Guðlaugur: Ógeðslega svekktur með að stigið hafi verið tekið af okkur Anton Ingi Leifsson í N1-höllinni að Varmá skrifar 17. desember 2015 22:05 Guðlaugur segir sínum mönnum til í leiknum í kvöld. vísir/ernir „Ég er rosalega svekktur að hafa tapað. Mér fannst við vera búnir að vinna fyrir stigi þarna í lokin og ég er ógeðslega svekktur með að það hafi verið tekið af okkur,” sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, hundsvekktur við Vísi í leikslok eftir eins marks tap gegn Aftureldingu, 22-21. „Það er ofboðslega mikill karakter hjá okkur að koma til baka. Þeir eru betri en við heilt yfir og við erum að ströggla. Þeir spiluðu góða vörn og Davíð var að verja vel í markinu.” „Við áttum í smá vandræðum með að skora, en við héldum alltaf áfram og við erum alltaf líklegir þegar við dettum í smá gír. Þetta var bara frábær karakter og það er eitthvað sem ég veit að býr í okkar hóp.” Framarar voru gífurlega ósáttir með vítakastdóminn sem tryggði Aftureldingu sigur í leiknum og var Guðlaugur súr varðandi þann dóm. „Þeir voru búnir að sleppa svona atriði fyrr í leiknum sem var nákvæmlega eins. Það er bara ekki nógu gott. Maður á að segja sem minnst um dómarana í þessu, en mér fannst þeir bara ekki að standa sig nægilega vel hér í dag. Ég segi ekki meira um það.” „Ég var ánægðastur með karakterinn í dag. Við erum ekki að spila nægilega vel og karakterinn hjá okkur að halda áfram og hafa trú á verkefninu. Við hefðum getað gefist upp fjórum til fimm mörkum undir og misst hausinn, en við héldum áfram og erum að koma okkur í færi.” „Davíð var að verja vel frá okkur. Við förum með tvö víti og örugglega sex dauðafæri, en ég er fyrst og fremst ánægðastur með karakterinn og baráttuna.” Fram er nú komið í jólafrí, að undanskildum deildarbikarnum milli jóla og nýárs, og Guðlaugur sé fríið kærkomið. „Nú hefst bara undirbúningur og við erum ánægðir með þennan fyrri hluta. Við þurfum bara að vinna vel í okkur í fríinu og það er deildarbikarinn milli jóla og nýárs sem er bara gaman að taka þátt í. Svo förum við bara inn í janúar tilbúnir að æfa og standa okkur. Okkur veitir ekkert að því til að koma okkur aftur saman og koma okkur aftur á beinu brautina,” voru lokaorð Guðlaugar í leikslok. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Fram 22-21 | Árni Bragi hetja Aftureldingar með flautumarki Árni Bragi Eyjólfsson skoraði sigurmark Aftureldingar á flautumarki þegar Afturelding vann Fram með minnsta mun, 22-21, í Olís-deildinni í kvöld. 17. desember 2015 21:45 Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Sjá meira
„Ég er rosalega svekktur að hafa tapað. Mér fannst við vera búnir að vinna fyrir stigi þarna í lokin og ég er ógeðslega svekktur með að það hafi verið tekið af okkur,” sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Fram, hundsvekktur við Vísi í leikslok eftir eins marks tap gegn Aftureldingu, 22-21. „Það er ofboðslega mikill karakter hjá okkur að koma til baka. Þeir eru betri en við heilt yfir og við erum að ströggla. Þeir spiluðu góða vörn og Davíð var að verja vel í markinu.” „Við áttum í smá vandræðum með að skora, en við héldum alltaf áfram og við erum alltaf líklegir þegar við dettum í smá gír. Þetta var bara frábær karakter og það er eitthvað sem ég veit að býr í okkar hóp.” Framarar voru gífurlega ósáttir með vítakastdóminn sem tryggði Aftureldingu sigur í leiknum og var Guðlaugur súr varðandi þann dóm. „Þeir voru búnir að sleppa svona atriði fyrr í leiknum sem var nákvæmlega eins. Það er bara ekki nógu gott. Maður á að segja sem minnst um dómarana í þessu, en mér fannst þeir bara ekki að standa sig nægilega vel hér í dag. Ég segi ekki meira um það.” „Ég var ánægðastur með karakterinn í dag. Við erum ekki að spila nægilega vel og karakterinn hjá okkur að halda áfram og hafa trú á verkefninu. Við hefðum getað gefist upp fjórum til fimm mörkum undir og misst hausinn, en við héldum áfram og erum að koma okkur í færi.” „Davíð var að verja vel frá okkur. Við förum með tvö víti og örugglega sex dauðafæri, en ég er fyrst og fremst ánægðastur með karakterinn og baráttuna.” Fram er nú komið í jólafrí, að undanskildum deildarbikarnum milli jóla og nýárs, og Guðlaugur sé fríið kærkomið. „Nú hefst bara undirbúningur og við erum ánægðir með þennan fyrri hluta. Við þurfum bara að vinna vel í okkur í fríinu og það er deildarbikarinn milli jóla og nýárs sem er bara gaman að taka þátt í. Svo förum við bara inn í janúar tilbúnir að æfa og standa okkur. Okkur veitir ekkert að því til að koma okkur aftur saman og koma okkur aftur á beinu brautina,” voru lokaorð Guðlaugar í leikslok.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Fram 22-21 | Árni Bragi hetja Aftureldingar með flautumarki Árni Bragi Eyjólfsson skoraði sigurmark Aftureldingar á flautumarki þegar Afturelding vann Fram með minnsta mun, 22-21, í Olís-deildinni í kvöld. 17. desember 2015 21:45 Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Fram 22-21 | Árni Bragi hetja Aftureldingar með flautumarki Árni Bragi Eyjólfsson skoraði sigurmark Aftureldingar á flautumarki þegar Afturelding vann Fram með minnsta mun, 22-21, í Olís-deildinni í kvöld. 17. desember 2015 21:45