Allt að smella fyrir komu flóttafólksins Una Sighvatsdóttir skrifar 6. desember 2015 20:00 Sex sýrlenskra flóttafjölskyldur sem koma hingað í desember munu búa í Hafnarfirði og Kópavogi. Rauði krossinn er með opið hús í dag og á morgun fyrir almenning á höfuðborgarsvæðinu sem vill gefa flóttafólkinu eigulega muni til daglegs lífs. „Sveitarfélögin sjá um að útvega íbúðir fyrir fólkið og hlutverk Rauða krossins er meðal annars að safna húsbúnaði og húsgögnum og útbúa íbúðina fyrir fólkið þannig að þegar það labbar inn sé það bara komið inn á nýja heimilið sitt, nokkrum dögum fyrir jól," segir Ragnar Þorvarðarson varaformaður Rauða krossins í Reykjavík.Mikill velvilji í samfélaginu Nú þegar er búið að bjóða fram flest þau húsgögn sem vantaði og er nú unnið að því að sækja þau og raða saman í myndarlegar búslóðir fyrir sex fullbúin heimili. Ekki er því óskað eftir fleiri húsgögnum í bili en Rauði krossinn hefur óskað eftir vel með förnum húsbúnaði, svo sem lömpum og speglum, auk þess sem leikföngum er tekið fagnandi því í fjölskyldunum eru mörg börn á ýmsum aldri. Og almenningur lét ekki á sér standa í dag. „Það er virkilega gaman að sjá hvað það er mikill velvilji í samfélaginu gagnvart komu þessa fólks. Við sjáum það hér að fólk er að koma með mjög fallega hluti, af því það vill taka þátt í því að búa til heimili fyrir þetta fólk sem kemur hingað allslaust," segir Ragnar. Það er mikil vinna að útbúa sex fjölskyldum heimili og nú eru rétt tæpar þrjár vikur til stefnu ef áætlanir um komu flóttafólksins ganga eftir. „Það er heilmikið að gera til að undirbúa komu fólksins en eins og einhver sagði þá vinna margar hendur létt verk," segir Ragnar. „Við í raun og veru erum það heppin að það er bara nánast allt að smella saman." Flóttamenn Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Sjá meira
Sex sýrlenskra flóttafjölskyldur sem koma hingað í desember munu búa í Hafnarfirði og Kópavogi. Rauði krossinn er með opið hús í dag og á morgun fyrir almenning á höfuðborgarsvæðinu sem vill gefa flóttafólkinu eigulega muni til daglegs lífs. „Sveitarfélögin sjá um að útvega íbúðir fyrir fólkið og hlutverk Rauða krossins er meðal annars að safna húsbúnaði og húsgögnum og útbúa íbúðina fyrir fólkið þannig að þegar það labbar inn sé það bara komið inn á nýja heimilið sitt, nokkrum dögum fyrir jól," segir Ragnar Þorvarðarson varaformaður Rauða krossins í Reykjavík.Mikill velvilji í samfélaginu Nú þegar er búið að bjóða fram flest þau húsgögn sem vantaði og er nú unnið að því að sækja þau og raða saman í myndarlegar búslóðir fyrir sex fullbúin heimili. Ekki er því óskað eftir fleiri húsgögnum í bili en Rauði krossinn hefur óskað eftir vel með förnum húsbúnaði, svo sem lömpum og speglum, auk þess sem leikföngum er tekið fagnandi því í fjölskyldunum eru mörg börn á ýmsum aldri. Og almenningur lét ekki á sér standa í dag. „Það er virkilega gaman að sjá hvað það er mikill velvilji í samfélaginu gagnvart komu þessa fólks. Við sjáum það hér að fólk er að koma með mjög fallega hluti, af því það vill taka þátt í því að búa til heimili fyrir þetta fólk sem kemur hingað allslaust," segir Ragnar. Það er mikil vinna að útbúa sex fjölskyldum heimili og nú eru rétt tæpar þrjár vikur til stefnu ef áætlanir um komu flóttafólksins ganga eftir. „Það er heilmikið að gera til að undirbúa komu fólksins en eins og einhver sagði þá vinna margar hendur létt verk," segir Ragnar. „Við í raun og veru erum það heppin að það er bara nánast allt að smella saman."
Flóttamenn Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Sjá meira