Traust þurfi að ríkja milli almennings og þeirra sem fara með málefni hælisleitenda Bjarki Ármannsson skrifar 13. desember 2015 22:15 Ólöf Nordal gerði mál albönsku fjölskyldnanna tveggja að umtalsefni í ræðu sinni á jólavöku í Hafnarfjarðarkirkju í kvöld. Vísir/Anton Brink Ólöf Nordal innanríkisráðherra gerði mál albönsku fjölskyldnanna tveggja sem vísað var úr landi í síðustu viku að umtalsefni í ræðu sinni á jólavöku í Hafnarfjarðarkirkju í kvöld. Sagði hún málið hafa haft áhrif á mjög marga og að skýra þyrfti reglur í málum hælisleitenda ef tilefni væri til þess. Í báðum fjölskyldunum voru hjartveikir ungir drengir. „Albanskar fjölskyldur fóru í burt af landinu í síðustu viku,“ sagði Ólöf. „Sú atburðarás hafði áhrif á mjög marga. Ég held að allir Íslendingar hafi orðið mjög hugsi vegna fréttum af þessu máli. Þótt að á mér hvíli málefni útlendinga á vegum innanríkisráðuneytisins er ég ekki undanskilin, né nokkur annar sem í þessu máli starfar, að finna til. En það er aukaatriði í málinu, aðalatriðið eru börnin.“ Ólöf sagði það því miður að málinu hefði ekki lokið hjá úrskurðarnefnd. Líkt og fram hefur komið, sagði faðir annars drengsins, Kevi, að lögmaður þeirra hefði ráðlagt þeim að draga kæru sína til úrskurðarnefndar til baka og til stendur að skoða innan allsherjar- og menntamálanefndar hvort fjölskyldurnar hafi fengið rangar upplýsingar. „Við skulum vera viss um að ávallt sé farið að lögum og við höfum þegar stigið ákveðið skref í þeim efnum. Jafnframt ætlum við að biðja Alþingi að tala um það hvort það vilji gera breytingar á því hvernig taka skuli þessar ákvarðanir.“ Sagði ráðherra einnig að traust þurfi að ríkja milli þeirra sem taka ákvarðanir í málum flóttamanna í opinbera geiranum og þeirra sem fylgjast með úti í þjóðfélaginu. Flóttamenn Tengdar fréttir Allsherjarnefnd ætlar að skoða mál albönsku fjölskyldnanna Annar fjölskyldufaðirinn segir að lögmaður þeirra hafi ráðlagt þeim að draga sína kæru til baka. 13. desember 2015 19:13 Ákvæði útlendingalaga alltof þröng og ströng Unnur Brá Konráðsdóttir segir frumvarp um ný útlendingalög fjölga leiðum til að sækja um dvalarleyfi. Verkalýðshreyfingin hefur staðið í veginum fyrir rýmkun atvinnuleyfa. Ólína Þorvarðardóttir vill umboðsmann flóttamanna. 12. desember 2015 07:00 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Ólöf Nordal innanríkisráðherra gerði mál albönsku fjölskyldnanna tveggja sem vísað var úr landi í síðustu viku að umtalsefni í ræðu sinni á jólavöku í Hafnarfjarðarkirkju í kvöld. Sagði hún málið hafa haft áhrif á mjög marga og að skýra þyrfti reglur í málum hælisleitenda ef tilefni væri til þess. Í báðum fjölskyldunum voru hjartveikir ungir drengir. „Albanskar fjölskyldur fóru í burt af landinu í síðustu viku,“ sagði Ólöf. „Sú atburðarás hafði áhrif á mjög marga. Ég held að allir Íslendingar hafi orðið mjög hugsi vegna fréttum af þessu máli. Þótt að á mér hvíli málefni útlendinga á vegum innanríkisráðuneytisins er ég ekki undanskilin, né nokkur annar sem í þessu máli starfar, að finna til. En það er aukaatriði í málinu, aðalatriðið eru börnin.“ Ólöf sagði það því miður að málinu hefði ekki lokið hjá úrskurðarnefnd. Líkt og fram hefur komið, sagði faðir annars drengsins, Kevi, að lögmaður þeirra hefði ráðlagt þeim að draga kæru sína til úrskurðarnefndar til baka og til stendur að skoða innan allsherjar- og menntamálanefndar hvort fjölskyldurnar hafi fengið rangar upplýsingar. „Við skulum vera viss um að ávallt sé farið að lögum og við höfum þegar stigið ákveðið skref í þeim efnum. Jafnframt ætlum við að biðja Alþingi að tala um það hvort það vilji gera breytingar á því hvernig taka skuli þessar ákvarðanir.“ Sagði ráðherra einnig að traust þurfi að ríkja milli þeirra sem taka ákvarðanir í málum flóttamanna í opinbera geiranum og þeirra sem fylgjast með úti í þjóðfélaginu.
Flóttamenn Tengdar fréttir Allsherjarnefnd ætlar að skoða mál albönsku fjölskyldnanna Annar fjölskyldufaðirinn segir að lögmaður þeirra hafi ráðlagt þeim að draga sína kæru til baka. 13. desember 2015 19:13 Ákvæði útlendingalaga alltof þröng og ströng Unnur Brá Konráðsdóttir segir frumvarp um ný útlendingalög fjölga leiðum til að sækja um dvalarleyfi. Verkalýðshreyfingin hefur staðið í veginum fyrir rýmkun atvinnuleyfa. Ólína Þorvarðardóttir vill umboðsmann flóttamanna. 12. desember 2015 07:00 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Allsherjarnefnd ætlar að skoða mál albönsku fjölskyldnanna Annar fjölskyldufaðirinn segir að lögmaður þeirra hafi ráðlagt þeim að draga sína kæru til baka. 13. desember 2015 19:13
Ákvæði útlendingalaga alltof þröng og ströng Unnur Brá Konráðsdóttir segir frumvarp um ný útlendingalög fjölga leiðum til að sækja um dvalarleyfi. Verkalýðshreyfingin hefur staðið í veginum fyrir rýmkun atvinnuleyfa. Ólína Þorvarðardóttir vill umboðsmann flóttamanna. 12. desember 2015 07:00