Innlent

Aldrei meiri snjódýpt í Reykjavík í desember

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það snjóaði mikið á höfuðborgarsvæðinu í gær.
Það snjóaði mikið á höfuðborgarsvæðinu í gær. vísir/anton brink
Snjódýpt í Reykjavík mældist 42 sentímetrar í morgun og hefur aldrei mælst meiri í desember í höfuðborginni. Frá þessu greinir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur, á Facebook-síðu sinni Veðurlíf en fyrra metið í desember var 33 sentímetrar.

Mesta snjódýptin sem mælst hefur í Reykjavík frá upphafi mælinga er líklega 51 sentímetrar í febrúar árið 1952 en á vef Veðurstofunnar má nálgast alls kyns fróðleik um snjódýpt á Íslandi.

Þar kemur meðal annars fram að mesta snjódýpt sem mælst hefur á landinu er 279 sentímetrar við Skeiðsfossvirkjun þann 19. mars 1995.

Í morgun mældist snjódýpt í Reykjavík 42 cm en aldrei hefur svo mikil snjódýpt mælst í desember í höfuðborginni. Fyrra...

Posted by Veðurlíf on Wednesday, 2 December 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×