Mótmæla Dyflinnarreglugerðinni og fara fram á að Útlendingastofnun verði lögð niður sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 3. desember 2015 13:29 Meðlimir samtakanna segja Útlendingastofnun kvarta í sífellu undan miklum málafjölda, sem þó sé mun minni en í nágrannalöndum. vísir/anton brink Meðlimir samtakanna No Borders Iceland mótmæltu fyrir utan Útlendingastofnun í hádeginu í dag. Þeir krefjast þess að notkun Dyflinnarreglugerðarinnar verði hætt og segja ótækt að senda fólk aftur til Evrópu þar sem fjöldi hælisleitenda sé orðinn það mikill að ekki sé hægt að veita þeim viðunandi þjónustu. Hér á landi séu hælisleitendur hlutfallslega mun færri en í flestum öðrum Evrópuríkjum. Þá segja samtökin það skjóta skökku við að ríkisstjórn Íslands gefi út yfirlýsingar þess efnis að hún ætli að standa sit vel í flóttamannamálum á sama tíma og Útlendingastofnun haldi áfram að senda flóttamenn til Evrópu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. „Þrátt fyrir yfirlýsingar innanríkisráðherra um að hætta eigi að senda fólk til Grikklands og Ítalíu hefur stofnunin ekki hætt því,“ segir á vef samtakanna.vísir/anton brinkVilja að Útlendingastofnun verði lögð niður Þá vilja samtökin að Útlendingastofnun verði lögð niður. Ástæður þess eru á vefnum sagðar nokkrar; stofnunin sé óskilvirk og kvarti í sífellu undan málafjölda og skorti á fjármagni. Þrátt fyrir það hafi hún fengið 200 milljón króna aukafjárveitingu á síðasta ári. „Málafjöldinn sem stofnunin segir vera að kæfa sig er um 300 umsóknir um alþjóðlega vernd.“ Þá er það jafnframt vegna þess að stofnunin hafi haft frumkvæði að því að láta rannsaka mál á borð við grun um málamyndahjónabönd, sem sé ekki hlutverk stofnunarinnar. Stofnunin sé með öllu óþörf og að hún virðist hafa það hlutverk að halda fólki frá landinu. „Við viljum að í stað stofnunar sem enn virðist föst í hugmyndinni um sjálfa sig sem “Útlendingaeftirlitið” verði stofnunin alfarið lögð niður og verkefni hennar færð annað. Það myndi spara fjármagn í yfirstjórn sem í staðinn mætti nota til að bæta gagnsæi og auka þjónustu. Þetta mun vonandi leiða til þess að fólk þurfi ekki að bíða mánuðum eða árum saman eftir svari, fái ekki lengur misvísandi og ruglingsleg svör og þar sem svör eru veitt á tungumálum sem skjólstæðingarnir skilja,“ segir í yfirlýsingu samtakanna. Flóttamenn Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Meðlimir samtakanna No Borders Iceland mótmæltu fyrir utan Útlendingastofnun í hádeginu í dag. Þeir krefjast þess að notkun Dyflinnarreglugerðarinnar verði hætt og segja ótækt að senda fólk aftur til Evrópu þar sem fjöldi hælisleitenda sé orðinn það mikill að ekki sé hægt að veita þeim viðunandi þjónustu. Hér á landi séu hælisleitendur hlutfallslega mun færri en í flestum öðrum Evrópuríkjum. Þá segja samtökin það skjóta skökku við að ríkisstjórn Íslands gefi út yfirlýsingar þess efnis að hún ætli að standa sit vel í flóttamannamálum á sama tíma og Útlendingastofnun haldi áfram að senda flóttamenn til Evrópu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. „Þrátt fyrir yfirlýsingar innanríkisráðherra um að hætta eigi að senda fólk til Grikklands og Ítalíu hefur stofnunin ekki hætt því,“ segir á vef samtakanna.vísir/anton brinkVilja að Útlendingastofnun verði lögð niður Þá vilja samtökin að Útlendingastofnun verði lögð niður. Ástæður þess eru á vefnum sagðar nokkrar; stofnunin sé óskilvirk og kvarti í sífellu undan málafjölda og skorti á fjármagni. Þrátt fyrir það hafi hún fengið 200 milljón króna aukafjárveitingu á síðasta ári. „Málafjöldinn sem stofnunin segir vera að kæfa sig er um 300 umsóknir um alþjóðlega vernd.“ Þá er það jafnframt vegna þess að stofnunin hafi haft frumkvæði að því að láta rannsaka mál á borð við grun um málamyndahjónabönd, sem sé ekki hlutverk stofnunarinnar. Stofnunin sé með öllu óþörf og að hún virðist hafa það hlutverk að halda fólki frá landinu. „Við viljum að í stað stofnunar sem enn virðist föst í hugmyndinni um sjálfa sig sem “Útlendingaeftirlitið” verði stofnunin alfarið lögð niður og verkefni hennar færð annað. Það myndi spara fjármagn í yfirstjórn sem í staðinn mætti nota til að bæta gagnsæi og auka þjónustu. Þetta mun vonandi leiða til þess að fólk þurfi ekki að bíða mánuðum eða árum saman eftir svari, fái ekki lengur misvísandi og ruglingsleg svör og þar sem svör eru veitt á tungumálum sem skjólstæðingarnir skilja,“ segir í yfirlýsingu samtakanna.
Flóttamenn Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira