Innlent

Björgunarsveitarmenn enn að störfum

Birgir Olgeirsson skrifar
Þrír hópar björgunarsveitarmanna eru enn að störfum á höfuðborgarsvæðinu.
Þrír hópar björgunarsveitarmanna eru enn að störfum á höfuðborgarsvæðinu. Mynd/Landsbjörg
Þrír hópar björgunarsveitarmanna eru enn að störfum á höfuðborgarsvæðinu til að aðstoða þá ökumenn sem sitja fastir á stofnbrautum. Samtals eru þetta um 10 -12 björgunarsveitarmenn sem ætla að veita aðstoða fram eftir kvöldi en hægt er að hringja í Neyðarlínuna ef fólk er alveg bjargarlaust.

Tekið er þó fram að þetta á einungis við þá sem eru fastir á stofnbrautum og hindra umferð. Björgunarsveitarmenn aðstoða ekki ökumenn sem eiga bíla sem eru fastir á bílastæðum eða fjarri umferðaræðum.

Töluverð ofankoma hefur verið á höfuðborgarsvæðinu í dag og verður ekkert lát á henni fyrr en um miðnætti, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.


Tengdar fréttir

Dagurinn gengið vonum framar

Þrátt fyrir vonskuveður hefur dagurinn í Reykjavík í dag gengið vonum framar, að sögn Eyþórs Leifssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×