Langtímaspá gerir ráð fyrir snjókomu og frosti víðast hvar á aðfangadag Birgir Olgeirsson skrifar 15. desember 2015 09:11 Kópavogskirkja í jólabúningi. Vísir/GVA Frost og snjókoma eru þau tvö orð sem koma upp í huga hjá mörgum þegar talað er um fallegan aðfangadag, en þannig lítur langtímaspáin út nú þegar níu dagar eru til jóla. Þess ber að geta að langtímaveðurspár eru langt frá því að vera áreiðanlegar og getur margt breyst á þessum níu dögum sem eru fram á aðfangadag. Engu að síður er gaman að sjá hvað spárnar segja eins og staðan er í dag en langtímaspá norska veðurvefsins Yr.no nær fram á aðfangadag. Langtímaspáin lítur nokkurn veginn svona út fimmtudaginn 24. desember: Á eftirtöldum stöðum verður frost og snjókoma, Reykjavík, Akureyri, Ísafjörður, Egilsstaðir og Selfoss. Á nokkrum stöðum er þó spáð hita í kringum frostmark, rigningu eða slyddu, líkt og á Húsavík, Vík í Mýrdal og í Vestmannaeyjum. En líkt og áður segir verður að taka slíkum langtímaspám með miklum fyrirvara og því engan veginn hægt að ganga út frá þessu sem orðnum hlut. Inni á vef Veðurstofu Íslands er að finna spá fyrir vikuna en þar segir að í dag verði fremur hæg suðlæg eða suðaustlæg átt, en austlægari á morgun. Víða dálitlar skúrir eða él, en birtir til á Norður- og Austurlandi. Á fimmtudag dregur til tíðinda þegar dýpkandi lægð nálgast landið sunnan úr hafi. Gengur þá í norðaustanhvassviðri eða -storm með snjókomu Norðanlands, en slyddu eða rigningu syðra.Inni á vef Veðurstofu Íslands segir að á sama degi fyrir fimmtán árum urðu miklar umferðartruflanir á höfuðborgarsvæðinu í hríðarveðri. Textaspá Veðurstofu Íslands: Á miðvikudag: Austlæg átt, 3-10 m/s og stöku skúrir eða él víða um land, en yfirleitt bjartviðri norðanlands. Víða frostlaust við sjávarsíðuna, en frost annars 0 til 5 stig. Á fimmtudag: Norðaustan 13-20 m/s, hvassast NV-til. Snjókoma NV-til og frost 0 til 4 stig, en annars slydda eða rigning og hiti 0 til 5 stig. Á föstudag: Norðaustan 10-15 m/s og snjókoma eða éljagangur, en hægara og úrkomulítið SV-til. Kólnandi veður. Á laugardag: Stíf austlæg átt og snjókoma fyrir norðan, en rigning eða slydda syðra. Hiti kringum frostmark. Á sunnudag: Norðanátt með éljum, en léttskýjað SV-til. Kólnar aftur. Á mánudag: Útlit fyrir vaxandi austanátt með snjókomu eða slyddu, fyrst S-lands. Veður Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Frost og snjókoma eru þau tvö orð sem koma upp í huga hjá mörgum þegar talað er um fallegan aðfangadag, en þannig lítur langtímaspáin út nú þegar níu dagar eru til jóla. Þess ber að geta að langtímaveðurspár eru langt frá því að vera áreiðanlegar og getur margt breyst á þessum níu dögum sem eru fram á aðfangadag. Engu að síður er gaman að sjá hvað spárnar segja eins og staðan er í dag en langtímaspá norska veðurvefsins Yr.no nær fram á aðfangadag. Langtímaspáin lítur nokkurn veginn svona út fimmtudaginn 24. desember: Á eftirtöldum stöðum verður frost og snjókoma, Reykjavík, Akureyri, Ísafjörður, Egilsstaðir og Selfoss. Á nokkrum stöðum er þó spáð hita í kringum frostmark, rigningu eða slyddu, líkt og á Húsavík, Vík í Mýrdal og í Vestmannaeyjum. En líkt og áður segir verður að taka slíkum langtímaspám með miklum fyrirvara og því engan veginn hægt að ganga út frá þessu sem orðnum hlut. Inni á vef Veðurstofu Íslands er að finna spá fyrir vikuna en þar segir að í dag verði fremur hæg suðlæg eða suðaustlæg átt, en austlægari á morgun. Víða dálitlar skúrir eða él, en birtir til á Norður- og Austurlandi. Á fimmtudag dregur til tíðinda þegar dýpkandi lægð nálgast landið sunnan úr hafi. Gengur þá í norðaustanhvassviðri eða -storm með snjókomu Norðanlands, en slyddu eða rigningu syðra.Inni á vef Veðurstofu Íslands segir að á sama degi fyrir fimmtán árum urðu miklar umferðartruflanir á höfuðborgarsvæðinu í hríðarveðri. Textaspá Veðurstofu Íslands: Á miðvikudag: Austlæg átt, 3-10 m/s og stöku skúrir eða él víða um land, en yfirleitt bjartviðri norðanlands. Víða frostlaust við sjávarsíðuna, en frost annars 0 til 5 stig. Á fimmtudag: Norðaustan 13-20 m/s, hvassast NV-til. Snjókoma NV-til og frost 0 til 4 stig, en annars slydda eða rigning og hiti 0 til 5 stig. Á föstudag: Norðaustan 10-15 m/s og snjókoma eða éljagangur, en hægara og úrkomulítið SV-til. Kólnandi veður. Á laugardag: Stíf austlæg átt og snjókoma fyrir norðan, en rigning eða slydda syðra. Hiti kringum frostmark. Á sunnudag: Norðanátt með éljum, en léttskýjað SV-til. Kólnar aftur. Á mánudag: Útlit fyrir vaxandi austanátt með snjókomu eða slyddu, fyrst S-lands.
Veður Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira