Innlent

Vitlaust veður í dag

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/vilhelm
Búist er við ofsaveðri síðdegis með suðurströndinni. Hviður geta farið yfir 50 metra á sekúndu við Öræfajökul og undir Eyjafjöllum. Úrkoma á þessum slóðum byrjar sem snjókoma en færr sig yfir í slyddu með tilheyrandi krapa á vegum. Það verður því ekkert ferðaveður með suðurströndinni síðdegis.

Versta veðrið verður syðst, en það hvessir einnig annars staðar á landinu og undir kvöld verður víða orðið norðaustan hvassviðri eða stormur, 15 til 23 metrar á sekúndu, með skafrenningi og síðar snjókomu þegar úrkomubakkinn færir sig norður yfir landið. Talið er að veðurofsinn verði hvað mestur á milli klukkan tvö og fjögur í dag.

Síðan er spáð stormi um land allt með snjókomu og skafrenningi þannig að slæmt ferðaveður gæti orðið um allt land síðdegis og fram á kvöld. Skaplegra verður á höfuðborgarsvæðinu.

Einnig er vakin athygli á því á vef Veðurstofunnar að á morgun er útlit fyrir norðan storm með stórhríð á norðanverðu landinu, en sunnanlands verða stöku él og skafrenningur.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×