Boða fleiri lokanir á Hellisheiði Óli Kr. Ármannsson skrifar 1. desember 2015 07:00 Vegkaflinn á Suðurlandsvegi fyrir ofan Draugahlíðarbrekku hjá Litlu-Kaffistofunni sem hér sést á vefmyndavél Vegagerðarinnar í hádeginu í gær er dæmi um tveir plús einn veg sem skilinn er að með vírvegriði. Mynd/Vegagerðin Öryggisráðstafanir sem ráðist hefur verið í samhliða breytingum á þjóðveginum um Hellisheiði kalla á að veginum verði oftar lokað vegna snjóa, eða þegar verður mjög blint. „Þetta er dálítil stefnubreyting að loka fremur oftar en sjaldnar og helst að vera á undan því að menn festi sig,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Hann áréttar að mikilvægasta aðferðin til að bæta umferðaröryggi sé alltaf að skilja að akstursstefnur, því að hættulegustu umferðarslysin verði þegar bílar lenda beint framan á hver öðrum.G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi VegagerðarinnarVíravegrið hefur verið sett upp á Hellisheiði og víðar á Suðurlandsvegi til þess að skilja að akstursstefnur og auka öryggi, en auknu öryggi segir Pétur að fylgi líka kostnaður. Víravegriði fylgi samt minni snjósöfnun en annars konar vegriðum. En um leið sé þrengt að og dýrara verði að ryðja veginn. Þá minnkar rými ökumanna til að athafna sig og aka í kringum fasta bíla í vondum veðrum. Því er líklegra að einn bíll sem stoppar verði til þess að stöðva umferðina alveg. „Það er verklag á hverri einustu heiði um hvernig standa skuli að lokunum og við erum í samvinnu við björgunarsveitirnar, sem manna þá lokunarpóstana, og greiðum fyrir það,“ segir G. Pétur. En þótt verkalag sé til staðar þá sé það enn í þróun líka. Vegagerðin sé hins vegar mjög ánægð með viðbrögð fólks í könnunum hennar við lokunum, því fólk vilji fremur að vandræðum sé afstýrt með lokunum. „Og stefnan er einmitt að loka helst áður en veðrið kemur og bílar fara að festast.“ Með því verklagi sé líka auðveldara að opna fyrr, þegar ekki þarf að koma í burt bílum sem sitji fastir. Fólk megi hins vegar búast við því nú að veginum verði lokað oftar en áður. „Það er bara kostnaðurinn af því að bæta umferðaröryggið.“ Síðasti vetur segir G. Pétur að hafi verið óvenjulegur suðvestanlands vegna tíðra lokana út af veðri. Meira að segja hafi komið fyrir að loka hafi þurft Reykjanesbrautinni. Þarna spili saman veður, breytt verklag og breytt umferðarmenning. „Þá hefur líka áhrif fjölgun ferðamanna, þannig að við erum með fleiri óvana ökumenn á ferðinni, bæði innlenda og erlenda.“ Núna séu uppi aðrar aðstæður en fyrir 20 árum þó að þá hafi líka snjóað mikið. Veður Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Öryggisráðstafanir sem ráðist hefur verið í samhliða breytingum á þjóðveginum um Hellisheiði kalla á að veginum verði oftar lokað vegna snjóa, eða þegar verður mjög blint. „Þetta er dálítil stefnubreyting að loka fremur oftar en sjaldnar og helst að vera á undan því að menn festi sig,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Hann áréttar að mikilvægasta aðferðin til að bæta umferðaröryggi sé alltaf að skilja að akstursstefnur, því að hættulegustu umferðarslysin verði þegar bílar lenda beint framan á hver öðrum.G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi VegagerðarinnarVíravegrið hefur verið sett upp á Hellisheiði og víðar á Suðurlandsvegi til þess að skilja að akstursstefnur og auka öryggi, en auknu öryggi segir Pétur að fylgi líka kostnaður. Víravegriði fylgi samt minni snjósöfnun en annars konar vegriðum. En um leið sé þrengt að og dýrara verði að ryðja veginn. Þá minnkar rými ökumanna til að athafna sig og aka í kringum fasta bíla í vondum veðrum. Því er líklegra að einn bíll sem stoppar verði til þess að stöðva umferðina alveg. „Það er verklag á hverri einustu heiði um hvernig standa skuli að lokunum og við erum í samvinnu við björgunarsveitirnar, sem manna þá lokunarpóstana, og greiðum fyrir það,“ segir G. Pétur. En þótt verkalag sé til staðar þá sé það enn í þróun líka. Vegagerðin sé hins vegar mjög ánægð með viðbrögð fólks í könnunum hennar við lokunum, því fólk vilji fremur að vandræðum sé afstýrt með lokunum. „Og stefnan er einmitt að loka helst áður en veðrið kemur og bílar fara að festast.“ Með því verklagi sé líka auðveldara að opna fyrr, þegar ekki þarf að koma í burt bílum sem sitji fastir. Fólk megi hins vegar búast við því nú að veginum verði lokað oftar en áður. „Það er bara kostnaðurinn af því að bæta umferðaröryggið.“ Síðasti vetur segir G. Pétur að hafi verið óvenjulegur suðvestanlands vegna tíðra lokana út af veðri. Meira að segja hafi komið fyrir að loka hafi þurft Reykjanesbrautinni. Þarna spili saman veður, breytt verklag og breytt umferðarmenning. „Þá hefur líka áhrif fjölgun ferðamanna, þannig að við erum með fleiri óvana ökumenn á ferðinni, bæði innlenda og erlenda.“ Núna séu uppi aðrar aðstæður en fyrir 20 árum þó að þá hafi líka snjóað mikið.
Veður Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira