Innlent

Skíðasvæðin fara alveg að opna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skíðakappar í Bláfjöllum í mars í fyrra.
Skíðakappar í Bláfjöllum í mars í fyrra. Vísir/Vilhelm
Óðum styttist í að skíðabrekkurnar í Bláfjöllum og Skálafelli verða opnaðar fyrir almenning. Minni snjór er í brekkunum en ætla mætti miðað við snjómagnið á höfuðborgarsvæðinu að því er segir á Fésbókarsíðu skíðasvæðanna.

Vinna þarf nokkuð í aðalbrekkunum næstu daga áður en hægt verður að opna og stendur sú vinna yfir. Stuttur gönguhringur hefur verið lagður um leirurnar. Sala á vetrarkortum er hafin í Hinu húsinu. 

Skíðavertíðin er sömuleiðis að skella á norðan heiða. Norðanmenn hafa tekið saman upplýsandi myndband um þá vinnu sem fram þarf að fara áður en skíðasvæðið verður opnað. Þar er unnið á fullu við að troða brekkurnar.

 

Nú þegar skíðavertíðin er að skella á þá er vert að setja inn myndband gefur okkur örlítla innsýn í þá hluti sem fara...

Posted by Hlíðarfjall Akureyri on Tuesday, December 1, 2015
Á skíðasvæði Ísafjarðarbæjar í Tungudal vantar ekki snjóinn eins og sjá má að neðan.

Æðislegur dagur í gær en þessi verður betri. unnið verður á Seljalandsdal lengri brautir í dag sem og fyrri braut og...

Posted by Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar on Thursday, December 3, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×