Svefninn mikli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. desember 2015 00:00 Stóran hluta skólagöngu minnar átti ég við mikið vandamál að stríða. Skipti þá ekki máli hvort um var að ræða jarðfræðitíma í dimmum sal hjá Guðbjarti pabba hans Lækna-Tómasar í MR eða í vega- og flugvallagerð í verkfræðinni. Alltaf sótti svefninn að mér. Á menntaskólaárunum átti ég það til að leggja mig hreinlega fram á borðið og sofna. Fæstir kennarar gerðu mál úr því enda átti ég í góðum samskiptum við þá þær stundir sem augun voru opin. Arnbjörn íslenskukennari var þó ekki par sáttur í einum tímanum þegar Óli lokbrá kíkti í heimsókn. Ætli mér hafi nokkurn tímann brugðið jafnmikið og þegar hann sló með krepptum hnefa í borðið og öskraði: „Svona gerir þú ekki hér.“ Tæknin þróaðist og seinni hluta MR náði ég meira að segja stundum að hlusta á kennarann, sem er þó ekki það sama og að skilja eða meðtaka mikilvægar upplýsingar, og þegar athugasemdin barst: „Tumi, vertu með okkur!“ opnaði ég augun um leið, brosti og hélt baráttunni við svefninn áfram. Eitt skiptið í verkfræðinni fór ég hins vegar bara heim í hléi, svo þreyttur var ég. Meistari Þorsteinn Þorsteinsson kveikti svo vel í bekknum eftir hlé þegar hann hóf tímann á setningunni: „Ég sé að Tumi er farinn á fætur!“ Undanfarin ár hef ég þó þróað með mér aðferðir til að halda mér vakandi þessar örfáu mínútur þar sem svefninn sækir hvað harðast að. Þegar íslenskur lögfræðiprófessor dottaði undir fyrirlestri í fámennum sal í Finnlandi á dögunum brosti ég í kampinn enda kann ég öll brögðin í bókinni. Hafði ég þegar klætt mig úr skóm og peysu, sat uppréttur í sætinu og japlaði á nautsterkum brjóstsykri. Reynsla, eftir margra ára dott. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Stóran hluta skólagöngu minnar átti ég við mikið vandamál að stríða. Skipti þá ekki máli hvort um var að ræða jarðfræðitíma í dimmum sal hjá Guðbjarti pabba hans Lækna-Tómasar í MR eða í vega- og flugvallagerð í verkfræðinni. Alltaf sótti svefninn að mér. Á menntaskólaárunum átti ég það til að leggja mig hreinlega fram á borðið og sofna. Fæstir kennarar gerðu mál úr því enda átti ég í góðum samskiptum við þá þær stundir sem augun voru opin. Arnbjörn íslenskukennari var þó ekki par sáttur í einum tímanum þegar Óli lokbrá kíkti í heimsókn. Ætli mér hafi nokkurn tímann brugðið jafnmikið og þegar hann sló með krepptum hnefa í borðið og öskraði: „Svona gerir þú ekki hér.“ Tæknin þróaðist og seinni hluta MR náði ég meira að segja stundum að hlusta á kennarann, sem er þó ekki það sama og að skilja eða meðtaka mikilvægar upplýsingar, og þegar athugasemdin barst: „Tumi, vertu með okkur!“ opnaði ég augun um leið, brosti og hélt baráttunni við svefninn áfram. Eitt skiptið í verkfræðinni fór ég hins vegar bara heim í hléi, svo þreyttur var ég. Meistari Þorsteinn Þorsteinsson kveikti svo vel í bekknum eftir hlé þegar hann hóf tímann á setningunni: „Ég sé að Tumi er farinn á fætur!“ Undanfarin ár hef ég þó þróað með mér aðferðir til að halda mér vakandi þessar örfáu mínútur þar sem svefninn sækir hvað harðast að. Þegar íslenskur lögfræðiprófessor dottaði undir fyrirlestri í fámennum sal í Finnlandi á dögunum brosti ég í kampinn enda kann ég öll brögðin í bókinni. Hafði ég þegar klætt mig úr skóm og peysu, sat uppréttur í sætinu og japlaði á nautsterkum brjóstsykri. Reynsla, eftir margra ára dott.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun