Handbolti

Langþráður sigur Bergischer

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Björgvin Páll gat brosað í leikslok.
Björgvin Páll gat brosað í leikslok. vísir/eva björk
Björgvin Páll Gústavsson varði 12 skot í marki Bergischer sem vann eins marks sigur, 31-30, á Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Arnór Þór Gunnarsson lék ekki með Bergischer sem var með fjögurra marka forystu, 28-24, þegar sjö og hálf mínúta var eftir af leiknum.

Leikmenn Lemgo gáfust ekki upp og náðu að jafna metin í 29-29 og 30-30 en það var svo Maximilian Weiss sem tryggði Bergischer mikilvægan sigur með marki á lokasekúndunni.

Þetta var kærkomin sigur hjá Bergischer sem hafði ekki unnið deildarleik síðan 19. september. Liðið er í 14. sæti deildarinnar með sjö stig.

Rúnar Kárason skoraði tvö mörk fyrir Hannover-Burgdorf sem rúllaði yfir Eisanach á útivelli, 24-36.

Lars Lehnhoff, Erik Schmidt, Sven-Sören Christophersen og Timo Kastering skoruðu allir sex mörk fyrir Hannover sem er í 11. sæti deildarinnar með 18 stig.

Ólafur Bjarki Ragnarsson var ekki á meðal markaskorara Eisenach sem er í erfiðri stöðu í næstneðsta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×