„Þetta er versti vindur sem hefur komið hérna í 20-25 ár“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 6. desember 2015 20:35 „Þetta er versti vindur sem hefur komið hérna í 20-25 ár,“segir Jónas Guðmundsson, verkefnisstjóri slysavarna hjá Landsbjörgu, sem er með einföld skilaboð til landsmanna. „Fyrst og fremst að hlíða fyrirmælum,“ segir hann.Vont veður er búið að vera nær alla vikuna og hafa ítrekaðar viðvaranir borist frá lögreglu og fleirum um að fólk gæti að sér. Jónas segir að það hafi virkað. „Það er ekki að ástæðulausu að það gekk svona vel í síðustu viku þegar vindurinn reið yfir, fólk var heima,“ segir hann. Veðrið á morgun á hins vegar að verða verra en við höfum séð síðustu daga.Versti bylur í áraraðir Veðurstofa Íslands hefur varað við ofsaveðri eða fárviðri á landinu síðdegis á morgun og annað kvöld, fyrst sunnanlands. Fárviðrið skellur á sunnanvert landið eftir klukkan þrjú á morgun og er spáð meðalvindraða upp á 30 metra á sekúndu. Bylurinn gæti orðið sá versti í áraraðir og almannavarnir búast við rafmagns- og fjarskiptatruflunum. Búast má við því að veðrið á morgun verði mun verra en það hefur verið síðustu daga.vísir/auðunnAlmannavarnir hafa beðið íbúa Suðurlands um að vera ekki á ferli að nauðsynjalausu eftir klukkan eitt eftir hádegi á morgun og íbúar í öðrum landshlutum, höfuðborgarsvæðinu þar með töldu, eftir klukkan fimm síðdegis. Ferðaþjónustan fengið sérstakar tilkynningar Jónas segir að skilaboðum hafi verið komið til allra ferðaþjónustufyrirtækja á landinu. „Við erum líka að biðja ferðaþjónustuaðila um allt land að tala við ferðamennina,“ segir hann. „Það er búið að senda tilkynningar á öll ferðaþjónustufyrirtæki, biðja þau að prenta hana út, tala við sína ferðamenn og segja þeim að þetta sé glórulaust, „núna verður þú bara hjá mér og færð einhverjar jólasmákökur og hefur það gott“,“ segir hann. Vísir mun flytja lesendum fréttir af veðrinu og helstu upplýsingar allan daginn á morgun. Veður Tengdar fréttir Viðvörun vegna fárviðris: „Glórulaus bylur“ í aðsigi Veðurstofa Íslands varar við ofsaveðri eða fárviðri á landinu síðdegis á morgun og annað kvöld 6. desember 2015 13:13 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Sjá meira
„Þetta er versti vindur sem hefur komið hérna í 20-25 ár,“segir Jónas Guðmundsson, verkefnisstjóri slysavarna hjá Landsbjörgu, sem er með einföld skilaboð til landsmanna. „Fyrst og fremst að hlíða fyrirmælum,“ segir hann.Vont veður er búið að vera nær alla vikuna og hafa ítrekaðar viðvaranir borist frá lögreglu og fleirum um að fólk gæti að sér. Jónas segir að það hafi virkað. „Það er ekki að ástæðulausu að það gekk svona vel í síðustu viku þegar vindurinn reið yfir, fólk var heima,“ segir hann. Veðrið á morgun á hins vegar að verða verra en við höfum séð síðustu daga.Versti bylur í áraraðir Veðurstofa Íslands hefur varað við ofsaveðri eða fárviðri á landinu síðdegis á morgun og annað kvöld, fyrst sunnanlands. Fárviðrið skellur á sunnanvert landið eftir klukkan þrjú á morgun og er spáð meðalvindraða upp á 30 metra á sekúndu. Bylurinn gæti orðið sá versti í áraraðir og almannavarnir búast við rafmagns- og fjarskiptatruflunum. Búast má við því að veðrið á morgun verði mun verra en það hefur verið síðustu daga.vísir/auðunnAlmannavarnir hafa beðið íbúa Suðurlands um að vera ekki á ferli að nauðsynjalausu eftir klukkan eitt eftir hádegi á morgun og íbúar í öðrum landshlutum, höfuðborgarsvæðinu þar með töldu, eftir klukkan fimm síðdegis. Ferðaþjónustan fengið sérstakar tilkynningar Jónas segir að skilaboðum hafi verið komið til allra ferðaþjónustufyrirtækja á landinu. „Við erum líka að biðja ferðaþjónustuaðila um allt land að tala við ferðamennina,“ segir hann. „Það er búið að senda tilkynningar á öll ferðaþjónustufyrirtæki, biðja þau að prenta hana út, tala við sína ferðamenn og segja þeim að þetta sé glórulaust, „núna verður þú bara hjá mér og færð einhverjar jólasmákökur og hefur það gott“,“ segir hann. Vísir mun flytja lesendum fréttir af veðrinu og helstu upplýsingar allan daginn á morgun.
Veður Tengdar fréttir Viðvörun vegna fárviðris: „Glórulaus bylur“ í aðsigi Veðurstofa Íslands varar við ofsaveðri eða fárviðri á landinu síðdegis á morgun og annað kvöld 6. desember 2015 13:13 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Sjá meira
Viðvörun vegna fárviðris: „Glórulaus bylur“ í aðsigi Veðurstofa Íslands varar við ofsaveðri eða fárviðri á landinu síðdegis á morgun og annað kvöld 6. desember 2015 13:13