Takk fyrir mig og gleðileg jól! sigga dögg skrifar 18. desember 2015 10:15 Þegar maður hefur stuðning, birtu og kraft frá sterkum einstaklingum þá skín maður áfram og stoppar ekki. Vísir/Getty Þá er komið að því. Ekki nóg með að formleg jól gangi í garð í næstu viku heldur er þetta einnig síðasti pistillinn sem ég skrifa í Fréttablaðið. Þetta hefur verið ævintýralegur tími og það sem fáir vita er að fyrsti pistillinn eftir mig birtist árið 2006 í Fréttablaðinu. Þá var ég mjög innblásin af Carrie úr Beðmálum í Borginni og skrifaði um leitina að draumaprinsinum, og leitina að sjálfri mér. Ég man að ég áttaði mig alls ekki á því hversu margir, ef þá einhverjir, hefðu áhuga á þessum pistlum en ég hef alltaf skrifað svo þetta er bara órjúfanlegur hluti af mér og hver ég er. Kannski réttast að undirbúa þig. Þessi pistill er smá sjálfshátíð og það er von á væmni. Ekki segja að ég hafi ekki varað þig við.Fyrir fimm árum Þegar ég kom heim úr kynfræðináminu hafði blaðamaður samband við mig og bauð mér að skrifa fyrir Fréttablaðið. Mér fannst það spennandi en jafnframt var ég hrædd við það því nú var ekkert hægt að skrifa bara um að vera í sleik á einhverjum skemmtistað, nú þyrfti að skrifa af alvöru. Í fyrstu var ég mjög upptekin af því að skrifa um rannsóknarniðurstöður og vildi passa að hafa allt faglegt og flott. Mér fannst ég þurfa að sanna mig og ekki vera lengur þessi týnda stelpa. Ég gyrti mig í brók með nokkrum háskólagráðum, heimsferðalögum og sterkum maka og settist við skriftir. Það var samt ekki fyrr en ég leyfði mér að slaka aðeins á og setti smá af mér í pistilinn þar sem þeir virkilega flugu af stað og öðluðust sjálfstætt líf. Orðin hreyfðu við lesendum.Þakklæti Ég hef heyrt af konum sem hafa klippt út pistla og hengt upp inn á kaffistofur og jafnvel lesið upphátt fyrir samstarfsfélagana. Ég hef heyrt af konum sem klippa þá út og safna þeim. Ég hef persónulega fengið hrós frá fallegum ungum herramönnum sem segja að skrifin hafi bætt þeirra samband og þeir hugsi nú öðruvísi. Ég hef einnig fengið hrós frá ungum stelpum sem tala nú um kynlíf og geta sagt orðið píka. Líka frá móður sem nú talar við börn sín um kynlíf og kaupir smokka. Og foreldrana sem fóru að tala um raunveruleika uppeldis, án alls glans. Og öllum þeim lesendum sem segja mér að þeir lesi í hverri einustu viku og hafi gagn og gaman af. Ég er svo óendanlega þakklát ykkur í hjartanu.Vísir/GettyOfurkraftur á lyklaborðinu Það er ekki hægt að neita því að þegar maður fær slíkan meðbyr og yl frá samborgurum, þá losnar um eitthvað. Ég pikka aðeins fastar og hraðar á lyklaborðið. Ég þarf að koma miklu að og eina leiðin til þess er að tala við fólk, hreyfa við því svo það verði að gárum breytinga í sínu umhverfi. Þannig aukum við skilning og manngæsku, með því að hreyfa við næsta manni sem svo ber kærleikann og fróðleikinn áfram. Fyrst ég er svona á einlægu nótunum þá get ég alveg sagt þér, kæri lesandi, ég er að skrifa tvær bækur. Önnur er sérvalið samansafn af þessum pistlum sem hafa birst hér í Fréttablaðinu og hin er bók um kynlíf fyrir unglinga. (Þó hún sé raunverulega einnig fyrir allt það fólk sem aldrei fékk kynfræðslu og vill fá hana beint í æð án allra krúsídúlla, bara hreinan og beinan (og fyndinn!) fróðleik). Ég er því ekki með öllu horfin og mun áfram herja á landann með opnari og hreinskilnari umræðu um kynlíf, tilfinningar, samskipti og ástina, sem og kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum landsins.Hvað, eða hver, er í þínum vegi? Ég reyndar taldi lengi að ég mætti ekki skrifa bók. Það var eitt af því sem minnimáttarkenndin hvíslaði í eyra mitt. „Þú ert sko enginn Andri Snær, Þorgrímur, Kristín Marja, eða Vigdís Gríms, og verður aldrei, svo slepptu þessu bara,“ hvísluðu raddirnar. Sem betur fer þá náði hrósið ykkar að yfirgnæfa hvíslið og þegar þessi leiðindakór ætlar að byrja þá set ég bara Edith Piaf í eyrun og öskra „Non, rien de rien, je regrette rien!