Utan vallar: Persónulegt stríð á milli Conor og Aldo Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. desember 2015 20:42 Dana White stígur loksins frá í nótt og leyfir þessum mönnum að takast á. vísir/getty Loksins, loksins segja UFC-aðdáendur og það ekki að ástæðulausu. Eftir um ársbið er nefnilega loksins komið að því að Jose Aldo og Conor McGregor mætist í búrinu. UFC hefur aldrei áður lagst í eins mikla kynningu á einum bardaga. Þeir áttu upphaflega að berjast síðasta sumar og þá fóru Conor og Aldo í eftirminnilegt kynningarferðalag um heiminn. Það var því mikið högg fyrir UFC er Aldo dró sig út úr bardaganum aðeins tveim vikum áður en þeir áttu að stíga inn í hringinn. Ýmsar samsæriskenningar hafa eðlilega verið á lofti um ástæður þess að Aldo mætti ekki. Hann var vissulega meiddur en var það slys eða ekki? Það verður aldrei sannað. Mitt persónulega mat er að hann hafi ekki þorað í Conor síðasta sumar. Írinn var kominn undir skinnið á honum og náði honum algjörlega úr jafnvægi. Aldo var orðinn skíthræddur við hann. Það er algjör synd að við höfum ekki fengið þennan bardaga síðasta sumar miðað við stemninguna sem var í gangi þá. Mikið hefur breyst á fimm mánuðum og báðir kappar hafa breyst. Aldo virkar ekki lengur hræddur við Conor heldur er hann ótrúlega einbeittur. Hann er meira að segja farinn að ögra Íranum eins og hann gerði eftir vigtunina. Sálfræðilegir yfirburðir Conors eru ekki eins miklir og þeir voru síðasta sumar. Írinn virðist einnig hafa styrkt sig andlega. Hann er ekki lengur með sama æsinginn og tryllinginn sem tröllreið öllu fyrir síðasta sumar. Hann er rólegur, yfirvegaður og fullviss um að það séu hans örlög að klára Jose Aldo í nótt, fyrstur allra í UFC. Það sem hefur þó ekki breyst er andúðin á milli kappanna. Þeir virðast gjörsamlega hata hvorn annan. Það sem meira er þá hatar öll fjölskylda Aldo Írann og eiginkona Aldo hefur sagt að hún hafi viljað drepa hann. Móðganir Írans náðu til allra sem tengjast Brasilíumanninum og það er hlutverk Aldo að láta Írann blæða fyrir allar yfirlýsingarnar. Nú eru þeir aðeins nokkrum klukkutímum frá því að berjast. Það eru engar afsakanir lengur. Báðir kappar eru í toppformi og lausir við meiðsli. Nú fá þeir loksins tækifæri til þess að hleypa út öllum tilfinningunum, hatrinu og orkunni. Þetta verður stríð sem talað verður um næstu árin. Ég myndi birgja mig upp af kaffi fyrir nóttina því UFC-veislan á Stöð 2 Sport í nótt verður einstök. MMA Tengdar fréttir Conor tók fulla æfingu með húfu á höfðinu Fyrir öll UFC-kvöld þurfa þeir sem berjast í stærstu bardögunum að mæta á opna æfingu. Æfa fyrir framan fjölmiðla og áhorfendur. 11. desember 2015 09:00 Sauð næstum því upp úr hjá Conor og Jose Aldo Það er grunnt á því góða á milli Conor McGregor og Jose Aldo og það leyndi sér ekki í kvöld. 12. desember 2015 01:30 Gunnar og Conor náðu vigt í brjálaðri stemningu | Myndband Það var algjörlega geggjuð stemning í MGM Grand Garden Arena í kvöld er Írarnir tóku aftur yfir þennan sögufræga sal. 11. desember 2015 23:45 Conor verður með heitasta partíið í Las Vegas Sama hvernig fer í búrinu annað kvöld þá mun Conor McGregor blása til veislu í Las Vegas. 11. desember 2015 16:15 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Aldarfjórðungs ferli á enda: Öll íþróttafélög landsins orðin aðildarfélög UMFÍ Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Sjá meira
Loksins, loksins segja UFC-aðdáendur og það ekki að ástæðulausu. Eftir um ársbið er nefnilega loksins komið að því að Jose Aldo og Conor McGregor mætist í búrinu. UFC hefur aldrei áður lagst í eins mikla kynningu á einum bardaga. Þeir áttu upphaflega að berjast síðasta sumar og þá fóru Conor og Aldo í eftirminnilegt kynningarferðalag um heiminn. Það var því mikið högg fyrir UFC er Aldo dró sig út úr bardaganum aðeins tveim vikum áður en þeir áttu að stíga inn í hringinn. Ýmsar samsæriskenningar hafa eðlilega verið á lofti um ástæður þess að Aldo mætti ekki. Hann var vissulega meiddur en var það slys eða ekki? Það verður aldrei sannað. Mitt persónulega mat er að hann hafi ekki þorað í Conor síðasta sumar. Írinn var kominn undir skinnið á honum og náði honum algjörlega úr jafnvægi. Aldo var orðinn skíthræddur við hann. Það er algjör synd að við höfum ekki fengið þennan bardaga síðasta sumar miðað við stemninguna sem var í gangi þá. Mikið hefur breyst á fimm mánuðum og báðir kappar hafa breyst. Aldo virkar ekki lengur hræddur við Conor heldur er hann ótrúlega einbeittur. Hann er meira að segja farinn að ögra Íranum eins og hann gerði eftir vigtunina. Sálfræðilegir yfirburðir Conors eru ekki eins miklir og þeir voru síðasta sumar. Írinn virðist einnig hafa styrkt sig andlega. Hann er ekki lengur með sama æsinginn og tryllinginn sem tröllreið öllu fyrir síðasta sumar. Hann er rólegur, yfirvegaður og fullviss um að það séu hans örlög að klára Jose Aldo í nótt, fyrstur allra í UFC. Það sem hefur þó ekki breyst er andúðin á milli kappanna. Þeir virðast gjörsamlega hata hvorn annan. Það sem meira er þá hatar öll fjölskylda Aldo Írann og eiginkona Aldo hefur sagt að hún hafi viljað drepa hann. Móðganir Írans náðu til allra sem tengjast Brasilíumanninum og það er hlutverk Aldo að láta Írann blæða fyrir allar yfirlýsingarnar. Nú eru þeir aðeins nokkrum klukkutímum frá því að berjast. Það eru engar afsakanir lengur. Báðir kappar eru í toppformi og lausir við meiðsli. Nú fá þeir loksins tækifæri til þess að hleypa út öllum tilfinningunum, hatrinu og orkunni. Þetta verður stríð sem talað verður um næstu árin. Ég myndi birgja mig upp af kaffi fyrir nóttina því UFC-veislan á Stöð 2 Sport í nótt verður einstök.
MMA Tengdar fréttir Conor tók fulla æfingu með húfu á höfðinu Fyrir öll UFC-kvöld þurfa þeir sem berjast í stærstu bardögunum að mæta á opna æfingu. Æfa fyrir framan fjölmiðla og áhorfendur. 11. desember 2015 09:00 Sauð næstum því upp úr hjá Conor og Jose Aldo Það er grunnt á því góða á milli Conor McGregor og Jose Aldo og það leyndi sér ekki í kvöld. 12. desember 2015 01:30 Gunnar og Conor náðu vigt í brjálaðri stemningu | Myndband Það var algjörlega geggjuð stemning í MGM Grand Garden Arena í kvöld er Írarnir tóku aftur yfir þennan sögufræga sal. 11. desember 2015 23:45 Conor verður með heitasta partíið í Las Vegas Sama hvernig fer í búrinu annað kvöld þá mun Conor McGregor blása til veislu í Las Vegas. 11. desember 2015 16:15 Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Aldarfjórðungs ferli á enda: Öll íþróttafélög landsins orðin aðildarfélög UMFÍ Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Sjá meira
Conor tók fulla æfingu með húfu á höfðinu Fyrir öll UFC-kvöld þurfa þeir sem berjast í stærstu bardögunum að mæta á opna æfingu. Æfa fyrir framan fjölmiðla og áhorfendur. 11. desember 2015 09:00
Sauð næstum því upp úr hjá Conor og Jose Aldo Það er grunnt á því góða á milli Conor McGregor og Jose Aldo og það leyndi sér ekki í kvöld. 12. desember 2015 01:30
Gunnar og Conor náðu vigt í brjálaðri stemningu | Myndband Það var algjörlega geggjuð stemning í MGM Grand Garden Arena í kvöld er Írarnir tóku aftur yfir þennan sögufræga sal. 11. desember 2015 23:45
Conor verður með heitasta partíið í Las Vegas Sama hvernig fer í búrinu annað kvöld þá mun Conor McGregor blása til veislu í Las Vegas. 11. desember 2015 16:15
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn