„Þetta er búinn að vera rosalegur dagur“ Birgir Olgeirsson skrifar 14. desember 2015 16:50 Hermann Ragnarsson vinnur að því að sækja um ríkisborgararétt fyrir albönsku fjölskyldurnar. Vísir/Stöð 2 Múrarameistarinn Hermann Ragnarsson vinnur nú hörðum höndum að því að sækja um ríkisborgararétt fyrir albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi síðastliðinn fimmtudag. DV sagði fyrst frá. Sjá hér. Annars vegar er það fjölskylda Pllum Lalaj, eiginkona hans og þriggja ára drengur sem er hjartveikur og hjónin Kastrijot Pepoj og Xhulia og börn þeirra Klea og Kevi en Kevi er með slímseigjusjúkdóm. Í samtali við Vísi segist Hermann hafa verið á fundum í allan dag, annars vegar hjá lögfræðistofunni Rétti sem er honum innan handar við umsóknina, Rauða krossinum og einnig hefur hann verið með túlka á bakinu í allan dag til að hringja út í Albaníu til að safna upplýsingum fyrir umsóknina. „Þetta er búinn að vera rosalegur dagur,“ segir Hermann en verki hans er hvergi nærri lokið því seinna í kvöld fer hann á fund með hópi sem aðstoðar hann með fjáröflum fyrir fjölskyldurnar. Hann segir að ef umsóknirnar verði ekki lagðar inn í kvöld þá muni það gerast strax í fyrramálið. Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar, sagði fyrr í dag við Vísi að ef umsókn um ríkisborgararétt fyrir fjölskyldurnar berist nefndinni muni hún yfirfara þær. Venjulega fari nefndin aðeins yfir umsóknir á vormánuði og í desember hvers árs. Sá tími sé í raun liðinn en ef um sérstakar aðstæður er að ræða má nefndin lögum samkvæmt taka slíkar umsóknir fyrir hvenær sem er. Flóttamenn Tengdar fréttir Vilja koma Kevi heim Ekkert er því til fyrirstöðu að albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi á fimmtudag sæki aftur um hæli hér á landi, að mati lögmanns. Unnið er að fjármögnun og skipulagningu þess að koma fjölskyldunni aftur til Íslands. 14. desember 2015 06:00 Allsherjarnefnd mun taka fyrir umsókn frá albönsku fjölskyldunni ef hún berst „Ef það eru sérstakar aðstæður þá hefur það gerst að umsóknir hafa verið teknar inn.“ 14. desember 2015 13:15 Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ Innlent Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Innlent Líkamsárás, hótanir og umferðarslys Innlent Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Innlent Fleiri fréttir Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sjá meira
Múrarameistarinn Hermann Ragnarsson vinnur nú hörðum höndum að því að sækja um ríkisborgararétt fyrir albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi síðastliðinn fimmtudag. DV sagði fyrst frá. Sjá hér. Annars vegar er það fjölskylda Pllum Lalaj, eiginkona hans og þriggja ára drengur sem er hjartveikur og hjónin Kastrijot Pepoj og Xhulia og börn þeirra Klea og Kevi en Kevi er með slímseigjusjúkdóm. Í samtali við Vísi segist Hermann hafa verið á fundum í allan dag, annars vegar hjá lögfræðistofunni Rétti sem er honum innan handar við umsóknina, Rauða krossinum og einnig hefur hann verið með túlka á bakinu í allan dag til að hringja út í Albaníu til að safna upplýsingum fyrir umsóknina. „Þetta er búinn að vera rosalegur dagur,“ segir Hermann en verki hans er hvergi nærri lokið því seinna í kvöld fer hann á fund með hópi sem aðstoðar hann með fjáröflum fyrir fjölskyldurnar. Hann segir að ef umsóknirnar verði ekki lagðar inn í kvöld þá muni það gerast strax í fyrramálið. Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar, sagði fyrr í dag við Vísi að ef umsókn um ríkisborgararétt fyrir fjölskyldurnar berist nefndinni muni hún yfirfara þær. Venjulega fari nefndin aðeins yfir umsóknir á vormánuði og í desember hvers árs. Sá tími sé í raun liðinn en ef um sérstakar aðstæður er að ræða má nefndin lögum samkvæmt taka slíkar umsóknir fyrir hvenær sem er.
Flóttamenn Tengdar fréttir Vilja koma Kevi heim Ekkert er því til fyrirstöðu að albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi á fimmtudag sæki aftur um hæli hér á landi, að mati lögmanns. Unnið er að fjármögnun og skipulagningu þess að koma fjölskyldunni aftur til Íslands. 14. desember 2015 06:00 Allsherjarnefnd mun taka fyrir umsókn frá albönsku fjölskyldunni ef hún berst „Ef það eru sérstakar aðstæður þá hefur það gerst að umsóknir hafa verið teknar inn.“ 14. desember 2015 13:15 Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ Innlent Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Innlent Líkamsárás, hótanir og umferðarslys Innlent Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Innlent Fleiri fréttir Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sjá meira
Vilja koma Kevi heim Ekkert er því til fyrirstöðu að albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi á fimmtudag sæki aftur um hæli hér á landi, að mati lögmanns. Unnið er að fjármögnun og skipulagningu þess að koma fjölskyldunni aftur til Íslands. 14. desember 2015 06:00
Allsherjarnefnd mun taka fyrir umsókn frá albönsku fjölskyldunni ef hún berst „Ef það eru sérstakar aðstæður þá hefur það gerst að umsóknir hafa verið teknar inn.“ 14. desember 2015 13:15