“. Það hefur nefnilega ekki alltaf verið svo að lífið sé dans á rósum en ég trúi því að þetta sé spurning um að reyna að þrauka, draga lærdóm af aðstæðunum, hlusta á sterka fyrirmynd og fá sér súkkulaði. Stundum sökkar allt (svo ég sletti) og þá er bara allt í lagi að setjast niður, anda djúpt og troða í sig molum og syngja. Sérstaklega þegar ekkert annað er í stöðunni. Ég er Pollýanna í hjartanu og trúi á að við eigum að vera duglegri að hlusta á innsæi okkar og taka áhættu, sér í lagi ef hjartað öskrar á þig að fara af stað. Aðgerðarleysi getur valdið eftirsjá en mistök eru hluti af reynslubankanum og mótandi afl. Eina leiðin er áfram. Það er svo margt ósagt og ógert í tengslum við samskipti og kynlíf og mitt verkefni snýst um miklu meira en einhverja spéhræðslu hjá mér yfir takmörkunum á eigin gáfum eða hégóma um að halda ákveðnu andliti út á við. Verkefni mitt snýst um að bæta heiminn og fólkið í honum. Og þá er bara í boði að halda áfram.Vísir/GETTYÞú getur breytt heiminum Ég hef margoft sagt að ég ætli mér að breyta heiminum og ég ætla að standa við það. Þegar maður hefur stuðning, birtu og kraft frá sterkum einstaklingum þá skín maður áfram og stoppar ekki. Þú, kæri lesandi, hefur átt þátt í því að móta mig og styrkja. Það er vegna þín sem ég þroskast. Ég er auðmjúk, tillitssöm og langar að bæta mig og verða betri manneskja, því það skiptir máli. Hvernig ég hegða mér, hvað ég segi og hvað ég geri skiptir máli. Það skiptir líka máli fyrir þig. Við skiptum öll máli því öll höfum við áhrif á manneskjurnar í okkar nærumhverfi. Segðu píka. Kauptu smokka. Notaðu smokkinn. Spyrðu: „Er allt í lagi? Finnst þér þetta gott? Má ég halda áfram?“ Opnaðu augun. Segðu: „Mér þykir vænt um þig.“ Farðu í sleik. Elskaðu þig. Elskaðu líkama þinn. Elskaðu samferðafólk þitt. Virtu þig og aðra. Segðu takk.Vertu með í að breyta heiminum og bæta. Ást til ykkar allra inn í jólin og nýtt ár, við hittumst án efa á nýju ári, takk fyrir mig og samfylgdina! Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Þá er komið að því. Ekki nóg með að formleg jól gangi í garð í næstu viku heldur er þetta einnig síðasti pistillinn sem ég skrifa í Fréttablaðið. Þetta hefur verið ævintýralegur tími og það sem fáir vita er að fyrsti pistillinn eftir mig birtist árið 2006 í Fréttablaðinu. Þá var ég mjög innblásin af Carrie úr Beðmálum í Borginni og skrifaði um leitina að draumaprinsinum, og leitina að sjálfri mér. Ég man að ég áttaði mig alls ekki á því hversu margir, ef þá einhverjir, hefðu áhuga á þessum pistlum en ég hef alltaf skrifað svo þetta er bara órjúfanlegur hluti af mér og hver ég er. Kannski réttast að undirbúa þig. Þessi pistill er smá sjálfshátíð og það er von á væmni. Ekki segja að ég hafi ekki varað þig við.Fyrir fimm árum Þegar ég kom heim úr kynfræðináminu hafði blaðamaður samband við mig og bauð mér að skrifa fyrir Fréttablaðið. Mér fannst það spennandi en jafnframt var ég hrædd við það því nú var ekkert hægt að skrifa bara um að vera í sleik á einhverjum skemmtistað, nú þyrfti að skrifa af alvöru. Í fyrstu var ég mjög upptekin af því að skrifa um rannsóknarniðurstöður og vildi passa að hafa allt faglegt og flott. Mér fannst ég þurfa að sanna mig og ekki vera lengur þessi týnda stelpa. Ég gyrti mig í brók með nokkrum háskólagráðum, heimsferðalögum og sterkum maka og settist við skriftir. Það var samt ekki fyrr en ég leyfði mér að slaka aðeins á og setti smá af mér í pistilinn þar sem þeir virkilega flugu af stað og öðluðust sjálfstætt líf. Orðin hreyfðu við lesendum.Þakklæti Ég hef heyrt af konum sem hafa klippt út pistla og hengt upp inn á kaffistofur og jafnvel lesið upphátt fyrir samstarfsfélagana. Ég hef heyrt af konum sem klippa þá út og safna þeim. Ég hef persónulega fengið hrós frá fallegum ungum herramönnum sem segja að skrifin hafi bætt þeirra samband og þeir hugsi nú öðruvísi. Ég hef einnig fengið hrós frá ungum stelpum sem tala nú um kynlíf og geta sagt orðið píka. Líka frá móður sem nú talar við börn sín um kynlíf og kaupir smokka. Og foreldrana sem fóru að tala um raunveruleika uppeldis, án alls glans. Og öllum þeim lesendum sem segja mér að þeir lesi í hverri einustu viku og hafi gagn og gaman af. Ég er svo óendanlega þakklát ykkur í hjartanu.Vísir/GettyOfurkraftur á lyklaborðinu Það er ekki hægt að neita því að þegar maður fær slíkan meðbyr og yl frá samborgurum, þá losnar um eitthvað. Ég pikka aðeins fastar og hraðar á lyklaborðið. Ég þarf að koma miklu að og eina leiðin til þess er að tala við fólk, hreyfa við því svo það verði að gárum breytinga í sínu umhverfi. Þannig aukum við skilning og manngæsku, með því að hreyfa við næsta manni sem svo ber kærleikann og fróðleikinn áfram. Fyrst ég er svona á einlægu nótunum þá get ég alveg sagt þér, kæri lesandi, ég er að skrifa tvær bækur. Önnur er sérvalið samansafn af þessum pistlum sem hafa birst hér í Fréttablaðinu og hin er bók um kynlíf fyrir unglinga. (Þó hún sé raunverulega einnig fyrir allt það fólk sem aldrei fékk kynfræðslu og vill fá hana beint í æð án allra krúsídúlla, bara hreinan og beinan (og fyndinn!) fróðleik). Ég er því ekki með öllu horfin og mun áfram herja á landann með opnari og hreinskilnari umræðu um kynlíf, tilfinningar, samskipti og ástina, sem og kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum landsins.Hvað, eða hver, er í þínum vegi? Ég reyndar taldi lengi að ég mætti ekki skrifa bók. Það var eitt af því sem minnimáttarkenndin hvíslaði í eyra mitt. „Þú ert sko enginn Andri Snær, Þorgrímur, Kristín Marja, eða Vigdís Gríms, og verður aldrei, svo slepptu þessu bara,“ hvísluðu raddirnar. Sem betur fer þá náði hrósið ykkar að yfirgnæfa hvíslið og þegar þessi leiðindakór ætlar að byrja þá set ég bara Edith Piaf í eyrun og öskra „Non, rien de rien, je regrette rien!“. Það hefur nefnilega ekki alltaf verið svo að lífið sé dans á rósum en ég trúi því að þetta sé spurning um að reyna að þrauka, draga lærdóm af aðstæðunum, hlusta á sterka fyrirmynd og fá sér súkkulaði. Stundum sökkar allt (svo ég sletti) og þá er bara allt í lagi að setjast niður, anda djúpt og troða í sig molum og syngja. Sérstaklega þegar ekkert annað er í stöðunni. Ég er Pollýanna í hjartanu og trúi á að við eigum að vera duglegri að hlusta á innsæi okkar og taka áhættu, sér í lagi ef hjartað öskrar á þig að fara af stað. Aðgerðarleysi getur valdið eftirsjá en mistök eru hluti af reynslubankanum og mótandi afl. Eina leiðin er áfram. Það er svo margt ósagt og ógert í tengslum við samskipti og kynlíf og mitt verkefni snýst um miklu meira en einhverja spéhræðslu hjá mér yfir takmörkunum á eigin gáfum eða hégóma um að halda ákveðnu andliti út á við. Verkefni mitt snýst um að bæta heiminn og fólkið í honum. Og þá er bara í boði að halda áfram.Vísir/GETTYÞú getur breytt heiminum Ég hef margoft sagt að ég ætli mér að breyta heiminum og ég ætla að standa við það. Þegar maður hefur stuðning, birtu og kraft frá sterkum einstaklingum þá skín maður áfram og stoppar ekki. Þú, kæri lesandi, hefur átt þátt í því að móta mig og styrkja. Það er vegna þín sem ég þroskast. Ég er auðmjúk, tillitssöm og langar að bæta mig og verða betri manneskja, því það skiptir máli. Hvernig ég hegða mér, hvað ég segi og hvað ég geri skiptir máli. Það skiptir líka máli fyrir þig. Við skiptum öll máli því öll höfum við áhrif á manneskjurnar í okkar nærumhverfi. Segðu píka. Kauptu smokka. Notaðu smokkinn. Spyrðu: „Er allt í lagi? Finnst þér þetta gott? Má ég halda áfram?“ Opnaðu augun. Segðu: „Mér þykir vænt um þig.“ Farðu í sleik. Elskaðu þig. Elskaðu líkama þinn. Elskaðu samferðafólk þitt. Virtu þig og aðra. Segðu takk.Vertu með í að breyta heiminum og bæta. Ást til ykkar allra inn í jólin og nýtt ár, við hittumst án efa á nýju ári, takk fyrir mig og samfylgdina!
Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira