Þjóðkirkjan verður af ellefu milljónum vegna zúista Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 3. desember 2015 07:00 Hvaðan koma félagsmenn zúista? grafík/fréttablaðið Trúfélagið Zuism hefur verið í umræðunni undanfarið og þarf að leita langt til að finna viðlíka fjölgun á félagaskrá trúfélags á svo skömmum tíma en zúistum fjölgaði um 6.620 prósent frá því í októberbyrjun. Breytingar á trúfélagaskráningu landsmanna eru töluverðar ef marka má gögn sem Fréttablaðið fékk frá Þjóðskrá. Um bráðabirgðatölur er að ræða. Líklega má rekja miklar hreyfingar til uppgangs zúisma en samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru um þriðjungur zúista fyrrverandi sóknarbörn þjóðkirkjunnar eða 1.025 einstaklingar. Þetta þýðir að ef sóknargjöld eru 10.800 krónur á sál hafa zúistar haft um 11 milljónir króna af sóknargjöldum þjóðkirkjunnar. Eitt af markmiðum zúista er að endurgreiða meðlimum sínum sóknargjöldin. Þá eru 1.638 einstaklingar sem áður voru skráðir utan trúfélaga nú skráðir í Zuism, 105 sem áður voru í Siðmennt og 95 sem áður voru í Ásatrúarfélaginu. Þeir sem eru skráðir utan trúfélaga greiða engu að síður sóknargjöld en þau renna í ríkissjóð. Því verður ríkissjóður af um sautján og hálfri milljón sem eiga að renna í vasa zúista.Alls sagði 2.241 einstaklingur sig úr þjóðkirkjunni á tímabilinu. Þjóðkirkjan er þó sem fyrr langstærsta trúfélag landsins með um 240 þúsund sóknarbörn. Þá fækkar í öllum kristnum söfnuðum að kaþólsku kirkjunni undanskilinni en í hana skráðu sig 105 einstaklingar. Á eftir zúistum fjölgar mest í Siðmennt eða um 210 manns og ásatrúarmenn eru 65 fleiri en í október. Þá hefur múslimum á Íslandi einnig fjölgað lítillega. Þá virðast einstaklingar utan trúfélaga hafa snúið við blaðinu en í þeirra hópi fækkar um 876 á tímabilinu. Trúmál Zuism Tengdar fréttir Framsóknarmaður fyrir austan telur fólk skrá sig í félag zúista til að fá pening í vasann Stefán Bogi Sveinsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í bæjarstjórn og bæjarráði Fljótsdalshéraðs, segir félag zúista ekki trúfélag heldur í besta falli áhugafélag um breytta löggjöf. 1. desember 2015 11:12 Fjöldi zúista hefur þrefaldast síðasta sólarhring Voru 1124 síðdegis í gær en eru nú 2955. Hægt er breyta skráningu sinni í trú-og lífsskoðunarfélög til miðnættis í kvöld. 1. desember 2015 13:28 Zúistar orðnir fleiri en múslimar á Íslandi Zúistar eru nú orðnir eitt af stærstu trúfélögum landsins og hefur þeim fjölgað um ríflega þúsund á tveimur vikum. Yfirlýst markmið zúista er að koma sóknargjaldakerfinu af og leggja félagið síðan niður 30. nóvember 2015 18:30 Zúistar orðnir álíka margir og ásatrúarmenn Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru meðlimir Trúfélags zúista orðnir fleiri en þrjú þúsund. Þeim fjölgaði í gær þrátt fyrir fréttaflutning RÚV um að meintir fjárglæframenn hafi komið að rekstrarfélagi zúista. 2. desember 2015 07:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Trúfélagið Zuism hefur verið í umræðunni undanfarið og þarf að leita langt til að finna viðlíka fjölgun á félagaskrá trúfélags á svo skömmum tíma en zúistum fjölgaði um 6.620 prósent frá því í októberbyrjun. Breytingar á trúfélagaskráningu landsmanna eru töluverðar ef marka má gögn sem Fréttablaðið fékk frá Þjóðskrá. Um bráðabirgðatölur er að ræða. Líklega má rekja miklar hreyfingar til uppgangs zúisma en samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru um þriðjungur zúista fyrrverandi sóknarbörn þjóðkirkjunnar eða 1.025 einstaklingar. Þetta þýðir að ef sóknargjöld eru 10.800 krónur á sál hafa zúistar haft um 11 milljónir króna af sóknargjöldum þjóðkirkjunnar. Eitt af markmiðum zúista er að endurgreiða meðlimum sínum sóknargjöldin. Þá eru 1.638 einstaklingar sem áður voru skráðir utan trúfélaga nú skráðir í Zuism, 105 sem áður voru í Siðmennt og 95 sem áður voru í Ásatrúarfélaginu. Þeir sem eru skráðir utan trúfélaga greiða engu að síður sóknargjöld en þau renna í ríkissjóð. Því verður ríkissjóður af um sautján og hálfri milljón sem eiga að renna í vasa zúista.Alls sagði 2.241 einstaklingur sig úr þjóðkirkjunni á tímabilinu. Þjóðkirkjan er þó sem fyrr langstærsta trúfélag landsins með um 240 þúsund sóknarbörn. Þá fækkar í öllum kristnum söfnuðum að kaþólsku kirkjunni undanskilinni en í hana skráðu sig 105 einstaklingar. Á eftir zúistum fjölgar mest í Siðmennt eða um 210 manns og ásatrúarmenn eru 65 fleiri en í október. Þá hefur múslimum á Íslandi einnig fjölgað lítillega. Þá virðast einstaklingar utan trúfélaga hafa snúið við blaðinu en í þeirra hópi fækkar um 876 á tímabilinu.
Trúmál Zuism Tengdar fréttir Framsóknarmaður fyrir austan telur fólk skrá sig í félag zúista til að fá pening í vasann Stefán Bogi Sveinsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í bæjarstjórn og bæjarráði Fljótsdalshéraðs, segir félag zúista ekki trúfélag heldur í besta falli áhugafélag um breytta löggjöf. 1. desember 2015 11:12 Fjöldi zúista hefur þrefaldast síðasta sólarhring Voru 1124 síðdegis í gær en eru nú 2955. Hægt er breyta skráningu sinni í trú-og lífsskoðunarfélög til miðnættis í kvöld. 1. desember 2015 13:28 Zúistar orðnir fleiri en múslimar á Íslandi Zúistar eru nú orðnir eitt af stærstu trúfélögum landsins og hefur þeim fjölgað um ríflega þúsund á tveimur vikum. Yfirlýst markmið zúista er að koma sóknargjaldakerfinu af og leggja félagið síðan niður 30. nóvember 2015 18:30 Zúistar orðnir álíka margir og ásatrúarmenn Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru meðlimir Trúfélags zúista orðnir fleiri en þrjú þúsund. Þeim fjölgaði í gær þrátt fyrir fréttaflutning RÚV um að meintir fjárglæframenn hafi komið að rekstrarfélagi zúista. 2. desember 2015 07:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Framsóknarmaður fyrir austan telur fólk skrá sig í félag zúista til að fá pening í vasann Stefán Bogi Sveinsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í bæjarstjórn og bæjarráði Fljótsdalshéraðs, segir félag zúista ekki trúfélag heldur í besta falli áhugafélag um breytta löggjöf. 1. desember 2015 11:12
Fjöldi zúista hefur þrefaldast síðasta sólarhring Voru 1124 síðdegis í gær en eru nú 2955. Hægt er breyta skráningu sinni í trú-og lífsskoðunarfélög til miðnættis í kvöld. 1. desember 2015 13:28
Zúistar orðnir fleiri en múslimar á Íslandi Zúistar eru nú orðnir eitt af stærstu trúfélögum landsins og hefur þeim fjölgað um ríflega þúsund á tveimur vikum. Yfirlýst markmið zúista er að koma sóknargjaldakerfinu af og leggja félagið síðan niður 30. nóvember 2015 18:30
Zúistar orðnir álíka margir og ásatrúarmenn Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru meðlimir Trúfélags zúista orðnir fleiri en þrjú þúsund. Þeim fjölgaði í gær þrátt fyrir fréttaflutning RÚV um að meintir fjárglæframenn hafi komið að rekstrarfélagi zúista. 2. desember 2015 07:00