Skilur að það þyki „skjóta skökku við“ að taka á móti fjölda sýrlenskra flóttamanna á meðan öðrum er vísað úr landi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2015 12:11 Þær Jana og Joula eru sýrlenskar og komu hingað fyrir fjórum mánuðum ásamt foreldrum sínum sem sóttu um hæli. Þeim var hins vegar synjað um efnislega meðferð þar sem fjölskyldan hefur fengið hæli í Grikklandi. vísir/vilhelm Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, gerði mál sýrlenskrar flóttafjölskyldu að umræðuefni á Alþingi í dag en Útlendingastofnun synjaði fjölskyldunni um efnislega meðferð á hælisumsókn þeirra þar sem þau höfðu þegar fengið hæli í Grikklandi. Á því að vísa þeim aftur þangað en fjölskyldan kærði ákvörðunina til kærunefndar útlendingamála. „Ég vil líka spyrja ráðherrann hvort að það sé ekki beinlínis hrópandi að ætla með annarri hendinni að taka á móti 500 sýrlenskum flóttamönnum en vera með hinni hendinni að vísa þeim sömu í burtu? [...] Þurfum við að segja að það eigi að taka sérstaklega á málefnum sýrlenskra flóttamanna meðan að við erum að taka á móti þessum 500 manna hópi og þeir geti talið inn í það sem að hingað eru að leita á þeim tíma?“Sjá einnig: Leikskólastjórarnir vilja ekki sjá á bak sýrlensku systrunum Ólöf sagði í svari sínu að það væri mikilvægt að mál sýrlensku fjölskyldunnar skyldi hafa ratað til kærunefndarinnar og sagðist hún búast við niðurstöðu í því máli í lok janúar á næsta ári. „Ég get hins vegar alveg skilið þær hugrenningar háttvirts þingmanns varðandi það að það skjóti nokkuð skökku við að á meðan við erum að taka á móti Sýrlendingum þá eru aðrir Sýrlendingar jafnvel að hverfa héðan af braut. Ég vil á þessu stigi, í ljósi gætni, ekki ganga lengra en ég geri með þessum orðum og bíða eftir niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar, að hverju hún kemst og hvernig málið lítur út þá.“ Alþingi Flóttamenn Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, gerði mál sýrlenskrar flóttafjölskyldu að umræðuefni á Alþingi í dag en Útlendingastofnun synjaði fjölskyldunni um efnislega meðferð á hælisumsókn þeirra þar sem þau höfðu þegar fengið hæli í Grikklandi. Á því að vísa þeim aftur þangað en fjölskyldan kærði ákvörðunina til kærunefndar útlendingamála. „Ég vil líka spyrja ráðherrann hvort að það sé ekki beinlínis hrópandi að ætla með annarri hendinni að taka á móti 500 sýrlenskum flóttamönnum en vera með hinni hendinni að vísa þeim sömu í burtu? [...] Þurfum við að segja að það eigi að taka sérstaklega á málefnum sýrlenskra flóttamanna meðan að við erum að taka á móti þessum 500 manna hópi og þeir geti talið inn í það sem að hingað eru að leita á þeim tíma?“Sjá einnig: Leikskólastjórarnir vilja ekki sjá á bak sýrlensku systrunum Ólöf sagði í svari sínu að það væri mikilvægt að mál sýrlensku fjölskyldunnar skyldi hafa ratað til kærunefndarinnar og sagðist hún búast við niðurstöðu í því máli í lok janúar á næsta ári. „Ég get hins vegar alveg skilið þær hugrenningar háttvirts þingmanns varðandi það að það skjóti nokkuð skökku við að á meðan við erum að taka á móti Sýrlendingum þá eru aðrir Sýrlendingar jafnvel að hverfa héðan af braut. Ég vil á þessu stigi, í ljósi gætni, ekki ganga lengra en ég geri með þessum orðum og bíða eftir niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar, að hverju hún kemst og hvernig málið lítur út þá.“
Alþingi Flóttamenn Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira