Sýndu samstöðu á Austurvelli: Megum ekki bregðast veikum börnum sem hingað koma Bjarki Ármannsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 15. desember 2015 18:04 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, var meðal ræðumanna. Vísir/Ernir Óréttlætanlegt er að börn í nauð fái ekki hjálp hér á landi vegna óljósra hugmynda um að þá hellist yfir flóðbylgja af öðrum í sömu aðstæðum. Mikilvægt er að þessi mál séu rædd, og skoða þarf hvort íslenska kerfið taki tillit til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem lögfestur var hér á landi árið 2013. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttir, formanns Vinstri grænna, á samstöðufundi á Austurvelli í kvöld, þar sem albönsku fjölskyldunum tveimur sem vísað var úr landi í síðustu viku var sýndur stuðningur. Rætt var við skipuleggjanda fundsins, hina fimmtán ára Unu Maríu Óðinsdóttur, á Vísi fyrr í dag. „Rétt eins og ekkert okkar sem einstaklingur myndi hika við að hjálpa slösuðu barni úti á götu vegna ótta við að önnur börn fylgi á eftir verðum við að taka ákvörðun sem samfélag um að bregðast ekki veikum börnum sem hingað koma,“ sagði Katrín. „Stöndum saman um samfélag sem bregst ekki börnum. Gleymum ekki hverjar eru frumskyldur okkar sem einstaklinga og sem samfélags.“Ræða Katrínar í heild sinni„Barnið skal njóta vafans,“ segir Bergur Þór Ingólfsson leikari.Vísir/ErnirKerfi sem stæði ógn af börnum þyrfti að rústa Meðal annarra ræðumanna á fundinum var Bergur Þór Ingólfsson leikari, sem sagði það hljóta að vera grundvallarfyrirkomulag að gera alltaf það sem barni er fyrir bestu. „Barnið skal njóta vafans,“ sagði Bergur Þór. „Þessir tveir litlu drengir voru betur settir á Barnaspítalanum heldur en í Albaníu og við, íslenska ríkið, sem röskuðum því ætlum að leiðrétta þau mistök fyrir jól – vonandi.“ Bergur beindi tali sínu einnig að umdeildum ummælum þingmannsins Brynjars Níelssonar, sem sagði í sjónvarpsþættinum Eyjunni um helgina að honum bæri að hugsa um að fara að lögum í máli fjölskyldunnar. Hann vildi ekki taka þátt í því að leggja allt „kerfið“ á Íslandi í rúst bara til þess að vera „góður maður.“ „Við þurfum ekki að óttast að það að vilja vera góður „rústi kerfinu,““ sagði Bergur Þór. „Enda væri kerfi sem stæði ógn af börnum skakkt og rangt. Slíku kerfi þyrfti reyndar hreinlega að rústa.“ Þá vakti hann einnig athygli á máli sýrlensku stúlknanna Jönu og Joulu og fjölskyldu þeirra, sem dvelur nú á Íslandi eftir að hafa dvalið á götunni í Grikklandi á leið sinni frá heimalandinu. Þangað stendur til að vísa þeim aftur á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar þrátt fyrir að stúlkurnar séu komnar á leikskóla.Mál fjölskyldnanna tveggja hefur vakið mikla athygli og gagnrýni meðal almennings.Vísir/Ernir„Bara af því að pabbinn skildi eftir fingrafar sitt í Grikklandi á flótta sínum frá Sýrlandi segja lögin sem kennd eru við Dyflinni að þá séu þessar stúlkur ekki okkar vandamál. Ég hef hitt þær og börn einhverra okkar eru með þeim í leikskóla. Þessar stúlkur eru ekkert vandamál. En við getum orðið þeirra vandamál.“Ræða Bergs Þórs í heild sinniSlímseigjusjúkdómurinn betur meðhöndlaður á ÍslandiÞá tók Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona til máls og fjallaði sérstaklega um slímseigjusjúkdóminn sem drengurinn Kevi er haldinn. Hún vitnaði í Kristján Dereksson barnalækni sem segir albanska heilbrigðiskerfið mun verr í stakk búið til að meðhöndla slímseigjusjúkdóm en hið íslenska. „Heilbrigðiskerfi Albaníu stendur því íslenska að baki hvað varðar lífslíkur fólks og gæði heilbrigðisþjónustunnar,“ sagði Unnur Ösp. „Þótt Albanir séu búnir að bæta margt í heilbrigðiskerfi sínu þá er meðferð þessa sjúklingahóps flókin og krefst kunnáttu, aðstöðu, mannauðs, lyfja og tækni sem ekki eru á færi allra landa að veita.“Ræða Unnar Aspar í heild sinniÁ fundinum komu einnig fram tónlistarmennirnir Lay Low og Magga Stína. Flóttamenn Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Fleiri fréttir Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Sjá meira
Óréttlætanlegt er að börn í nauð fái ekki hjálp hér á landi vegna óljósra hugmynda um að þá hellist yfir flóðbylgja af öðrum í sömu aðstæðum. Mikilvægt er að þessi mál séu rædd, og skoða þarf hvort íslenska kerfið taki tillit til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem lögfestur var hér á landi árið 2013. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttir, formanns Vinstri grænna, á samstöðufundi á Austurvelli í kvöld, þar sem albönsku fjölskyldunum tveimur sem vísað var úr landi í síðustu viku var sýndur stuðningur. Rætt var við skipuleggjanda fundsins, hina fimmtán ára Unu Maríu Óðinsdóttur, á Vísi fyrr í dag. „Rétt eins og ekkert okkar sem einstaklingur myndi hika við að hjálpa slösuðu barni úti á götu vegna ótta við að önnur börn fylgi á eftir verðum við að taka ákvörðun sem samfélag um að bregðast ekki veikum börnum sem hingað koma,“ sagði Katrín. „Stöndum saman um samfélag sem bregst ekki börnum. Gleymum ekki hverjar eru frumskyldur okkar sem einstaklinga og sem samfélags.“Ræða Katrínar í heild sinni„Barnið skal njóta vafans,“ segir Bergur Þór Ingólfsson leikari.Vísir/ErnirKerfi sem stæði ógn af börnum þyrfti að rústa Meðal annarra ræðumanna á fundinum var Bergur Þór Ingólfsson leikari, sem sagði það hljóta að vera grundvallarfyrirkomulag að gera alltaf það sem barni er fyrir bestu. „Barnið skal njóta vafans,“ sagði Bergur Þór. „Þessir tveir litlu drengir voru betur settir á Barnaspítalanum heldur en í Albaníu og við, íslenska ríkið, sem röskuðum því ætlum að leiðrétta þau mistök fyrir jól – vonandi.“ Bergur beindi tali sínu einnig að umdeildum ummælum þingmannsins Brynjars Níelssonar, sem sagði í sjónvarpsþættinum Eyjunni um helgina að honum bæri að hugsa um að fara að lögum í máli fjölskyldunnar. Hann vildi ekki taka þátt í því að leggja allt „kerfið“ á Íslandi í rúst bara til þess að vera „góður maður.“ „Við þurfum ekki að óttast að það að vilja vera góður „rústi kerfinu,““ sagði Bergur Þór. „Enda væri kerfi sem stæði ógn af börnum skakkt og rangt. Slíku kerfi þyrfti reyndar hreinlega að rústa.“ Þá vakti hann einnig athygli á máli sýrlensku stúlknanna Jönu og Joulu og fjölskyldu þeirra, sem dvelur nú á Íslandi eftir að hafa dvalið á götunni í Grikklandi á leið sinni frá heimalandinu. Þangað stendur til að vísa þeim aftur á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar þrátt fyrir að stúlkurnar séu komnar á leikskóla.Mál fjölskyldnanna tveggja hefur vakið mikla athygli og gagnrýni meðal almennings.Vísir/Ernir„Bara af því að pabbinn skildi eftir fingrafar sitt í Grikklandi á flótta sínum frá Sýrlandi segja lögin sem kennd eru við Dyflinni að þá séu þessar stúlkur ekki okkar vandamál. Ég hef hitt þær og börn einhverra okkar eru með þeim í leikskóla. Þessar stúlkur eru ekkert vandamál. En við getum orðið þeirra vandamál.“Ræða Bergs Þórs í heild sinniSlímseigjusjúkdómurinn betur meðhöndlaður á ÍslandiÞá tók Unnur Ösp Stefánsdóttir leikkona til máls og fjallaði sérstaklega um slímseigjusjúkdóminn sem drengurinn Kevi er haldinn. Hún vitnaði í Kristján Dereksson barnalækni sem segir albanska heilbrigðiskerfið mun verr í stakk búið til að meðhöndla slímseigjusjúkdóm en hið íslenska. „Heilbrigðiskerfi Albaníu stendur því íslenska að baki hvað varðar lífslíkur fólks og gæði heilbrigðisþjónustunnar,“ sagði Unnur Ösp. „Þótt Albanir séu búnir að bæta margt í heilbrigðiskerfi sínu þá er meðferð þessa sjúklingahóps flókin og krefst kunnáttu, aðstöðu, mannauðs, lyfja og tækni sem ekki eru á færi allra landa að veita.“Ræða Unnar Aspar í heild sinniÁ fundinum komu einnig fram tónlistarmennirnir Lay Low og Magga Stína.
Flóttamenn Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Fleiri fréttir Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Sjá meira