Sport

Sturla Snær hækkaði sig um 17 sæti í seinni ferðinni | Varð þriðji í Noregi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sturla Snær Snorrason
Sturla Snær Snorrason Mynd/SKÍ
Sturla Snær Snorrason, A-landsliðsmaður í alpagreinum, varð í dag þriðji á alþjóðlegu svigmóti í Geilo í Noregi.

Sturla Snær er fæddur árið 1994 og keppir fyrir Ármann (SKRR). Hann er eini strákurinn í A-landsliði Íslands í vetur.

Árangur Sturlu er ekki síst athyglisverður fyrir það að hann ræsti númer 42 í fyrri ferðinni sem þýðir að hann kom inn í mótið í 42. sæti á heimslistanum af þeim sem kepptu á mótinu.

Sturla Snær bætti sig líka í alþjóðlegum punktum en hann fékk 33.22 FIS punkta en er með 50.83 á heimslistanum núna.

Sturla Snær varð í 20. sæti eftir fyrri ferðina en náði frábærri fyrri ferð og hækkað sig þar um sautján sæti.

Norðmaðurinn Timon Haugan vann mótið en hann var 1,06 sekúndum á undan Sturla. Í öðru sæti var síðan Axel Esteve frá Andorra.

Sturla Snær Snorrason.Mynd/SKÍ



Fleiri fréttir

Sjá meira


×