Tugir mála vegna ærumeiðinga Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 1. desember 2015 07:00 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson segir tugi mála á sínu borði vegna ærumeiðandi ummæla sem hafi fallið á netinu. Nordicphotos/getty Konu sem sagði frá meintu kynferðisbroti á lokaðri umræðusíðu á Facebook var sent kröfubréf í sumar og á hún yfir höfði sér málshöfðun. Í ummælum hennar telur lögfræðingur kæranda, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, felast ásökun um að kærandi hafi nauðgað henni og stuðlað að sambærilegum brotum annarra gegn konunni. Í kröfubréfi Vilhjálms til konunnar er þess krafist að hún biðjist afsökunar á ummælunum og leiðrétti þau á þeim stað sem hún lét þau falla. Þá er þess krafist að hún greiði kæranda sínum 200.000 krónur í miskabætur og lögmannskostnað, 150.000 krónur, auk virðisauka. Henni voru gefnir fjórir dagar til að bregðast við bréfinu. Bréfið barst henni í almennri póstsendingu degi fyrir kröfufrest. Hjartað tekur völdinVilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður segir múgæsingu í fjölmiðlum verða til þess að fólk tali og hegði sér með óábyrgari hætti en annars. Hann sækir fleiri ærumeiðingamál, þeirra á meðal nokkur sem tengjast meintum nauðgunum tveggja karlmanna í Hlíðahverfi eftir bekkjarskemmtanir í Háskólanum í Reykjavík. „Ég er með tugi mála á mínu borði sem tengjast ærumeiðingum. Óvandaður fréttaflutningur kyndir undir svona hlutum. Fólk sér stríðsfyrirsögn um það að það sé einhver íbúð útbúin til nauðgana. Það sér eitthvað fyrir hugskotssjónum sér og missir stjórn á sér. Nauðgaraummæli sem verða kærð urðu undir hughrifum fjölmiðlaumfjallana um málið. Þegar þetta gerist, þá tekur hjartað völdin. Fólk gjörsamlega missir sig.“ Vilhjálmur telur bæði fólk og fjölmiðla ekki átta sig á ábyrgð sinni. „Þetta er samspil fjölmiðla og einstaklinga á samfélagsmiðlum á borð við Facebook, Snapchat, Twitter, WhatsApp og Instagram. Einstaklingar verða að hugsa um þessa miðla sem sinn fjölmiðil. Svo eru kommentakerfin líka vettvangur þar sem þarf að gæta ábyrgðar. Það hefur svo margt breyst á stuttum tíma, fólk hafði áður ákveðinn umþóttunartíma. En í dag er fólk fljótt til ef það er í geðshræringu að láta ummæli falla sem hafa afleiðingar.“ Vilhjálmur segist ekki eltast við mál af þessu tagi nema þau séu alvarleg. „Til mín leitar fólk sem hefur sannarlega ástæðu til að verjast ummælum á netinu. Mörg málanna fara ekki í gegnum dómskerfið heldur eru leyst manna á milli.“ Hlíðamálið Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Konu sem sagði frá meintu kynferðisbroti á lokaðri umræðusíðu á Facebook var sent kröfubréf í sumar og á hún yfir höfði sér málshöfðun. Í ummælum hennar telur lögfræðingur kæranda, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, felast ásökun um að kærandi hafi nauðgað henni og stuðlað að sambærilegum brotum annarra gegn konunni. Í kröfubréfi Vilhjálms til konunnar er þess krafist að hún biðjist afsökunar á ummælunum og leiðrétti þau á þeim stað sem hún lét þau falla. Þá er þess krafist að hún greiði kæranda sínum 200.000 krónur í miskabætur og lögmannskostnað, 150.000 krónur, auk virðisauka. Henni voru gefnir fjórir dagar til að bregðast við bréfinu. Bréfið barst henni í almennri póstsendingu degi fyrir kröfufrest. Hjartað tekur völdinVilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður segir múgæsingu í fjölmiðlum verða til þess að fólk tali og hegði sér með óábyrgari hætti en annars. Hann sækir fleiri ærumeiðingamál, þeirra á meðal nokkur sem tengjast meintum nauðgunum tveggja karlmanna í Hlíðahverfi eftir bekkjarskemmtanir í Háskólanum í Reykjavík. „Ég er með tugi mála á mínu borði sem tengjast ærumeiðingum. Óvandaður fréttaflutningur kyndir undir svona hlutum. Fólk sér stríðsfyrirsögn um það að það sé einhver íbúð útbúin til nauðgana. Það sér eitthvað fyrir hugskotssjónum sér og missir stjórn á sér. Nauðgaraummæli sem verða kærð urðu undir hughrifum fjölmiðlaumfjallana um málið. Þegar þetta gerist, þá tekur hjartað völdin. Fólk gjörsamlega missir sig.“ Vilhjálmur telur bæði fólk og fjölmiðla ekki átta sig á ábyrgð sinni. „Þetta er samspil fjölmiðla og einstaklinga á samfélagsmiðlum á borð við Facebook, Snapchat, Twitter, WhatsApp og Instagram. Einstaklingar verða að hugsa um þessa miðla sem sinn fjölmiðil. Svo eru kommentakerfin líka vettvangur þar sem þarf að gæta ábyrgðar. Það hefur svo margt breyst á stuttum tíma, fólk hafði áður ákveðinn umþóttunartíma. En í dag er fólk fljótt til ef það er í geðshræringu að láta ummæli falla sem hafa afleiðingar.“ Vilhjálmur segist ekki eltast við mál af þessu tagi nema þau séu alvarleg. „Til mín leitar fólk sem hefur sannarlega ástæðu til að verjast ummælum á netinu. Mörg málanna fara ekki í gegnum dómskerfið heldur eru leyst manna á milli.“
Hlíðamálið Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira