrir Grindavík, eða 17 stig. Petrúnella Skúladóttir kom næst með 12 stig.Tölfræði leiks: Grindavík-Haukar 59-78 (16-15, 11-19, 17-27, 15-17)Grindavík: Whitney Michelle Frazier 17/8 fráköst/5 stolnir, Petrúnella Skúladóttir 12, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 10/10 fráköst, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 6/7 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 5, Íris Sverrisdóttir 4/5 fráköst, Helga Einarsdóttir 4, Hrund Skuladóttir 1, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 0, Angela Björg Steingrímsdóttir 0, Ólöf Rún Óladóttir 0, Halla Emilía Garðarsdóttir 0.Haukar: Helena Sverrisdóttir 26/12 fráköst/5 stolnir, Auður Íris Ólafsdóttir 15, Pálína María Gunnlaugsdóttir 14/13 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 6, Sólrún Inga Gísladóttir 6, María Lind Sigurðardóttir 5, Þóra Kristín Jónsdóttir 2, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 2/5 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 2/5 fráköst, Hanna Þráinsdóttir 0, Rósa Björk Pétursdóttir 0, Dýrfinna Arnardóttir 0.Valur vann sinn annan leik í röð í dag.vísir/vilhelmStjarnan tapaði sínum fimmta leik í röð þegar liðið sótti Val heim. Lokatölur 78-64, Valskonum í vil. Karisma Chapman átti afbragðs góðan leik í liði Vals; skoraði 24 stig, tók 17 fráköst, gaf átta stoðsendingar og stal boltanum sex sinnum. Ragna Margrét Brynjarsdóttir stóð upp úr í liði Garðbæinga með 24 stig, 12 fráköst og fimm varin skot. Stjarnan er án Chelsie Schweers þessa dagana en hún er meidd. Sex stigum munaði á liðunum í hálfleik, 40-34, en 3. leikhlutinn var eign Vals. Heimakonur unnu hann 21-13 og fóru með 14 stiga forskot inn í lokaleikhlutann. Sami munur var á liðunum þegar lokaflautið gall. Lokatölur 78-64, Val í vil. Chapman var stigahæst í liði Vals með 24 stig en Hallveig Jónsdóttir kom næst með 17 stig. Ragna Margrét var atkvæðamest í liði Stjörnunnar með 24 stig, en Bryndís Hanna Hreinsdóttir kom næst með 16 stig. Margrét Kara Sturludóttir skoraði 14 stig, tók níu fráköst og gaf sex stoðsendingar en hún tapaði boltanum 12 sinnum.Tölfræði leiks: Valur-Stjarnan 78-64 (23-15, 17-19, 21-13, 17-17)Valur: Karisma Chapman 24/17 fráköst/8 stoðsendingar/6 stolnir, Hallveig Jónsdóttir 17, Dagbjört Samúelsdóttir 11/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sóllilja Bjarnadóttir 8, Bergþóra Holton Tómasdóttir 8/4 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 6/4 fráköst/7 stoðsendingar, Margrét Ósk Einarsdóttir 3, Jónína Þórdís Karlssdóttir 1, Ragnheiður Benónísdóttir 0/5 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 0, Regína Ösp Guðmundsdóttir 0, Helga Þórsdóttir 0.Stjarnan: Ragna Margrét Brynjarsdóttir 24/12 fráköst/5 varin skot, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 16, Margrét Kara Sturludóttir 14/9 fráköst/6 stoðsendingar/7 stolnir, Eva María Emilsdóttir 5, Erla Dís Þórsdóttir 3, Kristín Fjóla Reynisdóttir 2/8 stoðsendingar, Hafrún Hálfdánardóttir 0/4 fráköst, María Björk Ásgeirsdóttir 0, Bára Fanney Hálfdanardóttir 0, Sigríður Antonsdóttir 0. Dominos-deild kvenna Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira
Helena Sverrisdóttir var með 26 stig, 12 fráköst, fjórar stoðsendingar og fimm stolna bolta þegar Haukar unnu öruggan sigur á Grindavík, 59-78, í Domino's deild kvenna í körfubolta í dag. Haukar skoruðu alls 11 þriggja stiga körfur í leiknum í dag en Auður Íris Ólafsdóttir gerði fimm þeirra úr aðeins sjö skotum. Á meðan hittu Grindvíkingar aðeins úr fjórum af 15 þriggja stiga tilraunum sínum. Haukum gekk vel að halda Whitney Fraizer niðri en hún þurfti 16 skot til að skora þau 17 stig sem hún endaði með. Grindavík leiddi með einu stigi eftir 1. leikhluta, 16-15, en Haukar tóku völdin í 2. leikhluta þar sem þeir fengu aðeins á sig 11 stig. Sjö stigum munaði á liðunum í hálfleik, 27-34, en Haukararnir kláruðu svo dæmið í 3. leikhluta sem þeir unnu 27-17. Á endanum munaði 19 stigum á liðunum, 59-78. Helena var stigahæst í liði Hauka með 26 stig en hún nýtti átta af 13 skotum sínum utan af velli. Auður Íris kom næst með 15 stig og þá skoraði Pálína Gunnlaugsdóttir 14 stig og tók 13 fráköst. Fraizer skoraði mest fyrir Grindavík, eða 17 stig. Petrúnella Skúladóttir kom næst með 12 stig.Tölfræði leiks: Grindavík-Haukar 59-78 (16-15, 11-19, 17-27, 15-17)Grindavík: Whitney Michelle Frazier 17/8 fráköst/5 stolnir, Petrúnella Skúladóttir 12, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 10/10 fráköst, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 6/7 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 5, Íris Sverrisdóttir 4/5 fráköst, Helga Einarsdóttir 4, Hrund Skuladóttir 1, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 0, Angela Björg Steingrímsdóttir 0, Ólöf Rún Óladóttir 0, Halla Emilía Garðarsdóttir 0.Haukar: Helena Sverrisdóttir 26/12 fráköst/5 stolnir, Auður Íris Ólafsdóttir 15, Pálína María Gunnlaugsdóttir 14/13 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 6, Sólrún Inga Gísladóttir 6, María Lind Sigurðardóttir 5, Þóra Kristín Jónsdóttir 2, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 2/5 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 2/5 fráköst, Hanna Þráinsdóttir 0, Rósa Björk Pétursdóttir 0, Dýrfinna Arnardóttir 0.Valur vann sinn annan leik í röð í dag.vísir/vilhelmStjarnan tapaði sínum fimmta leik í röð þegar liðið sótti Val heim. Lokatölur 78-64, Valskonum í vil. Karisma Chapman átti afbragðs góðan leik í liði Vals; skoraði 24 stig, tók 17 fráköst, gaf átta stoðsendingar og stal boltanum sex sinnum. Ragna Margrét Brynjarsdóttir stóð upp úr í liði Garðbæinga með 24 stig, 12 fráköst og fimm varin skot. Stjarnan er án Chelsie Schweers þessa dagana en hún er meidd. Sex stigum munaði á liðunum í hálfleik, 40-34, en 3. leikhlutinn var eign Vals. Heimakonur unnu hann 21-13 og fóru með 14 stiga forskot inn í lokaleikhlutann. Sami munur var á liðunum þegar lokaflautið gall. Lokatölur 78-64, Val í vil. Chapman var stigahæst í liði Vals með 24 stig en Hallveig Jónsdóttir kom næst með 17 stig. Ragna Margrét var atkvæðamest í liði Stjörnunnar með 24 stig, en Bryndís Hanna Hreinsdóttir kom næst með 16 stig. Margrét Kara Sturludóttir skoraði 14 stig, tók níu fráköst og gaf sex stoðsendingar en hún tapaði boltanum 12 sinnum.Tölfræði leiks: Valur-Stjarnan 78-64 (23-15, 17-19, 21-13, 17-17)Valur: Karisma Chapman 24/17 fráköst/8 stoðsendingar/6 stolnir, Hallveig Jónsdóttir 17, Dagbjört Samúelsdóttir 11/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sóllilja Bjarnadóttir 8, Bergþóra Holton Tómasdóttir 8/4 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 6/4 fráköst/7 stoðsendingar, Margrét Ósk Einarsdóttir 3, Jónína Þórdís Karlssdóttir 1, Ragnheiður Benónísdóttir 0/5 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 0, Regína Ösp Guðmundsdóttir 0, Helga Þórsdóttir 0.Stjarnan: Ragna Margrét Brynjarsdóttir 24/12 fráköst/5 varin skot, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 16, Margrét Kara Sturludóttir 14/9 fráköst/6 stoðsendingar/7 stolnir, Eva María Emilsdóttir 5, Erla Dís Þórsdóttir 3, Kristín Fjóla Reynisdóttir 2/8 stoðsendingar, Hafrún Hálfdánardóttir 0/4 fráköst, María Björk Ásgeirsdóttir 0, Bára Fanney Hálfdanardóttir 0, Sigríður Antonsdóttir 0.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira