Innlent

Viðvörun vegna fárviðris: „Glórulaus bylur“ í aðsigi

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Spá fyrir meðalvindhraða kl. 21 mánudaginn 7. desember. Rauðir, gulbrúnir og bleikir litir tákna hættulegasta vindinn. Vindaspá þessi er reiknuð af Veðurstofu Íslands með Harmonie veðurlíkaninu.
Spá fyrir meðalvindhraða kl. 21 mánudaginn 7. desember. Rauðir, gulbrúnir og bleikir litir tákna hættulegasta vindinn. Vindaspá þessi er reiknuð af Veðurstofu Íslands með Harmonie veðurlíkaninu.
Veðurstofa Íslands varar við ofsaveðri eða fárviðri á landinu síðdegis á morgun og annað kvöld, fyrst sunnanlands. Fárviðrið skellur á sunnanvert landið eftir klukkan 15 á morgun, og eftir klukkan 19 má búast við ofsaveðri eða fárviðri um allt land.

Í fréttatilkynningu frá Veðurstofunni segir að úrkoma fylgi og að hún verði á formi snjókomu. Því megi búast við glórulausum byl, líkt og það er orðað í tilkynningunni. Þá má búast við miklu úrkomumagni um landið austanvert. Seint annað kvöld er útlit fyrir að það hlýni nægilega sunnantil á landinu til að úrkoma verði á formi slyddu eða rigningar.

Til að setja væntanlegt veður í samhengi er bent á að spáin fyrir morgundaginn hljóðar upp á mun verra veður en var í vikunni sem er að líða. Ofsaveður eru 11 gömul vindstig og er þá meðalvindhraði meiri en 28 metrar á sekúndu. Fárviðri eru 12 gömul vindstig og er þá meðalvindhraði meiri en 32 metrar á sekúndu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×