Varkár á negldum skóm við sorphirðu í bænum Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. desember 2015 06:00 Guðrún Magnea ekur öskubílnum, en gefur sér tíma til að fara út og hjálpa til þegar þörf er á. Vísir/Vilhelm „Þetta er alveg rosalega erfitt. Svo eru allt of fáir sem moka og bílar sem leggja úti um allar götur,“ segir Guðrún Magnea Guðmundsdóttir. Hún er ein fjögurra kvenna sem vinna í sorphirðunni hjá Reykjavíkurborg og eina konan sem ekur sorphirðubíl. Blaðamaður og ljósmyndari Fréttablaðsins hittu Guðrúnu og samstarfsmenn hennar þar sem þau voru við vinnu í Sjafnargötunni. Það er vafalítið ein af þrengri götum bæjarins og Guðrún segir að það sé flókið mál að aka slíkar götur. „Svo er maður hálfpartinn að festa sig og moka sig áfram.“ Og bíllinn sem Guðrún ekur er engin smásmíði. „Þetta er annar stærsti bíllinn í flotanum og maður er að rífa með sér hálf tré sem eru ekkert klippt og lafa niður á götur.“ Guðrún segir að það komi stöku sinnum fyrir að sorphirðumennirnir renni í hálku og meiði sig. „Samt ótrúlega lítið. Við reynum að negla skóna þegar við getum og vera í grófum skóm og fara varlega,“ segir hún.Ók utan í Lexus Guðrún er búin að vinna í sorphirðunni frá árinu 2011 og kann því vel. „Þetta er góður hópur og skemmtilegur og þetta er bara vinna,“ segir hún. Og bætir því við að fólk taki sorphirðubílnum alla jafna vel. „Eins og þetta var í morgun til dæmis. Þá var ég á Njálsgötunni og var held ég með 10 bíla á eftir mér. Þeir sýndu allir biðlund.“ Þó kemur fyrir að fólk verði pirrað. „Maður lendir alveg í því. Það er pirrað og flautar á mann og maður á bara að fara. En ég færi svona stóran bíl ekkert rosalega auðveldlega. En það er eins og fólk átti sig ekkert á því.“ Guðrún Magnea segir sérstaklega leiðinlegt þegar slíkt gerist af því að hún hafi engan áhuga á því að standa í erjum. Guðrún Magnea brýnir það fyrir fólki að moka vel frá öskutunnunum þannig að það sé greiðfært að ná í þær. Einnig að passað sé upp á að lásar á ruslatunnugeymslum séu ekki frosnir. Þá ítrekar hún að fólk leggi bílum sínum skynsamlega þannig að ekki verði óhöpp. Í fyrra hafi afturhluti Lexus-bíls staðið út á götu og öskubíllinn hafi síðan runnið til á svelli í götunni og farið á bílinn. Bílaeigendur þurfi að gera sitt til þess að koma í veg fyrir að þetta gerist. Veður Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
„Þetta er alveg rosalega erfitt. Svo eru allt of fáir sem moka og bílar sem leggja úti um allar götur,“ segir Guðrún Magnea Guðmundsdóttir. Hún er ein fjögurra kvenna sem vinna í sorphirðunni hjá Reykjavíkurborg og eina konan sem ekur sorphirðubíl. Blaðamaður og ljósmyndari Fréttablaðsins hittu Guðrúnu og samstarfsmenn hennar þar sem þau voru við vinnu í Sjafnargötunni. Það er vafalítið ein af þrengri götum bæjarins og Guðrún segir að það sé flókið mál að aka slíkar götur. „Svo er maður hálfpartinn að festa sig og moka sig áfram.“ Og bíllinn sem Guðrún ekur er engin smásmíði. „Þetta er annar stærsti bíllinn í flotanum og maður er að rífa með sér hálf tré sem eru ekkert klippt og lafa niður á götur.“ Guðrún segir að það komi stöku sinnum fyrir að sorphirðumennirnir renni í hálku og meiði sig. „Samt ótrúlega lítið. Við reynum að negla skóna þegar við getum og vera í grófum skóm og fara varlega,“ segir hún.Ók utan í Lexus Guðrún er búin að vinna í sorphirðunni frá árinu 2011 og kann því vel. „Þetta er góður hópur og skemmtilegur og þetta er bara vinna,“ segir hún. Og bætir því við að fólk taki sorphirðubílnum alla jafna vel. „Eins og þetta var í morgun til dæmis. Þá var ég á Njálsgötunni og var held ég með 10 bíla á eftir mér. Þeir sýndu allir biðlund.“ Þó kemur fyrir að fólk verði pirrað. „Maður lendir alveg í því. Það er pirrað og flautar á mann og maður á bara að fara. En ég færi svona stóran bíl ekkert rosalega auðveldlega. En það er eins og fólk átti sig ekkert á því.“ Guðrún Magnea segir sérstaklega leiðinlegt þegar slíkt gerist af því að hún hafi engan áhuga á því að standa í erjum. Guðrún Magnea brýnir það fyrir fólki að moka vel frá öskutunnunum þannig að það sé greiðfært að ná í þær. Einnig að passað sé upp á að lásar á ruslatunnugeymslum séu ekki frosnir. Þá ítrekar hún að fólk leggi bílum sínum skynsamlega þannig að ekki verði óhöpp. Í fyrra hafi afturhluti Lexus-bíls staðið út á götu og öskubíllinn hafi síðan runnið til á svelli í götunni og farið á bílinn. Bílaeigendur þurfi að gera sitt til þess að koma í veg fyrir að þetta gerist.
Veður Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira