Innlent

Óveðrið farið að segja til sín í borginni

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Tilkynningum til lögreglu farið að fjölga vegna bíla í vanda.
Tilkynningum til lögreglu farið að fjölga vegna bíla í vanda. Vísir/GVA
Óveðrið er farið að segja til sín á höfuðborgarsvæðinu og er tilkynningum til lögreglu um fasta bíla farið að fjölga frá því sem var í morgun. Það hefur þó gengið vel og virðist fólk hafa farið að tilmælum lögreglu um að fara ekki út í umferðina á illa búnum bílum.

„Það er búið að vera tiltölulega þægilegt,“ segir Þórir Ingvarsson rannsóknarlögreglumaður um stöðuna. „Fólk hefur verið að virða þessi tilmæli þannig að það eru margir sem eru að halda sig heim. Það hafa ekki verið stór vandamál í morgun Við erum þakklát fyrir að fólk hafi farið eftir tilmælum.“

Veðrið mun versna áfram næstu klukkustundirnar en búist er við því að það nái hámarki um hádegisbil á höfuðborgarsvæðinu. „Það er að spillast færð bara núna í efri byggðum, þannig við erum að sjá fleiri tilkynningar núna um fasta bíla,“ segir Þórir.

Lögreglan biður fólk að hafa þetta í huga og ítrekar þau tilmæli að fólk fari ekki út í umferðina að óþörfu. „Við biðjum fólk um að gæta að sér,“ segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×