Leiklestrar taka við af kana og borðspilum í jólaboðum Magnús Guðmundsson skrifar 15. desember 2015 10:30 Tyrfingur Tyrfingsson leikskáld segir að það sé erfitt fyrir leikhústrúð að tengja við bókaútgáfu. Visir/Valli Það hefur ekki farið mikið fyrir leikritaútgáfu á Íslandi á undanförnum árum og reyndar áratugum. Borgarleikhúsið hefur nú ráðist í að gefa út íslensk leikrit sem rata á fjalir hússins og lítur á það sem mikilvægan þátt í þeirri stefnu að efla íslenska leikritun. Vonir standa til að gefa út fjögur til fimm verk á ári, verk sem gefa hugmynd um hæfileika íslenskra skálda og þýðenda. Þorvaldur Kristinsson bókmenntafræðingur hefur veg og vanda af útgáfunni fyrir hönd leikhússins í samvinnu við Kristínu Gunnarsdóttur sem annast útlit og umbrot. Fyrstu verkin komu út nú fyrir skömmu og eru þau bæði eftir ung íslensk leikskáld. Hystory eftir Kristínu Eiríksdóttur sem var frumflutt fyrr á árinu af leikhópnum Sokkabandið og Bláskjár eftir Tyrfing Tyrfingsson sem var frumflutt af leikhópnum Óskabörn ógæfunnar leikárið 2013-2014. Tyrfingur segir að þetta sé dálítið sérstakt vegna þess að sem leikritaskáld eigi hann ekki í neinu eiginlegu sambandi við lesendur eins og rithöfundar eiga. „Þannig að eins og ég er ánægður með þetta þá er mér að sama skapi nákvæmlega sama. Ég er svo mikill leikhústrúður að ég einhvern veginn tengi ekki alveg. Mér finnst þetta samt gaman og sé hvað þetta er fallegt og fínt umbrot og vel gert, veit svona í höfðinu að það er mjög skynsamlegt að gera þetta og öllum til framdráttar. Þannig að þetta bara gerir mig enn montnari. Það er það eina sem þetta gerir. Þetta er stórhættulegt.“ Tyrfingur bendir líka á að í raun sé þarna á ferðinni verk sem hann fyrir sitt leyti hafi verið búinn að afgreiða. „Það er samt soldið gaman að sjá þetta svona á pappír en þetta eiginlega tilheyrir mér ekki lengur. Að sama skapi verður Auglýsing ársins, sem ég er að vinna að núna, eflaust gefið út á bók núna en ég er að deyja yfir því að það verði einhvern tíma frumsýnt svo að bókin er eitthvað svo fjarlæg. Það er einhvern veginn þannig að annað nær mér og gerir mér lífið leitt en hitt bara eykur á montið.“ Það er athyglisvert að í samanburði við alla þá sem eru að fást við að skrifa á Íslandi eru í raun aðeins örfáir einstaklingar að takast á við að skrifa fyrir leikhús. Tyrfingur telur að skýringuna sé helst að finna í því hversu andstyggilegt leikhúsformið er í eðli sínu. „Það er líka svo niðurlægjandi. Loksins þegar maður er búinn að koma einhverju frá sér og orðinn þokkalega ánægður þá eiga einhverjir leikstjórar og leikarar eftir að krukka í þetta og núna bætast útgefendur við. Að skrifa bók er miklu meira beint til lesandans. En þetta form er svo auðmýkjandi og brútal. Þú getur verið búinn að skrifa einhverja setningu, blaðsíðu eða jafnvel heila persónu en þarft svo bara að henda henni af því að hún hentar ekki forminu. Formið er alltaf í fyrsta sæti í leikritun, svo koma persónur og síðast stíll eða smekkur. Vond sena, sama hvað hún er vel stíluð, er vond sena. Alltaf. En ég er ekki manngerðin í að sitja yfir bók og skila henni svo af mér heldur þarf þessa geðveiki sem felst í því að skrifa fyrir leikhús. Ég er háður þessum átökum að þurfa að horfa framan í leikara sem sendir mann heim að laga eitthvað og allt þetta. Sem leikritaskáld er maður aldrei montinn nema í nokkrar mínútur og svo kemur einhver og brýtur mann niður og niðurlægingin hefst að nýju. En vonandi mun þessi útgáfa gefa einhverjum sjálfstraust. Auk þess eru frekar fáar persónur í báðum þessum verkum þannig að það er tilvalið fyrir fjölskylduna að leiklesa þetta bara í sumarbústaðnum. Mér finnst forvitnilegast að sjá hvernig lesendur taka við þessu. Að lesa upphátt í einhverjum hópi, svona ef það er ekki brjálæðislega langt, er miklu skemmtilegra en að spila aftur kana eða eitthvert borðspil. Þannig það er tilvalið að leiklestrar verði hin nýja skemmtun í jóla- og áramótaboðum landsmanna. Þá fá líka allir hlutverk og jafnvel erfiðustu alkóhólistarnir hafa eitthvað að gera og fá bókstaklega hlutverk í partíinu.“ Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Það hefur ekki farið mikið fyrir leikritaútgáfu á Íslandi á undanförnum árum og reyndar áratugum. Borgarleikhúsið hefur nú ráðist í að gefa út íslensk leikrit sem rata á fjalir hússins og lítur á það sem mikilvægan þátt í þeirri stefnu að efla íslenska leikritun. Vonir standa til að gefa út fjögur til fimm verk á ári, verk sem gefa hugmynd um hæfileika íslenskra skálda og þýðenda. Þorvaldur Kristinsson bókmenntafræðingur hefur veg og vanda af útgáfunni fyrir hönd leikhússins í samvinnu við Kristínu Gunnarsdóttur sem annast útlit og umbrot. Fyrstu verkin komu út nú fyrir skömmu og eru þau bæði eftir ung íslensk leikskáld. Hystory eftir Kristínu Eiríksdóttur sem var frumflutt fyrr á árinu af leikhópnum Sokkabandið og Bláskjár eftir Tyrfing Tyrfingsson sem var frumflutt af leikhópnum Óskabörn ógæfunnar leikárið 2013-2014. Tyrfingur segir að þetta sé dálítið sérstakt vegna þess að sem leikritaskáld eigi hann ekki í neinu eiginlegu sambandi við lesendur eins og rithöfundar eiga. „Þannig að eins og ég er ánægður með þetta þá er mér að sama skapi nákvæmlega sama. Ég er svo mikill leikhústrúður að ég einhvern veginn tengi ekki alveg. Mér finnst þetta samt gaman og sé hvað þetta er fallegt og fínt umbrot og vel gert, veit svona í höfðinu að það er mjög skynsamlegt að gera þetta og öllum til framdráttar. Þannig að þetta bara gerir mig enn montnari. Það er það eina sem þetta gerir. Þetta er stórhættulegt.“ Tyrfingur bendir líka á að í raun sé þarna á ferðinni verk sem hann fyrir sitt leyti hafi verið búinn að afgreiða. „Það er samt soldið gaman að sjá þetta svona á pappír en þetta eiginlega tilheyrir mér ekki lengur. Að sama skapi verður Auglýsing ársins, sem ég er að vinna að núna, eflaust gefið út á bók núna en ég er að deyja yfir því að það verði einhvern tíma frumsýnt svo að bókin er eitthvað svo fjarlæg. Það er einhvern veginn þannig að annað nær mér og gerir mér lífið leitt en hitt bara eykur á montið.“ Það er athyglisvert að í samanburði við alla þá sem eru að fást við að skrifa á Íslandi eru í raun aðeins örfáir einstaklingar að takast á við að skrifa fyrir leikhús. Tyrfingur telur að skýringuna sé helst að finna í því hversu andstyggilegt leikhúsformið er í eðli sínu. „Það er líka svo niðurlægjandi. Loksins þegar maður er búinn að koma einhverju frá sér og orðinn þokkalega ánægður þá eiga einhverjir leikstjórar og leikarar eftir að krukka í þetta og núna bætast útgefendur við. Að skrifa bók er miklu meira beint til lesandans. En þetta form er svo auðmýkjandi og brútal. Þú getur verið búinn að skrifa einhverja setningu, blaðsíðu eða jafnvel heila persónu en þarft svo bara að henda henni af því að hún hentar ekki forminu. Formið er alltaf í fyrsta sæti í leikritun, svo koma persónur og síðast stíll eða smekkur. Vond sena, sama hvað hún er vel stíluð, er vond sena. Alltaf. En ég er ekki manngerðin í að sitja yfir bók og skila henni svo af mér heldur þarf þessa geðveiki sem felst í því að skrifa fyrir leikhús. Ég er háður þessum átökum að þurfa að horfa framan í leikara sem sendir mann heim að laga eitthvað og allt þetta. Sem leikritaskáld er maður aldrei montinn nema í nokkrar mínútur og svo kemur einhver og brýtur mann niður og niðurlægingin hefst að nýju. En vonandi mun þessi útgáfa gefa einhverjum sjálfstraust. Auk þess eru frekar fáar persónur í báðum þessum verkum þannig að það er tilvalið fyrir fjölskylduna að leiklesa þetta bara í sumarbústaðnum. Mér finnst forvitnilegast að sjá hvernig lesendur taka við þessu. Að lesa upphátt í einhverjum hópi, svona ef það er ekki brjálæðislega langt, er miklu skemmtilegra en að spila aftur kana eða eitthvert borðspil. Þannig það er tilvalið að leiklestrar verði hin nýja skemmtun í jóla- og áramótaboðum landsmanna. Þá fá líka allir hlutverk og jafnvel erfiðustu alkóhólistarnir hafa eitthvað að gera og fá bókstaklega hlutverk í partíinu.“
Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira