Innlent

Fylgstu með lægðinni nálgast á gagnvirku korti

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Sterkir vindar eru nú þegar farnir að leika um Íslandsstrendur.
Sterkir vindar eru nú þegar farnir að leika um Íslandsstrendur. Mynd/Nullschool
Það ætti ekki að hafa farið framhjá nokkrum manni að vitlausu veðri hefur verið spáð í dag. Búist er við stífri austanátt, 15-25 metrum á sekúndu með snjókomu og skafrenningi. Fyrst Suðvestanlands en einnig á Norður- og Austurlandi seinni partinn.

Sjá einnig: Gæti orðið sama óveður á morgun og 6. mars árið 2013

Fólki er ráðlagt að upplifa veðrið innandyra og vera ekki að fara út úr húsi að óþörfu – enda minni veðrið um margt á óveðrið sem geisaði hér í mars fyrir rúmum tveimur árum. Þá var staðan sú að fólk sat fast í bílum sínum víða um höfuðborgarsvæðið og þurfti að færa börnum mat í bílana þar sem þau sátu föst og sársvöng.



Það þýðir þó ekki að ekki sé hægt að fylgjast með veðrinu. Einn möguleiki er að skoða það út um gluggann en annar er að skoða gagnvirkt vindakort af heiminum. Kosturinn við kortið er sá að þú ert ekki eingöngu bundinn við Ísland heldur er hægt að fylgjast með veðrinu um heim allan.

Uppfært klukkan 8.21




Fleiri fréttir

Sjá meira


×