Ekkert ferðaveður síðdegis Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2015 11:21 Vindhraði á landinu klukkan fimm í dag. Mynd/Veðurstofa Íslands Nýjustu spár gefa áfram til kynna að óveðurslægð verði skammt suður af landinu síðdegis í dag. Þó er miðju lægðarinnar spá austar en í gær. Því verður vindur norðaustlægari og líklegast munu Vestmannaeyjar sleppa við ofsaveðrið. Búist er við stormi, 20 metrum á sekúndu, á landinu síðdegis í dag og mestallan morgundaginn. Þá er búist við ofsaveðri, 28 metrum á sekúndu, við Öræfajökul, Mýrdalsjökul og Eyjafjöll seinni part dags. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Eftir hádegi mun vindur fara hratt vaxandi syðst á landinu og á Suðausturlandi og má búast við 40 og 50 m/s undir Eyjafjöllum og Mýrdalsjökli. Þá er talið að hviður fari yfir 50 m/s við Öræfajökul á milli klukkan 15 og 20 í dag. Í fyrstu mun snjóa á þessum slóðum en úrkoman mun síðan færa sig yfir í slyddu eða rigningu með tilheyrandi krapa á vegum. Ekkert ferðaveður verður á þessum slóðum síðdegis í dag. Annars staðar á landinu bætir einnig í vind síðdegis og undir kvöld verður víða orðið norðaustan hvassviðri eða stormur (15-23 m/s) með skafrenningi og síðar snjókomu þegar úrkomubakkinn færir sig norður yfir landið. Suðvesturland (þ.m.t. höfuðborgarsvæðið) sleppur best við veðrið, en þar verður samt orðið allhvasst undir kvöld með skafrenningi og dálítilli ofankomu um tíma.Aukin snjóflóðahættaNú er nýsnævi víða um land og getur snjósöfnun í skafrenningi verið mjög hröð í gil og fjallsbrúnir sem snúa undan vindi. Við þessar aðstæður getur snjóflóðahætta skapast á skömmum tíma. Athygli er einnig vakin á því að á morgun, laugardag, er útlit fyrir norðan storm með stórhríð á norðanverðu landinu, en sunnanlands verða stöku él og skafrenningur. Í nótt og á morgun má búast við að snjóflóðahætta aukist á Vestfjörðum og Norðurlandi. Að lokum er útlit fyrir að lægi mikið á sunnudag og létti til, fyrst um landið vestanvert. Þá má búast við talsverðu frosti. Veður Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Sjá meira
Nýjustu spár gefa áfram til kynna að óveðurslægð verði skammt suður af landinu síðdegis í dag. Þó er miðju lægðarinnar spá austar en í gær. Því verður vindur norðaustlægari og líklegast munu Vestmannaeyjar sleppa við ofsaveðrið. Búist er við stormi, 20 metrum á sekúndu, á landinu síðdegis í dag og mestallan morgundaginn. Þá er búist við ofsaveðri, 28 metrum á sekúndu, við Öræfajökul, Mýrdalsjökul og Eyjafjöll seinni part dags. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Eftir hádegi mun vindur fara hratt vaxandi syðst á landinu og á Suðausturlandi og má búast við 40 og 50 m/s undir Eyjafjöllum og Mýrdalsjökli. Þá er talið að hviður fari yfir 50 m/s við Öræfajökul á milli klukkan 15 og 20 í dag. Í fyrstu mun snjóa á þessum slóðum en úrkoman mun síðan færa sig yfir í slyddu eða rigningu með tilheyrandi krapa á vegum. Ekkert ferðaveður verður á þessum slóðum síðdegis í dag. Annars staðar á landinu bætir einnig í vind síðdegis og undir kvöld verður víða orðið norðaustan hvassviðri eða stormur (15-23 m/s) með skafrenningi og síðar snjókomu þegar úrkomubakkinn færir sig norður yfir landið. Suðvesturland (þ.m.t. höfuðborgarsvæðið) sleppur best við veðrið, en þar verður samt orðið allhvasst undir kvöld með skafrenningi og dálítilli ofankomu um tíma.Aukin snjóflóðahættaNú er nýsnævi víða um land og getur snjósöfnun í skafrenningi verið mjög hröð í gil og fjallsbrúnir sem snúa undan vindi. Við þessar aðstæður getur snjóflóðahætta skapast á skömmum tíma. Athygli er einnig vakin á því að á morgun, laugardag, er útlit fyrir norðan storm með stórhríð á norðanverðu landinu, en sunnanlands verða stöku él og skafrenningur. Í nótt og á morgun má búast við að snjóflóðahætta aukist á Vestfjörðum og Norðurlandi. Að lokum er útlit fyrir að lægi mikið á sunnudag og létti til, fyrst um landið vestanvert. Þá má búast við talsverðu frosti.
Veður Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Sjá meira