Neville: Vantar spænskukennara sem nennir að vakna snemma Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. desember 2015 19:15 Neville spókaði sig um á Mestalla í dag. vísir/getty Gary Neville, nýráðinn knattspyrnustjóri Valencia, var kynntur til leiks hjá félaginu á blaðamannafundi í dag. Á fundinum kvaðst Neville vera spenntur fyrir þessari áskorun en hann er jafnframt meðvitaður um að hans bíður erfitt verkefni hjá Valencia. „Ég þekki aðeins eina leið, og það er að stefna á sigur í hverjum einasta leik,“ sagði Neville sem var gríðarlega sigursæll sem leikmaður hjá Manchester United. „Við vitum að það tekst ekki alltaf en þetta er lágmarkskrafa hjá jafn stóru félagi og Valencia.“Sjá einnig: Neville gekk frá rúmum 15 milljónum punda er hann tók við Valencia Neville talaði vel um stuðningsmenn Valencia á blaðamannafundinum en hann þekkir það af eigin raun hversu erfitt það getur verið að spila á Mestalla. „Stuðningsmennirnir eru þeir mikilvægustu, við hin erum hér til að þjóna félaginu og ná þeim árangri sem stuðningsmennirnir gera kröfu á að liðið nái. „Stuðningsmenn Valencia eru þekktir fyrir að vera kröfuharðir og svoleiðis á það vera. Það er undir okkur komið að standast væntingar þeirra,“ sagði Neville sem er ánægður með að hafa yngri bróður sinn, Phil Neville, sér til halds og trausts í sínum fyrsta stjórastarfi. „Þetta verður ekkert vandamál - ef Phil hefði ekki verið hér fyrir hefði ég hvort sem er viljað fá hann til starfa. Hann er duglegur, hæfileikaríkur og ég er ánægður með að hann sé hluti af þjálfarateyminu,“ sagði Neville sem ætlar ekki að gera róttækar breytingar á starfsliðinu hjá Valencia. Neville var spurður hvort hann hefði ráðfært sig við Sir Alex Ferguson, fyrrverandi stjóra sinn hjá Manchester United. „Ég spurði hann ekki hvort ég ætti að taka starfið að mér. En ég hef rætt við hann undanfarna daga og hann hefur sýnt stuðning og hvatningu eins og ég bjóst við,“ sagði Neville sem ætlar að ná tökum á spænskunni eins og fljótt og mögulegt er. „Ég fer í spænskutíma hjá hverjum degi. En það er smá vandamál að finna kennara sem er tilbúinn að vakna klukkan sex á morgnana til kenna mér,“ bætti Neville við. Valencia mætir Barcelona á laugardaginn en fyrsti leikur liðsins undir stjórn Neville verður gegn Lyon í Meistaradeild Evrópu 9. desember næstkomandi. Spænski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Sjá meira
Gary Neville, nýráðinn knattspyrnustjóri Valencia, var kynntur til leiks hjá félaginu á blaðamannafundi í dag. Á fundinum kvaðst Neville vera spenntur fyrir þessari áskorun en hann er jafnframt meðvitaður um að hans bíður erfitt verkefni hjá Valencia. „Ég þekki aðeins eina leið, og það er að stefna á sigur í hverjum einasta leik,“ sagði Neville sem var gríðarlega sigursæll sem leikmaður hjá Manchester United. „Við vitum að það tekst ekki alltaf en þetta er lágmarkskrafa hjá jafn stóru félagi og Valencia.“Sjá einnig: Neville gekk frá rúmum 15 milljónum punda er hann tók við Valencia Neville talaði vel um stuðningsmenn Valencia á blaðamannafundinum en hann þekkir það af eigin raun hversu erfitt það getur verið að spila á Mestalla. „Stuðningsmennirnir eru þeir mikilvægustu, við hin erum hér til að þjóna félaginu og ná þeim árangri sem stuðningsmennirnir gera kröfu á að liðið nái. „Stuðningsmenn Valencia eru þekktir fyrir að vera kröfuharðir og svoleiðis á það vera. Það er undir okkur komið að standast væntingar þeirra,“ sagði Neville sem er ánægður með að hafa yngri bróður sinn, Phil Neville, sér til halds og trausts í sínum fyrsta stjórastarfi. „Þetta verður ekkert vandamál - ef Phil hefði ekki verið hér fyrir hefði ég hvort sem er viljað fá hann til starfa. Hann er duglegur, hæfileikaríkur og ég er ánægður með að hann sé hluti af þjálfarateyminu,“ sagði Neville sem ætlar ekki að gera róttækar breytingar á starfsliðinu hjá Valencia. Neville var spurður hvort hann hefði ráðfært sig við Sir Alex Ferguson, fyrrverandi stjóra sinn hjá Manchester United. „Ég spurði hann ekki hvort ég ætti að taka starfið að mér. En ég hef rætt við hann undanfarna daga og hann hefur sýnt stuðning og hvatningu eins og ég bjóst við,“ sagði Neville sem ætlar að ná tökum á spænskunni eins og fljótt og mögulegt er. „Ég fer í spænskutíma hjá hverjum degi. En það er smá vandamál að finna kennara sem er tilbúinn að vakna klukkan sex á morgnana til kenna mér,“ bætti Neville við. Valencia mætir Barcelona á laugardaginn en fyrsti leikur liðsins undir stjórn Neville verður gegn Lyon í Meistaradeild Evrópu 9. desember næstkomandi.
Spænski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Sjá meira