Jón Guðni: Nýtti tækifærið ekki nógu vel Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. desember 2015 17:41 Jón Guðni eftir undirskriftina í dag. Mynd/Heimasíða IFK Norrköping Jón Guðni Fjóluson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við sænsku meistarana í IFK Norrköping eftir þriggja ára dvöl hjá GIF Sundsvall. Jón Guðni er 26 ára gamall og lék með Germinal Beerschot í Belgíu í eitt ár áður en hann samdi við Sundsvall árið 2012. Þar áður hafði hann leikið með Fram í meistaraflokki hér á landi.Sjá einnig: Jón Guðni undir smásjánni hjá sænsku meisturunum Hann segist hafa vitað af áhuga Norrköping, sem varð sænskur meistar í sumar, í nokkurn tíma. „Þetta kom fyrst upp í sumar og hefur bara farið vaxandi síðan þá. Það voru fleiri möguleikar í stöðunni en það var farsællast fyrir fjölskyldunna að halda okkur innan Svíþjóðar, ekki síst þar sem við eigum von á barni í lok janúar,“ sagði hann við Vísi í dag. Jón Guðni segir að það hafi verið tímabært fyrir sig að fara til stærra félags. „Mér fannst tími til kominn að taka næsta skref á mínum ferli - komast í eitthvað stærra og betra og í lið sem vill berjast um titla.“Vísir/Facebook-síða GIF SundsvallSá eftir ummælunum Jón Guðni vakti athygli í sumar þegar hann sagði við sænska fjölmiðla vilja fara frá félaginu eftir að hann var settur út úr byrjunarliðinu fyrir leik gegn Gefle. „Það eina sem þú þarft að skrifa er að ég vil komast burt héðan eins fljótt og mögulegt er,“ var haft eftir honum. Jón Guðni segir að þrátt fyrir þetta hafi viðskilnaðurinn við Sundsvall verið góður og að hann hafi séð eftir ummælunum.Sjá einnig: Jón Guðni bestur hjá Sundsvall í sumar „Það var ekki líkt sjálfum mér að láta svona. Ég bara sprakk og sleppti öllu út eftir þennan leik. Það var kannski ágætt út af fyrir sig en maður á ekki að gera þetta svona,“ sagði hann við Vísi um málið. „Þetta er ekki ástæðan fyrir því að ég fór. Ég ákvað það sjálfur og var búinn að ákveða það áður en þetta kom upp,“ segir hann.Jón Guðni var í U-21 liði Íslands sem komst í lokakeppni EM í Danmörku.Vísir/GettyVill fara á EM eins og allir aðrir Hann stefnir á að vinna sér sæti í landsliðinu fyrir EM næsta sumar en hann á sjö A-landsleiki að baki og spilaði síðast gegn Eistlandi í 1-1 jafntefli í vináttulandsleik ytra í mars á þessu ári. „Ég stefni að því að komast á EM eins og allir aðrir en við verðum að sjá hvernig það gengur. Ég mun reyna að spila eins vel og ég get og það er það eina sem ég get gert,“ sagði hann. „Auðvitað er erfitt að vinna sér sæti í landsliðinu enda gengur vel og samkeppnin er gríðarlega hörð. Mér fannst ég sjálfum ekki nýta tækifærið nógu vel í leiknum gegn Eistlandi en það getur verið erfitt fyrir mann að koma inn í nýtt lið.“ „Það er erfitt að vera neikvæður þegar vel gengur en auðvitað vill maður vera hluti af þessu.“ Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Sjá meira
Jón Guðni Fjóluson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við sænsku meistarana í IFK Norrköping eftir þriggja ára dvöl hjá GIF Sundsvall. Jón Guðni er 26 ára gamall og lék með Germinal Beerschot í Belgíu í eitt ár áður en hann samdi við Sundsvall árið 2012. Þar áður hafði hann leikið með Fram í meistaraflokki hér á landi.Sjá einnig: Jón Guðni undir smásjánni hjá sænsku meisturunum Hann segist hafa vitað af áhuga Norrköping, sem varð sænskur meistar í sumar, í nokkurn tíma. „Þetta kom fyrst upp í sumar og hefur bara farið vaxandi síðan þá. Það voru fleiri möguleikar í stöðunni en það var farsællast fyrir fjölskyldunna að halda okkur innan Svíþjóðar, ekki síst þar sem við eigum von á barni í lok janúar,“ sagði hann við Vísi í dag. Jón Guðni segir að það hafi verið tímabært fyrir sig að fara til stærra félags. „Mér fannst tími til kominn að taka næsta skref á mínum ferli - komast í eitthvað stærra og betra og í lið sem vill berjast um titla.“Vísir/Facebook-síða GIF SundsvallSá eftir ummælunum Jón Guðni vakti athygli í sumar þegar hann sagði við sænska fjölmiðla vilja fara frá félaginu eftir að hann var settur út úr byrjunarliðinu fyrir leik gegn Gefle. „Það eina sem þú þarft að skrifa er að ég vil komast burt héðan eins fljótt og mögulegt er,“ var haft eftir honum. Jón Guðni segir að þrátt fyrir þetta hafi viðskilnaðurinn við Sundsvall verið góður og að hann hafi séð eftir ummælunum.Sjá einnig: Jón Guðni bestur hjá Sundsvall í sumar „Það var ekki líkt sjálfum mér að láta svona. Ég bara sprakk og sleppti öllu út eftir þennan leik. Það var kannski ágætt út af fyrir sig en maður á ekki að gera þetta svona,“ sagði hann við Vísi um málið. „Þetta er ekki ástæðan fyrir því að ég fór. Ég ákvað það sjálfur og var búinn að ákveða það áður en þetta kom upp,“ segir hann.Jón Guðni var í U-21 liði Íslands sem komst í lokakeppni EM í Danmörku.Vísir/GettyVill fara á EM eins og allir aðrir Hann stefnir á að vinna sér sæti í landsliðinu fyrir EM næsta sumar en hann á sjö A-landsleiki að baki og spilaði síðast gegn Eistlandi í 1-1 jafntefli í vináttulandsleik ytra í mars á þessu ári. „Ég stefni að því að komast á EM eins og allir aðrir en við verðum að sjá hvernig það gengur. Ég mun reyna að spila eins vel og ég get og það er það eina sem ég get gert,“ sagði hann. „Auðvitað er erfitt að vinna sér sæti í landsliðinu enda gengur vel og samkeppnin er gríðarlega hörð. Mér fannst ég sjálfum ekki nýta tækifærið nógu vel í leiknum gegn Eistlandi en það getur verið erfitt fyrir mann að koma inn í nýtt lið.“ „Það er erfitt að vera neikvæður þegar vel gengur en auðvitað vill maður vera hluti af þessu.“
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Sjá meira