Haukar aftur á sigurbraut | Fimmta tap Stjörnunnar í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. desember 2015 18:45 Helena fór fyrir Haukakonum í leiknum gegn Grindavík. vísir/anton Helena Sverrisdóttir var með 26 stig, 12 fráköst, fjórar stoðsendingar og fimm stolna bolta þegar Haukar unnu öruggan sigur á Grindavík, 59-78, í Domino's deild kvenna í körfubolta í dag. Haukar skoruðu alls 11 þriggja stiga körfur í leiknum í dag en Auður Íris Ólafsdóttir gerði fimm þeirra úr aðeins sjö skotum. Á meðan hittu Grindvíkingar aðeins úr fjórum af 15 þriggja stiga tilraunum sínum. Haukum gekk vel að halda Whitney Fraizer niðri en hún þurfti 16 skot til að skora þau 17 stig sem hún endaði með. Grindavík leiddi með einu stigi eftir 1. leikhluta, 16-15, en Haukar tóku völdin í 2. leikhluta þar sem þeir fengu aðeins á sig 11 stig. Sjö stigum munaði á liðunum í hálfleik, 27-34, en Haukararnir kláruðu svo dæmið í 3. leikhluta sem þeir unnu 27-17. Á endanum munaði 19 stigum á liðunum, 59-78. Helena var stigahæst í liði Hauka með 26 stig en hún nýtti átta af 13 skotum sínum utan af velli. Auður Íris kom næst með 15 stig og þá skoraði Pálína Gunnlaugsdóttir 14 stig og tók 13 fráköst. Fraizer skoraði mest fyrir Grindavík, eða 17 stig. Petrúnella Skúladóttir kom næst með 12 stig.Tölfræði leiks: Grindavík-Haukar 59-78 (16-15, 11-19, 17-27, 15-17)Grindavík: Whitney Michelle Frazier 17/8 fráköst/5 stolnir, Petrúnella Skúladóttir 12, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 10/10 fráköst, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 6/7 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 5, Íris Sverrisdóttir 4/5 fráköst, Helga Einarsdóttir 4, Hrund Skuladóttir 1, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 0, Angela Björg Steingrímsdóttir 0, Ólöf Rún Óladóttir 0, Halla Emilía Garðarsdóttir 0.Haukar: Helena Sverrisdóttir 26/12 fráköst/5 stolnir, Auður Íris Ólafsdóttir 15, Pálína María Gunnlaugsdóttir 14/13 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 6, Sólrún Inga Gísladóttir 6, María Lind Sigurðardóttir 5, Þóra Kristín Jónsdóttir 2, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 2/5 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 2/5 fráköst, Hanna Þráinsdóttir 0, Rósa Björk Pétursdóttir 0, Dýrfinna Arnardóttir 0.Valur vann sinn annan leik í röð í dag.vísir/vilhelmStjarnan tapaði sínum fimmta leik í röð þegar liðið sótti Val heim. Lokatölur 78-64, Valskonum í vil. Karisma Chapman átti afbragðs góðan leik í liði Vals; skoraði 24 stig, tók 17 fráköst, gaf átta stoðsendingar og stal boltanum sex sinnum. Ragna Margrét Brynjarsdóttir stóð upp úr í liði Garðbæinga með 24 stig, 12 fráköst og fimm varin skot. Stjarnan er án Chelsie Schweers þessa dagana en hún er meidd. Sex stigum munaði á liðunum í hálfleik, 40-34, en 3. leikhlutinn var eign Vals. Heimakonur unnu hann 21-13 og fóru með 14 stiga forskot inn í lokaleikhlutann. Sami munur var á liðunum þegar lokaflautið gall. Lokatölur 78-64, Val í vil. Chapman var stigahæst í liði Vals með 24 stig en Hallveig Jónsdóttir kom næst með 17 stig. Ragna Margrét var atkvæðamest í liði Stjörnunnar með 24 stig, en Bryndís Hanna Hreinsdóttir kom næst með 16 stig. Margrét Kara Sturludóttir skoraði 14 stig, tók níu fráköst og gaf sex stoðsendingar en hún tapaði boltanum 12 sinnum.Tölfræði leiks: Valur-Stjarnan 78-64 (23-15, 17-19, 21-13, 17-17)Valur: Karisma Chapman 24/17 fráköst/8 stoðsendingar/6 stolnir, Hallveig Jónsdóttir 17, Dagbjört Samúelsdóttir 11/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sóllilja Bjarnadóttir 8, Bergþóra Holton Tómasdóttir 8/4 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 6/4 fráköst/7 stoðsendingar, Margrét Ósk Einarsdóttir 3, Jónína Þórdís Karlssdóttir 1, Ragnheiður Benónísdóttir 0/5 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 0, Regína Ösp Guðmundsdóttir 0, Helga Þórsdóttir 0.Stjarnan: Ragna Margrét Brynjarsdóttir 24/12 fráköst/5 varin skot, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 16, Margrét Kara Sturludóttir 14/9 fráköst/6 stoðsendingar/7 stolnir, Eva María Emilsdóttir 5, Erla Dís Þórsdóttir 3, Kristín Fjóla Reynisdóttir 2/8 stoðsendingar, Hafrún Hálfdánardóttir 0/4 fráköst, María Björk Ásgeirsdóttir 0, Bára Fanney Hálfdanardóttir 0, Sigríður Antonsdóttir 0. Dominos-deild kvenna Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
Helena Sverrisdóttir var með 26 stig, 12 fráköst, fjórar stoðsendingar og fimm stolna bolta þegar Haukar unnu öruggan sigur á Grindavík, 59-78, í Domino's deild kvenna í körfubolta í dag. Haukar skoruðu alls 11 þriggja stiga körfur í leiknum í dag en Auður Íris Ólafsdóttir gerði fimm þeirra úr aðeins sjö skotum. Á meðan hittu Grindvíkingar aðeins úr fjórum af 15 þriggja stiga tilraunum sínum. Haukum gekk vel að halda Whitney Fraizer niðri en hún þurfti 16 skot til að skora þau 17 stig sem hún endaði með. Grindavík leiddi með einu stigi eftir 1. leikhluta, 16-15, en Haukar tóku völdin í 2. leikhluta þar sem þeir fengu aðeins á sig 11 stig. Sjö stigum munaði á liðunum í hálfleik, 27-34, en Haukararnir kláruðu svo dæmið í 3. leikhluta sem þeir unnu 27-17. Á endanum munaði 19 stigum á liðunum, 59-78. Helena var stigahæst í liði Hauka með 26 stig en hún nýtti átta af 13 skotum sínum utan af velli. Auður Íris kom næst með 15 stig og þá skoraði Pálína Gunnlaugsdóttir 14 stig og tók 13 fráköst. Fraizer skoraði mest fyrir Grindavík, eða 17 stig. Petrúnella Skúladóttir kom næst með 12 stig.Tölfræði leiks: Grindavík-Haukar 59-78 (16-15, 11-19, 17-27, 15-17)Grindavík: Whitney Michelle Frazier 17/8 fráköst/5 stolnir, Petrúnella Skúladóttir 12, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 10/10 fráköst, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 6/7 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 5, Íris Sverrisdóttir 4/5 fráköst, Helga Einarsdóttir 4, Hrund Skuladóttir 1, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 0, Angela Björg Steingrímsdóttir 0, Ólöf Rún Óladóttir 0, Halla Emilía Garðarsdóttir 0.Haukar: Helena Sverrisdóttir 26/12 fráköst/5 stolnir, Auður Íris Ólafsdóttir 15, Pálína María Gunnlaugsdóttir 14/13 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 6, Sólrún Inga Gísladóttir 6, María Lind Sigurðardóttir 5, Þóra Kristín Jónsdóttir 2, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 2/5 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 2/5 fráköst, Hanna Þráinsdóttir 0, Rósa Björk Pétursdóttir 0, Dýrfinna Arnardóttir 0.Valur vann sinn annan leik í röð í dag.vísir/vilhelmStjarnan tapaði sínum fimmta leik í röð þegar liðið sótti Val heim. Lokatölur 78-64, Valskonum í vil. Karisma Chapman átti afbragðs góðan leik í liði Vals; skoraði 24 stig, tók 17 fráköst, gaf átta stoðsendingar og stal boltanum sex sinnum. Ragna Margrét Brynjarsdóttir stóð upp úr í liði Garðbæinga með 24 stig, 12 fráköst og fimm varin skot. Stjarnan er án Chelsie Schweers þessa dagana en hún er meidd. Sex stigum munaði á liðunum í hálfleik, 40-34, en 3. leikhlutinn var eign Vals. Heimakonur unnu hann 21-13 og fóru með 14 stiga forskot inn í lokaleikhlutann. Sami munur var á liðunum þegar lokaflautið gall. Lokatölur 78-64, Val í vil. Chapman var stigahæst í liði Vals með 24 stig en Hallveig Jónsdóttir kom næst með 17 stig. Ragna Margrét var atkvæðamest í liði Stjörnunnar með 24 stig, en Bryndís Hanna Hreinsdóttir kom næst með 16 stig. Margrét Kara Sturludóttir skoraði 14 stig, tók níu fráköst og gaf sex stoðsendingar en hún tapaði boltanum 12 sinnum.Tölfræði leiks: Valur-Stjarnan 78-64 (23-15, 17-19, 21-13, 17-17)Valur: Karisma Chapman 24/17 fráköst/8 stoðsendingar/6 stolnir, Hallveig Jónsdóttir 17, Dagbjört Samúelsdóttir 11/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sóllilja Bjarnadóttir 8, Bergþóra Holton Tómasdóttir 8/4 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 6/4 fráköst/7 stoðsendingar, Margrét Ósk Einarsdóttir 3, Jónína Þórdís Karlssdóttir 1, Ragnheiður Benónísdóttir 0/5 fráköst, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 0, Regína Ösp Guðmundsdóttir 0, Helga Þórsdóttir 0.Stjarnan: Ragna Margrét Brynjarsdóttir 24/12 fráköst/5 varin skot, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 16, Margrét Kara Sturludóttir 14/9 fráköst/6 stoðsendingar/7 stolnir, Eva María Emilsdóttir 5, Erla Dís Þórsdóttir 3, Kristín Fjóla Reynisdóttir 2/8 stoðsendingar, Hafrún Hálfdánardóttir 0/4 fráköst, María Björk Ásgeirsdóttir 0, Bára Fanney Hálfdanardóttir 0, Sigríður Antonsdóttir 0.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti