Körfubolti

Körfuboltakvöld: Galin hugmynd að dómararnir séu að vinna gegn Helenu | Myndband

Helena Sverrisdóttir, landsliðskona og leikmaður Hauka í Dominos-deild kvenna, var ekki sátt með dómgæsluna í fyrsta tapi Hauka í vetur á dögunum gegn Snæfelli.

Helena setti stöðuuppfærslur á Twitter eftir leikinn þar sem hún spurði hvort það væri eðlilegt að Haukar hefðu aðeins fengið tvö vítaskot dæmd en í sama leik fékk andstæðingurinn dæmt 28 vítaskot.

Sérfræðingarnir í Körfuboltakvöldi ræddu þessa spurningu í gær ásamt því að fara yfir allt það helsta úr leiknum ásamt því að ræða dómgæsluna í undanförnum leikjum.

„Í fyrstu fimm leikjunum tekur hún að meðaltali 10 víti í leik og sækir 7,6 villu að meðaltali. Í síðustu fjórum hefur þetta hrunið niður í 3,3 fiskaðar villu að meðaltali í leik og tekið 2,8 vítaskot í leik,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi.

„Ég held að þetta sé frekar það að hún sé hætt að sækja inn að körfunni frekar en að dómararnir séu saman að vinna gegn henni. Það er galið og ég tek ekki þátt í slíkri umræðu,“ Kristinn Friðriksson, annar sérfræðinganna í þættinum en Fannar Ólafsson segir að leikmenn liðsins geti ekki skýlt sér á bak við þreytu eftir verkefni með landsliðinu.

„Það heyrðist ekki múkk í Pálínu eftir leik, hún var frábær í leiknum. Ég nenni ekki að hlusta á svona væl að dómararnir séu ekki að dæma. Hvaða bull er þetta?,“ sagði Fannar en umræðuna má sjá hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×