Allt að smella fyrir komu flóttafólksins Una Sighvatsdóttir skrifar 6. desember 2015 20:00 Sex sýrlenskra flóttafjölskyldur sem koma hingað í desember munu búa í Hafnarfirði og Kópavogi. Rauði krossinn er með opið hús í dag og á morgun fyrir almenning á höfuðborgarsvæðinu sem vill gefa flóttafólkinu eigulega muni til daglegs lífs. „Sveitarfélögin sjá um að útvega íbúðir fyrir fólkið og hlutverk Rauða krossins er meðal annars að safna húsbúnaði og húsgögnum og útbúa íbúðina fyrir fólkið þannig að þegar það labbar inn sé það bara komið inn á nýja heimilið sitt, nokkrum dögum fyrir jól," segir Ragnar Þorvarðarson varaformaður Rauða krossins í Reykjavík.Mikill velvilji í samfélaginu Nú þegar er búið að bjóða fram flest þau húsgögn sem vantaði og er nú unnið að því að sækja þau og raða saman í myndarlegar búslóðir fyrir sex fullbúin heimili. Ekki er því óskað eftir fleiri húsgögnum í bili en Rauði krossinn hefur óskað eftir vel með förnum húsbúnaði, svo sem lömpum og speglum, auk þess sem leikföngum er tekið fagnandi því í fjölskyldunum eru mörg börn á ýmsum aldri. Og almenningur lét ekki á sér standa í dag. „Það er virkilega gaman að sjá hvað það er mikill velvilji í samfélaginu gagnvart komu þessa fólks. Við sjáum það hér að fólk er að koma með mjög fallega hluti, af því það vill taka þátt í því að búa til heimili fyrir þetta fólk sem kemur hingað allslaust," segir Ragnar. Það er mikil vinna að útbúa sex fjölskyldum heimili og nú eru rétt tæpar þrjár vikur til stefnu ef áætlanir um komu flóttafólksins ganga eftir. „Það er heilmikið að gera til að undirbúa komu fólksins en eins og einhver sagði þá vinna margar hendur létt verk," segir Ragnar. „Við í raun og veru erum það heppin að það er bara nánast allt að smella saman." Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Sex sýrlenskra flóttafjölskyldur sem koma hingað í desember munu búa í Hafnarfirði og Kópavogi. Rauði krossinn er með opið hús í dag og á morgun fyrir almenning á höfuðborgarsvæðinu sem vill gefa flóttafólkinu eigulega muni til daglegs lífs. „Sveitarfélögin sjá um að útvega íbúðir fyrir fólkið og hlutverk Rauða krossins er meðal annars að safna húsbúnaði og húsgögnum og útbúa íbúðina fyrir fólkið þannig að þegar það labbar inn sé það bara komið inn á nýja heimilið sitt, nokkrum dögum fyrir jól," segir Ragnar Þorvarðarson varaformaður Rauða krossins í Reykjavík.Mikill velvilji í samfélaginu Nú þegar er búið að bjóða fram flest þau húsgögn sem vantaði og er nú unnið að því að sækja þau og raða saman í myndarlegar búslóðir fyrir sex fullbúin heimili. Ekki er því óskað eftir fleiri húsgögnum í bili en Rauði krossinn hefur óskað eftir vel með förnum húsbúnaði, svo sem lömpum og speglum, auk þess sem leikföngum er tekið fagnandi því í fjölskyldunum eru mörg börn á ýmsum aldri. Og almenningur lét ekki á sér standa í dag. „Það er virkilega gaman að sjá hvað það er mikill velvilji í samfélaginu gagnvart komu þessa fólks. Við sjáum það hér að fólk er að koma með mjög fallega hluti, af því það vill taka þátt í því að búa til heimili fyrir þetta fólk sem kemur hingað allslaust," segir Ragnar. Það er mikil vinna að útbúa sex fjölskyldum heimili og nú eru rétt tæpar þrjár vikur til stefnu ef áætlanir um komu flóttafólksins ganga eftir. „Það er heilmikið að gera til að undirbúa komu fólksins en eins og einhver sagði þá vinna margar hendur létt verk," segir Ragnar. „Við í raun og veru erum það heppin að það er bara nánast allt að smella saman."
Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira