Á netinu eru feitir gróðapungar sem arðræna tónlistarmenn Jakob Bjarnar skrifar 3. desember 2015 16:38 Guðmundur segir allar flokkanir á tónlist takmarkaðar og takmarkandi. visir/gva Guðmundur Pétursson gítarleikari var að senda frá sér nýja plötu; Sensus. Þetta er fjórða sólóplata tónlistarmannsins, hann vill reyndar telja hana sem númer þrjú, sú allra fyrsta er ekki í umferð. Guðmundur hefur verið kallaður virtúós á sitt hljóðfæri, gítarsnillingur, og reyndar allt frá barnsaldri þá er fyrst hann kom fram. Bubbi Morthens segist hafa tekið hann uppá sína arma þegar Guðmundur var tólf ára en hann hefur ekki þurft að leita langt yfir skammt til að komast í gítar, faðir hans Pétur Tyrfingsson er blúshundur og gítarleikari.„Ég hef verði að vinna að Sensus í um þrjú ár, en hef þó mest verið að síðasta árið. En, þetta er samhangandi röð platna. Sú fyrsta er gerð miklu fyrr og telst til bernskubreka.“Aldrei haft neina beina fyrirmynd eða viðmiðBlaðamaður hefur verið að hlusta á plötuna, sem er instrumental, og það er erfitt að setja merkimiða á það hvers konar tónlist er um að ræða, þetta slær út í að vera jassað, manni dettur jafnvel Mike Oldfield í hug... Sko, Gummi ... nú er ég að hlusta á þetta og ég á voðalega erfitt með að skilgreina þessa tónlist; þetta er jassað, mér dettur jafnvel í hug Mike Oldfield... Hvað ertu að spá? „Ég er að hræra saman öllu sem ég vil heyra og hefur það mótað minn stíl, mönnum hefur þótt erfitt að skilgreina þetta,“ segir Guðmundur.Guðmundur Pétursson er heldur á því að skilgreiningar á tónlist og flokkanir séu frekar takmarkaðar og takmarkandi.visir/gvaOft er erfitt að tala um tónlist eðli máls samkvæmt, tónlist er tjáning þar sem orðin brestur mátt. Því hafa menn viljað klambra saman skilgreiningum sem einhvers konar stikum svo það megi átta sig á því hvar þeir eru staddir; en... þú einhvern veginn brýtur allar stikur? „Ég skil hvað þú ert að segja, einmitt þetta setur mig í vandræði þegar á ræða þetta á almennum nótum. En þetta er líka markmiðið, ég hef aldrei getað haft beina fyrirmynd eða viðmið, formúlu og farið bara eftir því. Þetta er bara eins og málverk þar sem ólíklegustu hlutir eru staddir saman en ná að segja sögu engu að síður.“En, svo við vitum nokkurn veginn hvar við erum í sólkerfinu, menn eru afsprengi umhverfis síns; hvaða tónlist er það sem þú hlustar helst á? „Ég hlusta á svo margt eftir því í hverju ég er að pæla eftir en það fylgir mér jazzmúsík, deltablús, synthesizerrokk, 20. aldar rómantík, vesturstrandar bílskúrsrokk, gamlar progg- og pönkhljómsveitir allur fjandinn.“Flokkanir takmarkaðar og takmarkandiMá kannski finna einhverja merkingu í því sem slíku að þú sért að hringla svona með stíla; ertu á móti flokkunum? Nú hefur löngum mátt greina ákveðinn pirring meðal tónlistarmanna þegar menn leitast við að setja merkimiða á tónlist? „Við lifum á stóru hlaðborði í dag, margt er áhugavert og aðgengi að öllu. Ég held að það sé ekkert óeðlilegt að tónlist fari að mótast af því og maður noti allskyns minni til að segja sögu. Hér áður hljómaði músík eftir því úr hvaða bæjarhluta hún kom og af hvaða stétt menn voru. Til dæmis. Flokkanir eru oftast takmarkaðar.“Guðmundur segir það hafa valdið vonbrigðum þróunin á netinu; gróðahyggjan hafi fundið sér leið og á toppnum situr arðræninginn og hlær.visir/gvaOg jafnvel takmarkandi? „Já þær koma oftast eftir á og fletja hlutina út. Þetta eru verða svo í versta falli skorður sem spila á hjarðeðlið og þörf fólks til að bendla sig við eitthvað.“ Kannski vert að snúa sér að einhverju því sem hönd á festir. Haukur Gröndal, mágur Guðmundar leikur á saxófóna, klarínett og flautur, Sammi J. Samúels spilar á básúnu, og Kristinn Snær Agnarsson á trommur. „Svo spila ég á ýmislegt og sé um tæknivinnuna. Platan er tekin upp í Hljóðrita Hafnafirði og eigin vinnuhúsnæði í Höfðatúni.“Gróðapungar á netinu sem fitna og fitnaÞú talar um að þessi glóbalvæðing sem netið knýr, að hún hafi áhrif á tónlistina, mái út mörk milli stíla, en hún jafnframt gerbreytir stöðu tónlistarmannsins. Þetta er bæði takmarkandi eins og rætt hefur verið um í tengslum við plötusölu og svo opnar þetta dyr einnig. Hvernig horfir það við þér? „Hagfræðilega gengur margt ekki upp nema fyrir þær fjárfestingar sem þegar hafa verið gerðar. Til dæmis er peningurinn fyrir að framleiða lag sjaldnast að fara að fjármagna tækin sem notuð eru til að taka lagið upp. Á móti kemur að hluti tækninnar verður sífellt ódýrari og gefur fleiri og fleiri möguleika sem kosta ekkert. Þannig að erum á breytingaskeiði. Ég held að ég sé heppinn, tónlistin sem ég geri er meðal þess sem fær að heyrast og þrífast fyrir tilstuðlan netsins, á sama tíma bý ég að gömlum jarðvegi góðæris þó að hann sé að fjara út. Tónlistarbransinn hefur aldrei verið auðveldur en aldrei verið auðveldara að búa til tónlist. Tengslanet milli tónlistarmanna er miklu meira en áður og tæknin til hugmyndasköpunar miklu aðgengilegri. Hins vegar er maður ekkert að fitna á því að gera tónlist á eigin forsendum, en það hafa alltaf verið forréttindi fárra hvort sem er,“ segir Guðmundur sem tekur breytingunum sem netið boðar með fyrirvara en þó fagnandi.Guðmundur hefur spilað með fleiri hljómsveitum og tónlistarmönnum en tölu verður á komið, frá Kátum piltum niðrí Mezzoforte og allt þar á milli.visir/gva„Já, ég tek mörgu sem netbyltingunni fylgir fagnandi, hins vegar er augljóst að öfugt við drauma margra í upphafi, þá hefur internetið orðið að samþjöppuðu valdi og gróðasjónarmiðum að bráð eins og annað í samfélaginu. Tónlistarmenn berjast nú við það. Hlutirnir þurfa að fara í ákveðinn farveg til að komast á blað. Á toppnum eru nokkrir tollheimtumenn sem fá gróðann. Dæmi er Spotify. Þannig að þetta líkist bankastarfsemi.“Megas og Senuþjófarnir eitt þess sem uppúr stendurJá, þetta má heita mögnuð og öfugsnúin þróun. En, ef við vendum okkar kvæði í kross, Guðmundur, þú hefur verið atvinnumaður í tónlist síðan alltaf. Þú hefur spilað með hljómsveitum á borð við Káta pilta niðrí Mezzoforte og allt þar á milli; Stuðmönnum, Baggalúti ... the list goes on. Hvað finnst þér skemmtilegast í þessi öllu? „Þetta hefur allt verið stórkostlegt. Mér hefur alltaf, þegar öllu er á botninn er hvolft, þótt dýrmætt að geta bara „plug in and do my thing“ eins og þeir segja vinir mínir fyrir vestan. En það sem stendur upp úr á endanum mundi ég segja að væri tíminn með Megasi og Senuþjófunum, ýmsar plöturnar með Bubba mótuðu mann sterkt, vinna mín með Ragnheiði Gröndal konunni minni, öll árin með blúsfólkinu vestanhafs, tónleikaferðunum með Erlend Oye and the Rainbows, samstarfið við vini mína úr jazzgeiranum og þar ekki síst hljómsveitin Annes sem er að fara að senda frá sér plötu á næstu dögum. Svo má ekki gleyma hljómsveitinni sem ég hélt úti í kjölfar síðustu plötu, þetta eru mín highlights.“Guðmundur er ekki aldinn að árum en ferill hans er langur. Hann segir breytingarnar á íslenska tónlistargeiranum með miklum ólíkindum.visir/gvaEn, þegar þú horfir yfir ferilinn, sem spannar um kvartöld, sérðu miklar breytingar á íslenska tónlistargeiranum? „Já breytingar á öllum sviðum. Þegar ég byrjaði var ballgeirinn alls ráðandi með sínum sumarsmellum og fyllerísmettuðu stemmningu. Ef maður spilaði á tónleikum í Reykjavík voru það kannski einu tónleikarnir í bænum þann daginn eða jafnvel vikuna. Plötur voru fáar en fengu að síast inn í almenninginn. Við getum snúið þessu öllu á hvolf og margfaldað með 100.“Þórður Árnason áhrifavaldurGuðmundir segir einfalt nei við þeirri spurningu hvort hann hafi tölu á öllum þeim hljómsveitum og tónlistarmönnum sem hann hefur starfað með. En, það hefur verið nóg að gera. Hvernig hefur gengið að starfa sem atvinnutónlistarmaður? „Mér hefur gengið vel, þetta er vinna, ástríða og lífstíll. Þannig að þetta mælist ekki með einföldum hætti. En maður hefur skrimt en í þó nokkurn tíma hef ég haft það fínt.“ (Á þessum tímapunkti er rétt að pína viðmælandann með einstaklega barnalegum spurningum.) Hverjir eru fimm uppáhalds gítarleikar þínir? „Ég get ekki valið úr neina topp 5 en ég pikkað út 5 ólíkum áttum: Adrian Belew, John Lee Hooker, John Williams, Jimi Hendrix og Beck Hanson.“En, hvaða íslenska gítarista hefur þú einkum í hávegum?Þolinmæði Guðmundar gagnvart barnalegum spurningum blaðamanns Vísis er ekki takmarkalaus.visir/gva„Þórður Árnason hafði mest áhrif á mig þegar ég var strákur. En flesta hef ég í hávegum sem hafa sína persónulegu nálgun...“ Nú springur gítarleikarinn á limminu, þolinmæðin er ekkert alltof mikil. „Veistu, topplistaspurningar fara mjög illa saman við minn þankagang.“ Nýja platan stílhreinni en þær fyrriÞað fer ekkert á milli mála að þessar spurningar reyndust gítarleikaranum hin mesta kvöl og pína. Þannig að vert er að snúa sér að sólóferlinum aftur. Varðandi þessa útgáfustarfsemi, ætlarðu eitthvað framhald á henni. Nú eru komnar þrjár plötur plús ein sem þú kallar bernskubrek? „Já maður mun sennilega halda áfram að taka upp og senda frá það sem eftir er.“Ef þú berð saman fyrstu plötuna og þá síðustu; hvað hefur breyst? „Þessar þrjár plötur haldast allar í hendur sem nokkurs konar sería, en tónlistin hefur hugsanlega einfaldast og orðið stílhreinni á þessari nýjustu.“ Og með það sleppur Guðmundur frá Vísi. Næst á dagskrá hjá honum er útgáfa nýrrar plötu með jazzhljómsveitinni Annes sem telur þá Ara Braga Kárason, Jóel Pálsson, Eyþór Gunnarsson, Einar Scheving auk Guðmundar. Svo er hann að undirbúa tónleika með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands þar sem hann mun leika einn klassískan gítarkonsert og annan fyrir rafmagnsgítar eftir sig sjálfan. Þeir tónleikar verða í Hofi í mars og menn gerðu margt vitlausara en að leggja drög að ferð norður um það leyti. Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Guðmundur Pétursson gítarleikari var að senda frá sér nýja plötu; Sensus. Þetta er fjórða sólóplata tónlistarmannsins, hann vill reyndar telja hana sem númer þrjú, sú allra fyrsta er ekki í umferð. Guðmundur hefur verið kallaður virtúós á sitt hljóðfæri, gítarsnillingur, og reyndar allt frá barnsaldri þá er fyrst hann kom fram. Bubbi Morthens segist hafa tekið hann uppá sína arma þegar Guðmundur var tólf ára en hann hefur ekki þurft að leita langt yfir skammt til að komast í gítar, faðir hans Pétur Tyrfingsson er blúshundur og gítarleikari.„Ég hef verði að vinna að Sensus í um þrjú ár, en hef þó mest verið að síðasta árið. En, þetta er samhangandi röð platna. Sú fyrsta er gerð miklu fyrr og telst til bernskubreka.“Aldrei haft neina beina fyrirmynd eða viðmiðBlaðamaður hefur verið að hlusta á plötuna, sem er instrumental, og það er erfitt að setja merkimiða á það hvers konar tónlist er um að ræða, þetta slær út í að vera jassað, manni dettur jafnvel Mike Oldfield í hug... Sko, Gummi ... nú er ég að hlusta á þetta og ég á voðalega erfitt með að skilgreina þessa tónlist; þetta er jassað, mér dettur jafnvel í hug Mike Oldfield... Hvað ertu að spá? „Ég er að hræra saman öllu sem ég vil heyra og hefur það mótað minn stíl, mönnum hefur þótt erfitt að skilgreina þetta,“ segir Guðmundur.Guðmundur Pétursson er heldur á því að skilgreiningar á tónlist og flokkanir séu frekar takmarkaðar og takmarkandi.visir/gvaOft er erfitt að tala um tónlist eðli máls samkvæmt, tónlist er tjáning þar sem orðin brestur mátt. Því hafa menn viljað klambra saman skilgreiningum sem einhvers konar stikum svo það megi átta sig á því hvar þeir eru staddir; en... þú einhvern veginn brýtur allar stikur? „Ég skil hvað þú ert að segja, einmitt þetta setur mig í vandræði þegar á ræða þetta á almennum nótum. En þetta er líka markmiðið, ég hef aldrei getað haft beina fyrirmynd eða viðmið, formúlu og farið bara eftir því. Þetta er bara eins og málverk þar sem ólíklegustu hlutir eru staddir saman en ná að segja sögu engu að síður.“En, svo við vitum nokkurn veginn hvar við erum í sólkerfinu, menn eru afsprengi umhverfis síns; hvaða tónlist er það sem þú hlustar helst á? „Ég hlusta á svo margt eftir því í hverju ég er að pæla eftir en það fylgir mér jazzmúsík, deltablús, synthesizerrokk, 20. aldar rómantík, vesturstrandar bílskúrsrokk, gamlar progg- og pönkhljómsveitir allur fjandinn.“Flokkanir takmarkaðar og takmarkandiMá kannski finna einhverja merkingu í því sem slíku að þú sért að hringla svona með stíla; ertu á móti flokkunum? Nú hefur löngum mátt greina ákveðinn pirring meðal tónlistarmanna þegar menn leitast við að setja merkimiða á tónlist? „Við lifum á stóru hlaðborði í dag, margt er áhugavert og aðgengi að öllu. Ég held að það sé ekkert óeðlilegt að tónlist fari að mótast af því og maður noti allskyns minni til að segja sögu. Hér áður hljómaði músík eftir því úr hvaða bæjarhluta hún kom og af hvaða stétt menn voru. Til dæmis. Flokkanir eru oftast takmarkaðar.“Guðmundur segir það hafa valdið vonbrigðum þróunin á netinu; gróðahyggjan hafi fundið sér leið og á toppnum situr arðræninginn og hlær.visir/gvaOg jafnvel takmarkandi? „Já þær koma oftast eftir á og fletja hlutina út. Þetta eru verða svo í versta falli skorður sem spila á hjarðeðlið og þörf fólks til að bendla sig við eitthvað.“ Kannski vert að snúa sér að einhverju því sem hönd á festir. Haukur Gröndal, mágur Guðmundar leikur á saxófóna, klarínett og flautur, Sammi J. Samúels spilar á básúnu, og Kristinn Snær Agnarsson á trommur. „Svo spila ég á ýmislegt og sé um tæknivinnuna. Platan er tekin upp í Hljóðrita Hafnafirði og eigin vinnuhúsnæði í Höfðatúni.“Gróðapungar á netinu sem fitna og fitnaÞú talar um að þessi glóbalvæðing sem netið knýr, að hún hafi áhrif á tónlistina, mái út mörk milli stíla, en hún jafnframt gerbreytir stöðu tónlistarmannsins. Þetta er bæði takmarkandi eins og rætt hefur verið um í tengslum við plötusölu og svo opnar þetta dyr einnig. Hvernig horfir það við þér? „Hagfræðilega gengur margt ekki upp nema fyrir þær fjárfestingar sem þegar hafa verið gerðar. Til dæmis er peningurinn fyrir að framleiða lag sjaldnast að fara að fjármagna tækin sem notuð eru til að taka lagið upp. Á móti kemur að hluti tækninnar verður sífellt ódýrari og gefur fleiri og fleiri möguleika sem kosta ekkert. Þannig að erum á breytingaskeiði. Ég held að ég sé heppinn, tónlistin sem ég geri er meðal þess sem fær að heyrast og þrífast fyrir tilstuðlan netsins, á sama tíma bý ég að gömlum jarðvegi góðæris þó að hann sé að fjara út. Tónlistarbransinn hefur aldrei verið auðveldur en aldrei verið auðveldara að búa til tónlist. Tengslanet milli tónlistarmanna er miklu meira en áður og tæknin til hugmyndasköpunar miklu aðgengilegri. Hins vegar er maður ekkert að fitna á því að gera tónlist á eigin forsendum, en það hafa alltaf verið forréttindi fárra hvort sem er,“ segir Guðmundur sem tekur breytingunum sem netið boðar með fyrirvara en þó fagnandi.Guðmundur hefur spilað með fleiri hljómsveitum og tónlistarmönnum en tölu verður á komið, frá Kátum piltum niðrí Mezzoforte og allt þar á milli.visir/gva„Já, ég tek mörgu sem netbyltingunni fylgir fagnandi, hins vegar er augljóst að öfugt við drauma margra í upphafi, þá hefur internetið orðið að samþjöppuðu valdi og gróðasjónarmiðum að bráð eins og annað í samfélaginu. Tónlistarmenn berjast nú við það. Hlutirnir þurfa að fara í ákveðinn farveg til að komast á blað. Á toppnum eru nokkrir tollheimtumenn sem fá gróðann. Dæmi er Spotify. Þannig að þetta líkist bankastarfsemi.“Megas og Senuþjófarnir eitt þess sem uppúr stendurJá, þetta má heita mögnuð og öfugsnúin þróun. En, ef við vendum okkar kvæði í kross, Guðmundur, þú hefur verið atvinnumaður í tónlist síðan alltaf. Þú hefur spilað með hljómsveitum á borð við Káta pilta niðrí Mezzoforte og allt þar á milli; Stuðmönnum, Baggalúti ... the list goes on. Hvað finnst þér skemmtilegast í þessi öllu? „Þetta hefur allt verið stórkostlegt. Mér hefur alltaf, þegar öllu er á botninn er hvolft, þótt dýrmætt að geta bara „plug in and do my thing“ eins og þeir segja vinir mínir fyrir vestan. En það sem stendur upp úr á endanum mundi ég segja að væri tíminn með Megasi og Senuþjófunum, ýmsar plöturnar með Bubba mótuðu mann sterkt, vinna mín með Ragnheiði Gröndal konunni minni, öll árin með blúsfólkinu vestanhafs, tónleikaferðunum með Erlend Oye and the Rainbows, samstarfið við vini mína úr jazzgeiranum og þar ekki síst hljómsveitin Annes sem er að fara að senda frá sér plötu á næstu dögum. Svo má ekki gleyma hljómsveitinni sem ég hélt úti í kjölfar síðustu plötu, þetta eru mín highlights.“Guðmundur er ekki aldinn að árum en ferill hans er langur. Hann segir breytingarnar á íslenska tónlistargeiranum með miklum ólíkindum.visir/gvaEn, þegar þú horfir yfir ferilinn, sem spannar um kvartöld, sérðu miklar breytingar á íslenska tónlistargeiranum? „Já breytingar á öllum sviðum. Þegar ég byrjaði var ballgeirinn alls ráðandi með sínum sumarsmellum og fyllerísmettuðu stemmningu. Ef maður spilaði á tónleikum í Reykjavík voru það kannski einu tónleikarnir í bænum þann daginn eða jafnvel vikuna. Plötur voru fáar en fengu að síast inn í almenninginn. Við getum snúið þessu öllu á hvolf og margfaldað með 100.“Þórður Árnason áhrifavaldurGuðmundir segir einfalt nei við þeirri spurningu hvort hann hafi tölu á öllum þeim hljómsveitum og tónlistarmönnum sem hann hefur starfað með. En, það hefur verið nóg að gera. Hvernig hefur gengið að starfa sem atvinnutónlistarmaður? „Mér hefur gengið vel, þetta er vinna, ástríða og lífstíll. Þannig að þetta mælist ekki með einföldum hætti. En maður hefur skrimt en í þó nokkurn tíma hef ég haft það fínt.“ (Á þessum tímapunkti er rétt að pína viðmælandann með einstaklega barnalegum spurningum.) Hverjir eru fimm uppáhalds gítarleikar þínir? „Ég get ekki valið úr neina topp 5 en ég pikkað út 5 ólíkum áttum: Adrian Belew, John Lee Hooker, John Williams, Jimi Hendrix og Beck Hanson.“En, hvaða íslenska gítarista hefur þú einkum í hávegum?Þolinmæði Guðmundar gagnvart barnalegum spurningum blaðamanns Vísis er ekki takmarkalaus.visir/gva„Þórður Árnason hafði mest áhrif á mig þegar ég var strákur. En flesta hef ég í hávegum sem hafa sína persónulegu nálgun...“ Nú springur gítarleikarinn á limminu, þolinmæðin er ekkert alltof mikil. „Veistu, topplistaspurningar fara mjög illa saman við minn þankagang.“ Nýja platan stílhreinni en þær fyrriÞað fer ekkert á milli mála að þessar spurningar reyndust gítarleikaranum hin mesta kvöl og pína. Þannig að vert er að snúa sér að sólóferlinum aftur. Varðandi þessa útgáfustarfsemi, ætlarðu eitthvað framhald á henni. Nú eru komnar þrjár plötur plús ein sem þú kallar bernskubrek? „Já maður mun sennilega halda áfram að taka upp og senda frá það sem eftir er.“Ef þú berð saman fyrstu plötuna og þá síðustu; hvað hefur breyst? „Þessar þrjár plötur haldast allar í hendur sem nokkurs konar sería, en tónlistin hefur hugsanlega einfaldast og orðið stílhreinni á þessari nýjustu.“ Og með það sleppur Guðmundur frá Vísi. Næst á dagskrá hjá honum er útgáfa nýrrar plötu með jazzhljómsveitinni Annes sem telur þá Ara Braga Kárason, Jóel Pálsson, Eyþór Gunnarsson, Einar Scheving auk Guðmundar. Svo er hann að undirbúa tónleika með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands þar sem hann mun leika einn klassískan gítarkonsert og annan fyrir rafmagnsgítar eftir sig sjálfan. Þeir tónleikar verða í Hofi í mars og menn gerðu margt vitlausara en að leggja drög að ferð norður um það leyti.
Menning Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira