Opel Astra bíll ársins í Danmörku Finnur Thorlacius skrifar 3. desember 2015 10:15 Nýjum Opel Astra hefur verið tekið með kostum og Opel hefur borist mikið af pöntunum í bílinn. Fyrr í vikunni tilkynnti félag danskra bílablaðamanna um val á bíl ársins í Danmörku 2016. Nýjasti Opel Astra stóð uppi sem sigurvegari. Í þessu vali hafði Astra betur í samkeppninni við virtar bílategundir eins og Volvo XC90, Audi A4, Jaguar XE og Mazda CX-3. Þessi útnefning kemur í kjölfar annarra eftirsóknarverðra verðlauna sem Opel Astra hlaut nýverið og voru veitt í Berlín í síðasta mánuði, eða Gullna stýrið 2016. Valið um bíl ársins í Danmörku hefur farið fram síðan 1969 og hefur Opel hampað titlinum fimm sinnum á þeim tíma. Fyrri sigurvegarar Opel eru eftirtaldir: Árið 2012: Rafmagnaður Opel Ampera, 2007: Opel Corsa, 1985: Opel Kadett og 1980: Opel Kadett 1,3. Það er ljóst að Opel Astra er hvarvetna að slá í gegn. Samkvæmt upplýsingum frá Bílabúð Benna, sem er umboðsaðili Opel á Íslandi, verður þessi verðlaunagripur kynntur rækilega á næstunni hjá fyrirtækinu. Fréttir ársins 2015 Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent
Fyrr í vikunni tilkynnti félag danskra bílablaðamanna um val á bíl ársins í Danmörku 2016. Nýjasti Opel Astra stóð uppi sem sigurvegari. Í þessu vali hafði Astra betur í samkeppninni við virtar bílategundir eins og Volvo XC90, Audi A4, Jaguar XE og Mazda CX-3. Þessi útnefning kemur í kjölfar annarra eftirsóknarverðra verðlauna sem Opel Astra hlaut nýverið og voru veitt í Berlín í síðasta mánuði, eða Gullna stýrið 2016. Valið um bíl ársins í Danmörku hefur farið fram síðan 1969 og hefur Opel hampað titlinum fimm sinnum á þeim tíma. Fyrri sigurvegarar Opel eru eftirtaldir: Árið 2012: Rafmagnaður Opel Ampera, 2007: Opel Corsa, 1985: Opel Kadett og 1980: Opel Kadett 1,3. Það er ljóst að Opel Astra er hvarvetna að slá í gegn. Samkvæmt upplýsingum frá Bílabúð Benna, sem er umboðsaðili Opel á Íslandi, verður þessi verðlaunagripur kynntur rækilega á næstunni hjá fyrirtækinu.
Fréttir ársins 2015 Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent