Flóttafólk fær hundrað þúsund króna inneign Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 15. desember 2015 07:00 Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA segir fyrirtækið áður hafa veitt flóttamönnum liðsinni við að koma sér fyrir á landinu. „Við viljum taka þátt í að skapa flóttafólkinu sem hingað kemur tækifæri til að aðlagast samfélaginu,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA. Fyrirtækið ætlar að gefa hverjum flóttamanni í hópi sem er væntanlegur til landsins hundrað þúsund króna inneign. „Þá skiptir engu máli hvort það er barn eða fullorðinn, allir fá inneign hjá okkur,“ segir hann og tekur dæmi af einstæðri móður með tvö börn sem fái samtals þrjú hundruð þúsund króna inneign. IKEA hefur í gegnum tíðina unnið náið með Rauða krossinum og aðstoðað flóttamenn með því að leggja til húsgögn og húsbúnað, nú síðast þegar flóttamenn frá Palestínu settust að á Akranesi. „Markmið okkar er tvíþætt. Annars vegar að hjálpa fólki að aðlagast samfélaginu og hins vegar að létta því róðurinn þessa fyrstu daga og vikur.“ Fyrirtækið vill leggja enn frekar af mörkum og tekur þátt í átaki Vinnumálastofnunar sem leitast við að útvega flóttafólki störf á höfuðborgarsvæðinu. „IKEA hefur í gegnum tíðina verið vinnustaður fólks með mjög fjölbreyttan bakgrunn. Við erum með hátt í 100 starfsmenn með erlendan bakgrunn. Þetta er margt af okkar albesta fólki og það væri ekki hægt að reka fyrirtækið ef ekki kæmi til framlag þessara frábæru einstaklinga,“ segir Þórarinn. „Við viljum frama þeirra sem mestan innan fyrirtækisins og bjóðum því öllum starfsmönnum upp á ókeypis íslenskunám í vinnutíma, en lykillinn að því að vinna sig upp er að hafa vald á tungumálinu.“ Flóttafólk sem áætlað var að kæmi til landsins um jólin kemur ekki fyrr en um miðjan janúar. Lengri tíma hefur tekið að ganga frá nauðsynlegum atriðum vegna útgáfu útgönguvegabréfa sem áskilin eru af hálfu líbanskra stjórnvalda við brottför fólksins frá Líbanon. Í dag hófst í Líbanon námskeið á vegum alþjóðlegu fólksflutningastofnunarinnar, IOM fyrir flóttamannahópinn sem tekið verður á móti hér á landi. Markmið þess er undirbúa fólkið fyrir þær breytingar sem fram undan eru og hvers er að vænta við búsetu í nýju landi. Á námskeiðinu eru fólkinu veittar ýmsar almennar upplýsingar um að hefja líf í nýju landi en einnig sértækar upplýsingar sem varða íslenskra aðstæður. Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
„Við viljum taka þátt í að skapa flóttafólkinu sem hingað kemur tækifæri til að aðlagast samfélaginu,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA. Fyrirtækið ætlar að gefa hverjum flóttamanni í hópi sem er væntanlegur til landsins hundrað þúsund króna inneign. „Þá skiptir engu máli hvort það er barn eða fullorðinn, allir fá inneign hjá okkur,“ segir hann og tekur dæmi af einstæðri móður með tvö börn sem fái samtals þrjú hundruð þúsund króna inneign. IKEA hefur í gegnum tíðina unnið náið með Rauða krossinum og aðstoðað flóttamenn með því að leggja til húsgögn og húsbúnað, nú síðast þegar flóttamenn frá Palestínu settust að á Akranesi. „Markmið okkar er tvíþætt. Annars vegar að hjálpa fólki að aðlagast samfélaginu og hins vegar að létta því róðurinn þessa fyrstu daga og vikur.“ Fyrirtækið vill leggja enn frekar af mörkum og tekur þátt í átaki Vinnumálastofnunar sem leitast við að útvega flóttafólki störf á höfuðborgarsvæðinu. „IKEA hefur í gegnum tíðina verið vinnustaður fólks með mjög fjölbreyttan bakgrunn. Við erum með hátt í 100 starfsmenn með erlendan bakgrunn. Þetta er margt af okkar albesta fólki og það væri ekki hægt að reka fyrirtækið ef ekki kæmi til framlag þessara frábæru einstaklinga,“ segir Þórarinn. „Við viljum frama þeirra sem mestan innan fyrirtækisins og bjóðum því öllum starfsmönnum upp á ókeypis íslenskunám í vinnutíma, en lykillinn að því að vinna sig upp er að hafa vald á tungumálinu.“ Flóttafólk sem áætlað var að kæmi til landsins um jólin kemur ekki fyrr en um miðjan janúar. Lengri tíma hefur tekið að ganga frá nauðsynlegum atriðum vegna útgáfu útgönguvegabréfa sem áskilin eru af hálfu líbanskra stjórnvalda við brottför fólksins frá Líbanon. Í dag hófst í Líbanon námskeið á vegum alþjóðlegu fólksflutningastofnunarinnar, IOM fyrir flóttamannahópinn sem tekið verður á móti hér á landi. Markmið þess er undirbúa fólkið fyrir þær breytingar sem fram undan eru og hvers er að vænta við búsetu í nýju landi. Á námskeiðinu eru fólkinu veittar ýmsar almennar upplýsingar um að hefja líf í nýju landi en einnig sértækar upplýsingar sem varða íslenskra aðstæður.
Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira