Þurfa að ferja farþega til Víkur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. desember 2015 15:37 Björgunarsveitarfólk hjá Víkverja á vafalítið annasamt kvöld fyrir höndum. Meðlimir í björgunarsveitinni Víkverja á Vík í Mýrdal eiga fullt í fangi með að komast áleiðis til móts við rútu sem situr föst á þjóðveginum nærri Dyrhólaey. Orri Örvarsson, formaður Víkverja, segir sína menn á leiðinni en ferðin sækist hægt enda fólk fast í bílum á leiðinni sem þarf að aðstoða. Orri segir þá hafa þurft að aðstoða tvo jepplinga og einn fólksbíl sem voru fastir og eða höfðu farið útaf veginum. Verið væri að vinna í því að ferja farþegana til Víkur en afar þungfærst væri yfir Reynisfjall. Björgunarsveitarmenn væru á leiðinni að aðstoða farþega fyrrnefndrar rútu sem er í um sextán kílómetra fjarlægð frá Vík. Mbl.is segir þrjátíu farþega um borð. Sjá einnig: Sjáðu lægðina nálgast suðurströndina Spáð hafði verið aftakaveðri meðfram suðurströndinni í dag og var Þjóðvegi 1 lokað frá Markarfljóti að Breiðamerkurlóni. Aðspurður sagðist Orri hafa séð það verra en það væri engum ofsögum sagt að veður væri mjög slæmt. „Það er rosalega blint og mikið af lausum snjó.“Lokun á Þjóðvegi 1 má sjá á kortinu að neðan.Ábendingar frá veðurfræðingi má lesa hér að neðanVaxandi vindur og versnandi veður almennt á landinu upp úr kl. 14. Undir Eyjafjöllum og í Mýrdal verður ofsaveður frá kl. 14 til 18 og hviður allt að 40-50 m/s. Eins í Öræfum frá kl. 14 til 20 og hviður um og yfir 50 m/s á þeim slóðum. Stórhríðarveður austanlands með kvöldinu.Skafrenningur um allt norðanvert landið og eins ofanhríð. Höfuðborgarsvæðið og suðvestanvert landið virðist ætla að sleppa betur, en samt allhvasst síðdegis og í kvöld og víðast skefur lausamjöllina. Eins ofankoma um tíma, en minniháttar þó.LokanirHringvegurinn er lokaður frá Markarfljóti að Breiðamerkurlóni. Lokunarstaðir eru einnig við Lómagnúp og Freysnes.Veður fer einnig mjög versnandi á Austfjörðum upp úr kl. 17:00. Sama á einnig við um allt norðvestanvert og norðanvert landið um kl 19:00. Ekkert ferðaveður verður á þessum svæðum og ljóst að fjallvegum verður lokað með kvöldinu, útlit er fyrir að sama veður verði áfram á laugardag, þjónusta á vegum verði í lágmarki og einungis á láglendi.Færð og aðstæðurÞað er snjóþekja og skafrenningur á Sandskeiði og Hellisheiði en hálka í Þrengslum. Á Suðurlandi er alls staðar vetrarfærð, í það minnsta hálka eða snjóþekja. Þæfingsfærð er á nokkrum sveitavegum. Hálka eru á Höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesbraut og á Suðurnesjum. Þungfært er á Krýsuvíkurvegi.Hálka og snjóþekja er á vegum á Vesturlandi og Vestfjörðum. Skafrenningur er við Hafnarfjall, á köflum á Snæfellsnesi og eins í Reykhólasveit. Ófært er á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði.Það er hálka á flestum vegum á Norðurlandi. Snjóþekja og éljagangur með norðausturströndinni. Hálka er einnig víðast hvar á Austurlandi og sumstaðar snjóar, snjóþekja og éljagangur er á Fjarðarheiði og Oddsskarði. Ófært er um Öxi og Breiðdalsheiði.Umferðartafir í StrákagöngumVegna vinnu við endurbætur á rafkerfi í Strákagöngum má búast við umferðartöfum þar á virkum dögum frá klukkan 8:00-18:00 fram til 22. desember. Veður Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Meðlimir í björgunarsveitinni Víkverja á Vík í Mýrdal eiga fullt í fangi með að komast áleiðis til móts við rútu sem situr föst á þjóðveginum nærri Dyrhólaey. Orri Örvarsson, formaður Víkverja, segir sína menn á leiðinni en ferðin sækist hægt enda fólk fast í bílum á leiðinni sem þarf að aðstoða. Orri segir þá hafa þurft að aðstoða tvo jepplinga og einn fólksbíl sem voru fastir og eða höfðu farið útaf veginum. Verið væri að vinna í því að ferja farþegana til Víkur en afar þungfærst væri yfir Reynisfjall. Björgunarsveitarmenn væru á leiðinni að aðstoða farþega fyrrnefndrar rútu sem er í um sextán kílómetra fjarlægð frá Vík. Mbl.is segir þrjátíu farþega um borð. Sjá einnig: Sjáðu lægðina nálgast suðurströndina Spáð hafði verið aftakaveðri meðfram suðurströndinni í dag og var Þjóðvegi 1 lokað frá Markarfljóti að Breiðamerkurlóni. Aðspurður sagðist Orri hafa séð það verra en það væri engum ofsögum sagt að veður væri mjög slæmt. „Það er rosalega blint og mikið af lausum snjó.“Lokun á Þjóðvegi 1 má sjá á kortinu að neðan.Ábendingar frá veðurfræðingi má lesa hér að neðanVaxandi vindur og versnandi veður almennt á landinu upp úr kl. 14. Undir Eyjafjöllum og í Mýrdal verður ofsaveður frá kl. 14 til 18 og hviður allt að 40-50 m/s. Eins í Öræfum frá kl. 14 til 20 og hviður um og yfir 50 m/s á þeim slóðum. Stórhríðarveður austanlands með kvöldinu.Skafrenningur um allt norðanvert landið og eins ofanhríð. Höfuðborgarsvæðið og suðvestanvert landið virðist ætla að sleppa betur, en samt allhvasst síðdegis og í kvöld og víðast skefur lausamjöllina. Eins ofankoma um tíma, en minniháttar þó.LokanirHringvegurinn er lokaður frá Markarfljóti að Breiðamerkurlóni. Lokunarstaðir eru einnig við Lómagnúp og Freysnes.Veður fer einnig mjög versnandi á Austfjörðum upp úr kl. 17:00. Sama á einnig við um allt norðvestanvert og norðanvert landið um kl 19:00. Ekkert ferðaveður verður á þessum svæðum og ljóst að fjallvegum verður lokað með kvöldinu, útlit er fyrir að sama veður verði áfram á laugardag, þjónusta á vegum verði í lágmarki og einungis á láglendi.Færð og aðstæðurÞað er snjóþekja og skafrenningur á Sandskeiði og Hellisheiði en hálka í Þrengslum. Á Suðurlandi er alls staðar vetrarfærð, í það minnsta hálka eða snjóþekja. Þæfingsfærð er á nokkrum sveitavegum. Hálka eru á Höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesbraut og á Suðurnesjum. Þungfært er á Krýsuvíkurvegi.Hálka og snjóþekja er á vegum á Vesturlandi og Vestfjörðum. Skafrenningur er við Hafnarfjall, á köflum á Snæfellsnesi og eins í Reykhólasveit. Ófært er á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði.Það er hálka á flestum vegum á Norðurlandi. Snjóþekja og éljagangur með norðausturströndinni. Hálka er einnig víðast hvar á Austurlandi og sumstaðar snjóar, snjóþekja og éljagangur er á Fjarðarheiði og Oddsskarði. Ófært er um Öxi og Breiðdalsheiði.Umferðartafir í StrákagöngumVegna vinnu við endurbætur á rafkerfi í Strákagöngum má búast við umferðartöfum þar á virkum dögum frá klukkan 8:00-18:00 fram til 22. desember.
Veður Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira